Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.11.1916, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.11.1916, Blaðsíða 2
162 BJARMI engar nýmóðins villukenningar á ferð heldur sami kristindómur sem »kver- ið« þeirra flutti í fullu samræmi við ritninguna. Þyngsti harmur trúaðra foreldra eru vantrúuð börn, og þyngsta raun vand- aðra foreldra eru óvönduð börn, og geli hluttekning annara ljelt þær raun- ir að einhverju leyti, væri synd að veita hana enga. — En hitt liggur við að vera grátbroslegt, þegar rosknir foreldrar, »guðhrædd á sina visu«, eru svo andlega litblind, að telja sjer það ógæfu, ef sonur þeirra eða dóttir eignast fulla trúarvissu og einsetur sjer að verja lífi sínu til að etla guðs- riki á jörðu. IJað munu fáir telja það óláns- merki, þótt t. d. trúlitlir stúdentar taki að lesa guðfræði til undirbún- ings undir ábyrgðarmestu stöðuna, sem hægt er að velja sjer, prests- stöðuna. Og er þó staðan sú alt ann- að en glæsileg i tímanlegu og andlegu tilliti, ef líkur eru til að viðkomandi verði blindur blindra leiðtogi. En sú fjarstæða virðist allföst í höfði margra manna, að það sje í ætt við ólán og ofstæki, þegar ungir menn, sem ekki geta komið því við að fara á prestaskóla, verða svo gagnteknir af kærleika Krists, að þeir geta ekki annað en vitnað um hann leynt og Ijóst. Það má vel vera að það sje til lít- ils að segja því fólki, að slík skoðun sje hrein og bein fjarstæða, aumasta vantrúarþröngsýni og ofstæki, og að framtíðarheill æskumannsins verði ekki betur trygð á neinn annan liátt en þann, að hann gangi snemma undir merki Krists og taki þau störf þar að sjer, sem Drottinn bendir honum á. Mönnum hættir svo til að dæma eftir því, sem þeir liafa sjálfir reynt, sem einstaklingsreynslan, eða í þessu atriði reynsluskorturinn, væri almenna reglan. Þess vegna verður lifandi trú fyrir svo mörgum sleggjudómum frá þeim, sem hafa ekki sjálfir reynt hana. Þegar röksemdir falla um bjarg- fasta lileypidóma, þá eru önnur ráð til að buga þá. Kærleiksrík framkoma og fyrirbænir liafa unnið bug á mörg- um hleypidómum, sem hörðnuðu við allar röksemdir, og svo mun enn reynast. — Væri oss kært að fá að heyra um reynslu ýmsra lesenda í þaim efnum, það gæti síðar verið einkamál eða blaðamál eftir óskum hvers einstaks brjefritara. Enginn láti hugfallast, þótt liann verði fyrir misskilningi vegna trúar- áhuga síns; óltumst hitt fremur, ef vantrúuðum heimi virðist áhugi vor hæfdegur. Því minni samúð sem trúaður maður mætir, því oftar þarf hann að biðja, biðja þeim ljóss og Hfs, sem í myrkri sitja, og biðja sjer kærleika og visku til að verða þeim til bless- unar. — Á eftir slíkri bænarstund er holt að lesa t. d. I. Pjet. 4, 12—19, og lialda síðan öruggur áfram í Jesú nafni. Sjera Friðrik Friöriksson1 er kominn, kvað við úr öllum áttum, er Gullfoss lenti hjer síðast með far- þegana og farminn frá Ameríku. Það var uppi fólur og fit í K. F. U. M. áður en skipið kom, og er sjera Friðrik stje á land, kom fylking ungra manna á móli honum. Var þar fagn- aðarfundur. Hefir jafnan verið hús- 1) Dagblöð glatast oft, og greinar þeirra gleymast því fljótt hjá flestum, því leyfir Bjarmi sjer að prenta orðrjett ritstjórnar- grein þessa úr Vísi 14. þ. m., enda er hann henni alveg samdóma.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.