Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 15.12.1916, Qupperneq 6

Bjarmi - 15.12.1916, Qupperneq 6
182 B JARMI boðnar, — hver veit nema sviðinn minki á eftir, ef sárið er rækilega rifið upp. — — Hún var svo kát, þegar búið var að kveikja á trjenu! Og hvað hún söng hátt og snjalt. — — Þei, þei, endurminningarnar lialda áfram að hvísla og minna á liorfnar unaðsstundir. — — En hvar er hún nú? Á hún barnsgleðina sína enn þá, finna jólin hana enn þá, eða er hún svift öllu, nema smáninni? Hann hrökk saman. Björg lilla! Það var andvarp saknaðarins. Björglitla! Það var föðurþráin. — Björg litla, sem hafði hallað kollinum að brjósti hans, örugg, með óbifanlegu trausti. Björg litla, sem hafði lesið bænir sinar í fangi hans: »Faðir vor, þú, sem ert á himnum«. — »Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vjer og fyrirgefum vorum skuldunautum«. — »Þetta skil jeg ekki, mamma«, sagði hún einu sinni við móður sína, og móðir henn- ar hafði skýrt það fyrir henni með einföldum orðum. Þau orð komu nú til hans, vöknuðu á ný, og nú fann hann það, að hann var sjálfur tor- næmt barn, sem ekki kunni »Faðir- vorið« enn þá. — — — Fyrirgef oss vorar skuldir. •— Húsbóndinn var að kalla, og Sofi'ía gamla, sem verið hafði ráðskona hjá lionum síðan konan hans dó, kom hlaupandi, sinástíg og móð. »Já, jeg kem, jeg kem«, sagði liún. Það var svo sjaldgæft, að heyra húshóndann kalla á hana fremur glaðlega. »Sofi'ía, hvað eru margir dagar til jóla? »Hamingjan góða! Veit liúsbóndinn það ekki? Það eru nú ekki nema 3 dagar, og þó ekki það, og jeg á eftir að þvo og baka og — —«. »Já, það gjörir nú ekkert lil, — en hafið þjer til ferðafötin mín. Jeg þarf að skreppa að heiman«. Hún spurði hann einskis, en henni varð starsýnt á hann. Það var áreið- anlega annar svipur á andliti hans, en vant var. Ætlaði hann nú loksins að fara að vitja um Björgu dóttur sína? Hún þorði ekki að spyrja hana. En hann tók vingjarnlega í hönd henni, þegar hann kvaddi hana, og var óvenjulega glaður í bragði, eins og þungri byrði liefði verið ljett af lionum. »BIessaður húsbóndinn«, tautaði Sofi'ía gamla, þegar liún horfði á eftir honum út um gluggann. »Jeg vona að það birti nú bráðum yfir heimili lians, — ef hún fær að koma lieim«. — Og andlit gömlu konunnar Ijómaði af gleði. * * ¥ Slormurinn þreif óþyrmilega í hóm- ullarkjólinn og gjörðist all nærgöng- ull við höfuðsjalið. Hún hnýtti því þjettar um höfuð sjer og herti göng- una um forugar göturnar. Hún var að koma frá gólfþvoltum, sem hún hafði starfað að um hríð. Búðareigandinn hafði borgað henni með ríflegra móti, — »svo þjer getið keypt eitthvað til jólanna«, sagði hann. Hann vorkendi henni, það var auðsjeð, þótt hún væri ekki að banna sjer. Hún hirti ekkerl um að láta vor- kenna sjer, — ein og óstudd ætlaði hún að ganga leiðar sinnar, þó erfið væri. Hún skaust inn i búð og keypti sitt af hverju, smávegis til jólanna, og þó var hún eiginlega ekkert að liugsa um jólin, — langhelst liefði hún viljað gleyma þeim ásamt öllu því, er þau minlu liana á liðna daga. Herbergið hennar var þröng og dimm kjallarakompa. Hún kveikti á lampa og hengdi hann á vegginn. Svo fór hún að kveikja upp eldinn.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.