Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.11.1916, Blaðsíða 8

Bjarmi - 15.11.1916, Blaðsíða 8
168 ÖJAftMf ur og i alla staöi viðtöku maklegur, að Jesús kom í heiminn að frelsa synduga menn, og er jeg einn helstur þeirra. (1. Tím. 1, 15). Ef einhver, sem les þenna vitnisburð minn, hugsar með sjer: Vjer höfum heyrt þelta, það er í bibliunni (jeg hefi mætt slikum orðum), þá votta jeg fyrir öllum, að jeg hefi ekki annan vitnisburð að flytja en þann, sem ritað er um í bók Drottins, sem er biblían, lieilög ritning. Leitið í bók Drottins og lesið (Jes. 34,16). Komið og sjáið Guðs lambið, sem ber synd heimsins (Jóh. 1, 37). Hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða, liegningin, sem vjer höfðum til unnið, kom niður á lion- um, og fyrir hans benjar urðum vjer heil- brigðir (Jes. 53, 5). Þessi er hinn sanni Guð og eilífa lífið (1. Jóh. 5, 20). En þó að vjer eður engill frá liimni boðaði yður náðarlærdóminn öðruvísi, en jeg hefl kent yður, hann sje bölvaður. Já, eins og jeg hefi áður sagt, eins segi jeg nú aftur, ef nokkur kennir yður annan náðarlær- dóm en þann, sem þjer hafið numið, sá sje bölvaður (Gal. 1, 8—9). Hver eyru liefir að lieyra, hann heyri. Eins og jeg hefl áður talað um, þá var jeg sjóhræddur áður en jeg fann Jesúm; jeg man eftir þvi, að þegar bárurnar voru að nálgast skiþið, þá var jeg að biðja Jesúm í hjarta mínu, og hann heyrðí raust mína. Sjá, liann ljet veðrið og sjó- inn minna mig á, að kalla á sig. Jeg man líka eftir því, er jeg var harn, þá ákallaði jeg hann. Hann hefir ekki gleymt því hrópi, þótt jeg gleymdi honum. Móðir mín sáði þá hjá mjer góðu. Drotlinn launi henni það, sakir nafns síns. Jeg vitna það líka fyrir öllum, sem lesa þennan fátæklega vitnisburð minn, að eftir að jeg var frelsaður, þá var jeg á sjó í kviðu. En þá var jeg ekki hræddur; jeg hló I hjartanu, langaði heim, eins og mig langar enn. Jeg hefi löngun til að fara hjeðan og vera með Kristi, því það væri miklu betra (Filip. 1, 23), fá að ganga inn um hliöin, inn í borgina. (Sjá Opinb. 22, 14). Hversu yndislegir eru bústaðir þínir, Drottinn hersveitanna (Sálm. 84, 2). Dýrð- lega er um þig talað, þú horg Guðs (Sálm. 87, 3. Sjá Opinb. 21, 22). Kæri vinur, ert þú Guðs barn? Trúir þú á Jesúm? Öllum þeim sem meðtóku hann, gaf hann vald til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans (Jóh. 1, 12). Trúir þú á Jesúm? Getur verið, að þú segir já, en þú hefir þá líka fengið fyrirgefningu synda þinna, frið og fögnuð eilífs lífs, þekking á freistingum Satans, þekking á vanmátti þinum og ótrúmensku, löngun til að berjast mót allskonar synd og van- trú, kraft frá hæðum lil að sigra alt mót- læti, þekkingu á kærleika Guðs, sem yfir- gengur allan skilning, löngun til að vitna um hann, sem dó fyrir oss, löngun til að leiða aðra til hans. í*á elskar þú orð hans, krýpur daglega við kross hans, ákallar hann dag og nótt, syngur honum sálma. Já, ef þú trúir á Jesúm, þá er heilagur andi kennari þinn og huggari. Sjálfur andinn vitnar með vorum anda, að vjer erum Guðs börn (Róm. 8, 16), en hafi einhver ekki Iírists anda, þá er sá ekki hans (Róm. 8, 9).........Jesús sagði: Sá sem ekki elskar mig, hann varðveitir ekki orð min, og það orð, sem þjer heyr- ið, er ekki mitt, heldur föðursins, sem mig sendi (Jóh. 16, 24). Ef nokkur er sá, sem ekki elskar Drottin Jesúm Krist, sá sje bölvaður. Drottinn kemur (1. Kor. 16, 22). Pess vegna, kæri vinur, ef þú elskar ekki Guðs orð, þá trúir þú ekki á Jesúm, þú ert þá enn í dauðanum. Jeg býð þjer því í nafni Drottins: Kom til Jesú og lát frelsast. Tak sinnaskifti. Leita Drottins meðan hann cr að finna. Kalla á hann meðan hann er nálægur. Kom að kross- inum í anda og sannleika með svipaðri bæn og lesa má í 51. sálmi Davíðs. Kr. Á. Sl. SA.MEXJVUVG1-I1V, mánaðarrit liins cv.lút. kirkjut. fsl. í Vesturheimi. Riti stjóri: Björn B. Jónsson í Winnipeg. 24 arkir árg. Verð hér á landi 2 kr. Um- hoðsm. á Islandi S. Á. Gislason, kand. theol. Box 62 Rvík. Sími 236. Feir, sem skulda fyrir blaðið, eru beðnir að borga það sem fyrst. Útgefandi: Sigurbjörn Á. Glfslnsoii (cand. theol.) Box 62. — Reykjavík. — Simi 236. Prentsmiðjan Gutcnberg,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.