Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.12.1916, Blaðsíða 5

Bjarmi - 15.12.1916, Blaðsíða 5
B JARMI 181 inni í skrifstofu sinni. Hann sat í rökkrinu, en eldbjarma lagði um her- bergið frá arninum, og ljeku þeir um mjallhvílt hár lians og skegg, og sýndu greinilega þreytusvipinn á and- liti hans, þar sem hann sat þungt hugsandi og starði á mynd, sem stóð á borðinu fyrir framan hann. Það var mynd af stúlkubarni. Hún var með brúðuna sína í fanginu; svipurinn var hýr og hreinn, augun djarfleg og munnurinn brosandi. Hann lók myndina, gekk með hana að arninum og ljet rauðleitan bjarm- ann skína á hana. Það brá fyrir við- kvæmnissvip í augnaráði hans, og hann strauk hendinni um myndina. Svo stundi liann þungan, og dimm- ur hrygðarsvipur slökti þenna ofur- smáa geisla, sem komist liafði allra snöggvast í sálu lians. Hann setti myndina á borðið og fór að ganga um gólf. Fyrir utan gluggann voru börn að leika sjer. f*au hentu knetti og keptust um að ná lionum. Einar nam staðar við gluggann, og horfði á leik þeirra stundarkorn; hann var þó vanur að leiða öll börn hjá sjer; en nú var honum óskiljanlegur rauna- ljettjr í að horfa á ólætin í þeim. Honum lá við að brosa að því, hvað kappsamlega þau sóttu leikinn; eink- um var telpa ein í hópnum, rjóð og vaskleg, sem vakti athygli hans, og um leið gægðist önnur mynd fram í huga hans. Yiidisleg barnsmynd, með tindrandi augu og blóðrjóðar varir: »Má jeg koma með þjer, pabbi? Má jeg vera hjá þjer, pabbi? Viltu leiða mig, pabbi?« Löngu horfin rödd hvísl- aði í eyra lians — og honum fanst mjúkri, hálfkaldri liönd vera stungið í lófa sinn: »Mjer er kalt, pabbi«. Honum fansl liann sjá óttasleginn svip og társtokkin augu: »Jeg er hrædd, pabbi — kveiktu, það er svo dimt«. — Voru það gamlar endur- minningar, sem voru að vakna með svo miklu afli i huga hans, eða var það þrá hans og söknuður, graíinn og geymdur í hjartadjúpinu, sem brutu nú af sjer fjötrana og stað- næmdust andspænis honum í gerfi þeirrar veru, sem liann hafði unnað mest? Hann skildi ekkert í sjálfum sjer, en hann fann það, að helkuld- inn í hjarta hans eitraði lífið fyrir honum og lokaði gleðina úti. Gleðina! Var hún annað en hismi og lijóm, — liálmstrá, sem ílaut á forarpollum heimsins? Og þó hafði hann sjálfur sjeð gleð- ina, sjeð hana í skærum, bláum barnsaugum, heyrt til hennar í hrein- um, hvellum barnshlátri, — sjeð hana leiftra á björtum brúnum, heyrt hana dilla í hreimfögrum lónum barns- raddarinnar, — hann gat ekki gleymt því, — þótt hann reyndi, — hann hætti aldrei að sakna hennar, — þótt hann reyndi. Og nú fóru jólin að koma. Varð- aði hann nokkuð um jólin? Hann kveið fyrir þeim, kveið fyrir þessum óendanlegu umsvifum, þegar allir áttu annríkt og allir keptust við. Ös í búð- inni frá morgni til kvölds. Einlægar jólagjafir, jólatrje, jólakerti. Var það ekki einlómur lijegómi? Og þó hafði hann einu sinni hlakkað til alls þessa, já, hann hafði haft talsvert fyrir að velja jólagjafir, — en mest hafði hann þó hlakkað til að fá hýra brosið og hlýja kossinn, þegar gjöfin var af- hent eigandanum. En þetla var alt saman draumur, — fagur og ljúfur var liann, en nú fylti hann hjartað hrygðarkendri saknaðarþrá. Jú, jú, það var svo sem auðvitað jólunum að kenna, að þessar endur- minningar skyldu veitast svona að honurn og gjöra hann svo óvenjulega kjarklítinn, — og þó var Ijúft að dvelja við þær, fyrst þær komu ó-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.