Bjarmi - 01.05.1916, Qupperneq 8
56
ÖJARMI
dæmi, og eru þar oft undirbúin ýms mál
til þingsins.
Árin milii þinga er haldinn venjulega
prestafundur, einn á hverju ári, fyrir
land alt. Sá síöasti var haidinn í Hels-
ingfors i október s. 1. Ilann stóð í 3
daga og sóttu hann 225 prestar, eða um
fjórði hluti allra finskra presta.
Prestskonurnar hjeldu annan fund jafn-
hliða í Helsingfors og ræddu þar áhuga-
mál sín.
Fundarstjóri prestafundarins var Walli
stiftprófastur. í upphafsræðn sinni talaði
hann um hvað þjóðin ætti mikið Drottni
að þakka á þessum hörmungatima ann-
ara þjóða, en bætti því við, að hún ljcti
sjer annara erfiðleika lílt að kenningu
verða og tæki ekki bróðurþátt í þeirra
kjörum. Pví að þá mundi eigingirni,
munaðarfikn og andlegt kæruleysi láta
minna á sjer bera.
Fundur þessi hafði allmörg mál til
meðferðar. Meðal annars má nefna:
Sa/naðarlifið og proski pess. Urðu fjör-
ugar umræður um það og hölluðust menn
að því að koma á svonefndum »kirkju-
dögum«, eða fundarhöldum meðal presta
og áhugasainra leikmanna ákveðna daga
árlega. Talið var og nauðsynlegt að
koma á fót »kirkjulegri frjettastofu«, líkt
og í Noregi, þar sem sjeð væri um að
koma greinum um trúmál og kirkjumál i
stjórnmálablöð.
Var nefnd kosin til að undirbúa það
mál til næsta fundar í sumar.
Iláskólakennari úr guðfræðisdeildinni í
Ifelsingfors, dr. Pietila, fiutti erindi um
»játningarfestu í starfi prestsins«. Másegja
að aðalefni þess erindis væri þetta:
»Pjónn orðsins er kominn á hættulegan
veg, ef hann metur meira fátæklega trú-
arreynslu sína en opinberað orð ritning-
arinnar, játningarrit kirkjunnar og trúar-
reynslu kristninnar á liðnum öldum.
Presturinn er auk þess trúnaðarmaður
safnaðarins og því skuldbundinn til að
boða þau grundvallaratriði ein, sem kirkj-
an og söfnuðurinn hefir samþykt«.
Siðgœðismálið var efni eins fyrirlesturs-
ins, og voru prestar þar hvattir til að
leggja rækt við það mál, taka það til
meðferðar við fermingarundirbúning, og
sömuleiðis í ræðum sínum, en vitanlega
með allri gætni.
Ennfremur varrættum barnaspurninga-
kver, »hlutvcrk finsku kirkjunnar í þegn-
fjelagsmálum« o. 11. mál, sem hjer yrði
oflangt að telja.
Yfirleitt virtust þeir sem tóku til máls
hafa bestu vonir um framtíð finsku kirkj-
unnar, og stakk það nokkuð í stúf við
svartsýni undanfarinna prestafunda, —
enda lögðu gömlu prestarnir fátt til mála.
Eftirtektavert var það og að allir mæltu
á finsku að einum manni og einni ræðu
hans frátekinni, sem var á sænsku.
Spurningar
til kaupanda Bjarma.
1. Hvaða trúmála atriði óskið þjer
sjerstaklega að rædd verði í blað-
inu?
2. Hvaða siðferðismál á fyrst og
fremst að ræða?
3. Á að hafa fleiri eða færri smásög-
ur í blaðinu, en að undanförnu?
4. Eruð þjer með eða móti kver-
kenslu barnakennaranna?
5. Eruð þjer með eða móti aðskiln-
aði ríkis og kirkju?
Æskilegt væri að fá skrifleg svör
sem flestra kaupanda blaðsins við
þessum spurningum. Seinna má svo
geta um hvernig svörin verða og ef
til vill birta þau rækilegustu.
Fljótlegast að skrifa á þau, og öll
brjef viðvíkjandi blaðinu:
Bjarmi. Box 62. Reykjavík.
Útgefandi: Sigurhjörn Á. (físlason (cand. theol.)
öox 62. — Reykjavík. — Simi 236.
Prentsmiöjan Gutenberg,