Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.12.1916, Page 12

Bjarmi - 15.12.1916, Page 12
188 BJARMI »yfirnáltúrlega« í þýskum kenslubók- um, er vjer neyðumst tiP) að nola við kensluna í guðfræðisdeild Háskól- ans. Eigi alllítil tortrj'gni kemur þar í ljós gagnvart sumum frásögum n. testam. (bæði um Jesúm sjálfan og postula hans), er jeg hefi sannfærst um fyrir þekking mína á sálarrann- sóknunum, að er ástæðulaus og sprolt- in af því, hve efnishyggjuvísindin hafa náð djúpum tökum jafnvel á guð- fræðingunum«. í einum fyrirlestrinum nefnir höf. ýmislegt, sem nýju guð- fræðinni er talið til gildis, en bætir svo við öllu meiru um ókosti hennar, t. d. þessu: »Samt finst mjer jeg víða hafa orðið þess var, að nýju guð- fræðinni hafi ekki tekist að gjöra trúna eða kristindóminn að öðru eins hjartans máli mannanna og hann áður var mörgum«. . . . »Jeg er sár- liræddur um það, að eigi krislindóm- urinn aflur að ná föstum tökum á hugum almennings, þurfi eitthvað meira til þess en þýska guðfræði«. . . . »Jeg tala út frá reynslu sjálfs mín. Nýja guðfræðin kann að full- nægja höfðinu að ýmsu leyti, en ekki hjarla mínu. t*að segir sig hungri og þyrsti eftir einhverju meiru og æðru«. . . . »Þar (í þýsku guðfræðinni) kenn- ist ekki í lofti klukkuliljóð frá æðri lieimum« (sbr. bls. 64 og 65). Þessi og önnur svipuð ummæli, — sem Bjarmi er alveg samdóma, þrátt fyrir allan antxan ágreining, koma óþægilega við veikustu hliðar nýguð- fræðinga vorra, og verður fróðlegt að sjá, hverju þeir svara þeim. IX. Jólablað fjelagsins »Stjarnan í austri« 1916. Ritstjóri Guöm. Guð- mundsson skáld. 92 bls. Verð 50 a. Undarlegt er mannsbjartað og fá- 1) Leturbreyting vor. — En hver »neyð- ir« hann til þess? tækleg hafa jólin verið þeim áður, ef jólagleði kristinna manna vex við þá trú, sem hjer er á ferð. Er hún um- búðaminst í fyrirlestrinum: Mann- kynsfræðarinn, eftir C. W. Leadbeater, »annan verndara« »Stjörnunnar í austri«, þann sama og rekinn var um liríð úr guðspekisfjelaginu fyrir só- dómistiskar syndir. Þar segir svo (bls. 74 og n. bls.): Hvíta bræðrafjelagið stýrir ger- vallri framþróuninni á linettinum. Það skiftist í ýmsar deildir; eina þeirra mætti nefna trúar- og fræðslu- máladeild. Yfirráðandi hennar er nefndur mannkynsfræðari, þó »ekki altaf sama guðmennið«. Nýr fræðari kemur með hverjum þjóðstofni, alls »7 á hverju tímabili«. Og hver þeirra fæðist eða kemur til jarðar hvað eftir annað. Sá næstsíðasti var Búddha. Hann kom sem Zaraþústra með Persum, Hermes með Egyptum, Orfevs með Grikkjum og síðast Búddha með Ind- verjum. Svo »yfirgaf liann þenna hnöll og valdi sjer annað slarfsvið« — máske »á annari stjörnu«. Þá tók Kristur eða Maitreya við, segja guð- spekingar. Hann sendi meðal annars Confusíus, Lao-tse og - Pyþagóras (með Pyþagórisku-setninguna?) til jarð- rikis. Sjálfur fæddist hann fyrst aust- ur á Indlandi og bar þá nafnið Sliri Krishna. í næsla skifti tók liann sjer bólfestu »öðru hvoru« hjá »lærisveini sínum« Jesú frá Nasaret. Annars á Hvíta bræðrafjelagið lieima, eða að minsta kosti fræðslumála- eða trú- málastjórinn, og Pyþagóras sálugi, upp í Himalayafjöllum, og þangað svífur frú Annie Besant, Leadheater og aðrir merkustu dulspekingar á nóttunni til að fá frekari fræðslu. — Má vera að einhverjir íslendingar sjeu í þeim næturferðum, þótt þess sje ekki gelið!!!

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.