Bjarmi - 01.05.1916, Side 7
B J A ft M 1
guðfræði, en satt að segja liefi jeg ekki
treyst mjer til þess að leggja út í deilu
við sprenglærða guðfræðinga. Pað er ckki
fyrir afskekta og einangraða sveilapresla,
sem vantar breði bækur og tíma, að gefa
sig út í þesskonar ritdeilur. — Pjer eigið
góðar þakkir skilið hjá öllum íslending-
um, sem ant er um sannan kristindóm,
fyrir ótrauða vörn yðar fyrir hinni einu
sönnu kenningu, og það er ósk mín og
von að Guð gefi yður heilsu og krafla til
þess að starfa sem lengst og best í þarfir
hins góða málcfnis.............«
■ ■■ == ........................................................ ^
Hvaðanæfa.
Heima.
Síra Jakob Björnsson í Saurbæ í Evja-
firði hefir sótt um lausn frá embætti frá
fardögum í vor. Iiann var vigður haust-
ið 1861, sem aðstoðarprestur að Sauð-
lauksdal og hefir verið prestur í Saurbæ
í 32 ár.
Frú Ingibjörg Guðmundsdótlir Sölva-
sonar frá Brekku i Skagafirði, kona Bjarna
prófasts Pálssonar í Steinnesi, andaðist
30. f. m. Hún var heilsulítil síðari árin,
en jafnan mesta merkiskona.
Síra Hermann Hjartarson, sem verið
hefir aðstoðarprestur á Sauðanesi þetta
ár, gerir ráð fyrir að fara að Skútustöð-
um í vor. En sira Jósef Jónsson á Barði
fer aftur sem aðsloðarprestur að Sauða-
nesi.
í Jólakveðjusjóð hafa scnt síðan síðast
var auglýst, síra Magnús Andrjesson Gils-
bakka, sira Stefán M. Jónsson Auðkúlu
og síra Sigurður Jónsson Lundi hver
þeirra 5 kr. Prentvilla var í skýrslunni
í 4. tölubl. 7 kr. en ekki 5 kr. frá síra
Sigurði Jenssyni í Flatej'.
Erlendis.
Lundúnapresturinn frægi B. J. Gambell
hefir verið til skamms tíma æðsti spá-
maður nýguðfræðinnar í öllum ensku-
mælandi löndurn, og jafnvel lijer úti á
íslandi voru prestsefni látin sitja við að
S3
nema stafrof vísindanna í bók Cambells
»The New Theologycc. — En nú er þessi
sami Cambell ekki aðcins hættur að vcra
fríkirkjuprestur, og kominn í biskupa-
kirkjuna ensku, heldur hefir hann alveg
snúið baki að fyrri nýguðfræði sinni,
hefir beinlinis afturkallað fyrri kenningar
sinar um þau efni, og vill nú gera hvað
hann getur til þess að bæta úr tjóni þvi
sein bók hans gerði. Fyrirþvi liefir hann,
að þvi er Sameiningin skýrir frá nýlega,
keypt fastaletur-plöturnar, sem nýjar út-
gáfur af fyrnefndri bók hans um »nýju
guðfræðinacc voru prentaðar cl'iir, svo að
hún yrði ekki endurprentuð. — Pað ber
ekki alt upp, sama daginn, og ánægjulegt
væri ef einhver af leiðtogum nýguðfræð-
innar vor á meðal vildi feta i fótspor
Cambells nú.
Frá Finnlandi. FJestir Finnar eru taldir
evangelisk-lúleskrar trúar, enda er það
trú þjóðkirkjunnar þar í landi.
Samkvæmt ríkisskýrslum frá 1910 voru
mcðlimir þjóðkirkjunnar þá 3057627 alls,
grísk-kaþólskir voru rúmlega 52 þúsund,
4467 babtistar, 676 metodistar, og 423 róm-
versk-kaþólskrar trúar. Samkomulagið
milli þessara trúarbragða hefir verið all-
gott þangað til allra síðuslu árin.
Ennfremur er þar í landi fríkirkjuleg
hreyfing, sem nefnist: »Finska missíónin
frjálsacc. Áhangendur liennar eiga sjer
samkomuhús og launa prjedikara, en liafa
þó ekki sagt sig úr þjóðkirkjunni.
Æðsla stjórn kirkjumála er i höndum
landsstjórnarinnar, samþykkir liún eða
hafnar öllum kirkjulegum fyrirmælum og
lögum, en kirkjuþing Finna semur þau,
og frá því fara þau til almenna löggjafar
þiiigsins eða »landdagsins«, og loks til
landsstjórnar.
Landsstjórnin veitir biskupsembættin
fjögur og helstu prestsembætti að und-
angenginni kosningu. Onnur prestsem-
bætti veita söfnuðir einir, nema aðstoðar-
prestsembælli, þau veitir biskup ásamt
nokkrum sóknarprestum.
Fimta hvert ár er kirkjuþing haldið eða
löggjafarþing kirkjunnar. Pað var síðast
haldið 1913. Pá var meðal annars sam-
þykt ný þýðing nýjatestamentisins og ný
kirkju-handbók. Raunar var handbók
sú ckki tekin til notkunar fyrr en í sum-
ar sem leið.
A undan hverju kirkjuþingi eru haldnir
almennir prestafundir í liverju biskups-