Bjarmi - 15.11.1916, Qupperneq 4
164
B JARMI
sína í höndum og biblíuna opna fyr-
ir framan sig. Það sem dró athygli
mína að þessari konu var það, að
hún var ætið á ferli, hvað seinl sem
jeg kom heim, er jeg hafði verið úli
að vitja sjúklinga minna og það jafn-
vel fram á nótt, og er hún heyrði
gengið um, kom hún óðara, opnaði
gluggann lítið eitt, til að sjá hver
væri á ferð.
Mig var farið að langa lil að þelckja
líf og kringumstæður þessarar konu,
og það leið ekki á löngu að jeg fengi
það. Snemma dags fjekk jeg eitt sinn
boð að koma til hennar, hún liafði
orðið snögglega veik. þegar jeg kom
inn, sá jeg að dauðinn var fyrir d)'r-
um. Jeg settist hjá henni og spurði
livort liún hefði miklar þjáningar.
»Já, hjerna í brjóstinu« sagði hún,
»hjartað getur víst ekki meira«. »Er-
uð þjer glöð að eiga að fara hjeðan«?
spurði jeg. »Já, sjálfrar minnar vegna
er jeg glöð að fá að koma heim og
vera ætíð hjá Drotni, — en aumingja
maðurinn minn, hver á nú að hlynna
að honum, og hver á að vaka eftir
lionum á kvöldin eins og jeg hef uú
gert i 30 ár?
»En því hafið þjer þurfl að vera
að vaka eftir honum«?
»Jú, það stendur nefnilega svo á,
að hann kemur vanalega drukkinn
heim, og þess vegna hefi jeg orðið að
vera á verði, svo hann hvorki dylti
í tröppunum eða vekti fólkið í hús-
inu með hávaða, jeg hefði ekki þol-
að háð nje spott sambýlisfólksins«.
í þessu kom gamall inaður inn úr
dyrunum. Þó liann væri ódrukkinn,
bar andlit lians þess þó Ijósan vott,
að hann var drykkjumaður.
»Kemur þú nú að vitja mín«? sagði
hún i blíðum róm og rjetti út hend-
ina móti honum. »Ó, hvað verður nú
þungt að kveðja þig, besti vinur
minn«. Þessi síðustu orð »besti vin-
ur minn« sýndust alveg gagntaka
gamla manninn, og opna á honum
augun fyrir því, hvað mikið liann
hefði brotið á móti henni, hann grjet
hástöfum og sagði: »t*ú hefur þolað
mikið ilt af mjer Maria mín, sem
þrált fyrir allar syndir mínar og ves-
almensku, þó hefi jeg elskað þig svo
heitt«.
»Kæri Jón minn, hugsaðu ekki um
það«, hvislaði hún — »Lofaðu mjer
einu, aðeins einu. Nú, á minni sið-
ustu stundu skulum við mæla okkur
mót á himnum. Yiltu hitta mig þar,
besti vinur minn?« spurði hún með
skjálfandi rödd. »Viltu vera reiðubú-
inn að mæta mjer í liinum dýrðlega
stað uppi hjá Guði? Viltu það?«
Hann kraup niður við rúmið, og
þau mæltu sjer mót með tárum, og
hinn gamli syndari gerði Guði heit
sín, að kappkosta að ná liinu mikla
takmarki. Eftir fáein augnablik fór
liún brosandi inn til liins eilífa frið-
ar hjá lionum sem þerrar öll tár og
þar sem engin sorg er til«.
Á greftrunardeginum stóð gamli
maðurinn við gröf konu sinnar með
sundurkramið hjarla, fullur af löng-
un eftir að mæta henni heima á himn-
um. Hann hafði oft reynt með eigin
kröflum að losna undan valdi síns
versta óvinar, en ætíð árangurslaust.
Nú lagði liann sig eins og vesalings
vanmáttugur syndari í faðm hans,
sem kom til að leita að hinu tapaða
og frelsa það, leysa hina bundnu,
gefa frelsi föngunum, upphefja synd-
ara og gefa þeim kraft til að ganga
í endurnýungu lífdaganna.
Og þannig varð gleði á himnum
yfir þessuin gamla syndara, sem fjekk
náð til þess að bæta ráð sitt. (Lúk.
15, 10.). a. Th. fsl.