Bjarmi - 15.12.1916, Síða 1
BJARMI
KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ
X. árg.
Reykjavík, 15. deseraber 1916.
Himininn gleðjist og jörðin fagni. (Sálm. 96, 11).
23.-24. tbl.
»Himininn gleðjist og jörðin íagni, hafið drynji og alt sem
í því er. Foldin fagni og alt sem i henni er, öll trje skógar-
ins kveði fngnaðaróp fyrir Drottni, því að liann kemur, þvi
að liann kenuir til þess að dæma jörðina«. (Sálm. 93,11—13).
»Konungurinn kemur!« hrópa trúir og konunghollir þegnar með fögnuði.
»Konungurinn kemur!« hvísla uppreisnarmenn og ótrúir pegnar með skelf-
ingu, — þegar konungs þeirra er von.--------
Sálmaskóldið hefir ætlast til að allir væri trúir þegnar, og gætu fagnað
komu konungs konunganna, og því finst oss jólablær á þcssum orðum.
Jól og tilhlökkun, jól og fögnuður hafa löngum farið saman meðal krist-
inna manna.
Þegar hann kom forðum — ckki til dóms og aðskilnaðar, lieldur til lijálp-
ræðis og sameiningar, þögðu mennirnir fáfróðir og hlindir, en englarnir
sungu gleðisöngva og stjörnur himinsins lindruðu svo skært, að vitrir menn
lilu forviða lil liæða.
Sendihoðar Droltins koinu ár eftir ár, og smám saman lærðu margir
jarðarbúar jólasöngva þeirra. Kynslóðir komu og kynslóðir liurfu, en jóla-
söngvarnir hurfu ekki í djúp timanna, sem margt annað. »Eilífa lagið« þeirra
endurnýjaðist ár hvert á vörum barnanna og i hjörtum allra trúrra þegna
jólakonungsins, Syndin og sorgin þögguðu niður ótal fagnaðarsöngva, en
jólasöngvarnir voru þeim máttugri, því að englarnir sungu þá svo unaðslega
í hjörtum kristinna barna, að hugur fuliþroskaðra manna hvarf síðar um
jólin frá annríki og áhyggjum til bernskuminninganna, og allar kristnar
þjóðir sögðu, hver á sinni tungu: »Gott er að vera barn á jólunum«. — Sæll
er sá, sem glatar aldrei jólagleði æskunnar«.------
— Þung eru spor syndar og sorgar meðal þjóðanna um þessar r.iundir.
Myrkur grúfir yfir jarðríki. Orvæntingaróp miljóna helsærðra manna kveða
við í myrkrinu. Púsundir þúsunda stynja óttaslegnar: Ilerra! hversu lengi fá
myrkraöflin að æða um meðal þjóðanna? — Birtir eigi brátt? Birtir eigi brátt?
En andi Drottins svífur yfir myrkrinu og englar fara með jólafrið til
hvers einstaklings, scm lítur biðjandi til hæða.---Náttúran lofar skapara
sinn, þótt mennirnir gleymi honum. Stjörnur himinsins blika blítt og benda
hátt, þótt undirdjúpin opnist og þaðan streymi hersveitir liaturs og lasta.
Ægilegt er vald þeirra og þungl er að liorfa á aðfarir þeirra. En sterkari er
sá, sem í hásætinu situr. »Ut úr myrkri, upp til ljóssins sala«, á að vera
heróp jarðardala.-----
»Hann kemurl Hann kemur til dóms — og fjöllin leika á þræöi og hrokinn
breytist í örvænting. Hann kemur með jólafrið—og börnin syngja lofsöngva.
En sæll er hver sem sagt getur af hjarta: »Blessaður sje sá, sem kemur
í nafni Drottins«.
J