Bjarmi - 01.12.1917, Blaðsíða 8
184
BJARMI
sem höfðu búið í myrkrinu, og hún
gægðist einnig inn í stúrið barnshjarta
Sveins litla: »Frelsarinn er fæddur.
Hann hjálpar þjer«.
Var þessu hvíslað að drengnum?
Svipuð orð þessum læddust í huga
hans og vonarbjarmar lifnuðu í aug-
um hans. Það voru jól. Hann varð
að vera glaður, og þegar þau fóru
að drekka kaffið, var það Sveinn litli,
sem hjelt uppi samræðunum. Mamma
lians leit oft til hans og brosti hýrt,
— jólaenglarnir höfðu ekki sneitt hjá
híbýlunum hennar þrátt fyrir alt.
Hurðinni var lokið upp, og þegar
Sveinn leit við, ætlaði hann ekki að
trúa sínum eigin augum, því í dyr-
unum stóð pabbi lians og sjálfur lög-
reglustjórinn, sem gekk brosieitur inn
í herbergið og bauð »gott kvöld«.
»Og hjer færi jeg þjer ofurlitla jóla-
gjöf«, sagði hann við Svein um leið
og hann leiddi drenginn lil föður síns.
»Pabbi þinn er alkominn heim;
sektin er goldin að fullu«.
Pau störðu öll frá sjer numin á
lögreglustjórann, en enginn kom fyrir
sig orði. Loks gekk Sveinn litli til
lögreglustjórans ög hvíslaði í eyra
hans: »Á jeg ekki að fara í staðinn
hans, þegar jólin eru búin?«
»Nei, nei, góði drengurinn minn«,
sagði lögreglustjórinn og klappaði vin-
gjarnlega á koll drengsins. »Jeg gef
þjer pabba þinn lausan í jólagjöf.
Njótið jólanna í heilögum friði«, hjelt
hann áfram og sneri máli sínu til
hjónanna, sem lijeldust þegjandi í
hendur og horfðu hvort á annað með
tárin í augunum. »IJjer skuldið þessu
barni ást og umhyggju heillar æfi.
Gleymið því eigi, að það var sonar-
fórn, sem leysti yður úr varðhaldinu«.
»Pað er alt þjer að þakka, Sveinn
minn«, sagði faðir hans og þrýsti
drengnum að brjósti sjer.
»Nei, pabbi, það er Guði að þakka«,
sagði Sveinn litli. »Nú eru jólin kom-
in fyrir alvöru, mamma«, sagði hann
og leit brosandi til móður sinnar.
Kærleikur Guðs.
Eftir 1). L. Moody.
(Niðurl.).
»Hvers vegna gjörir hann þá ekki
augljósan kærleika sinn til okkar?«
Dirfisl þú að spyrja svo! Hvernig
ætti hann að auglýsa kærleik sinn
betur en hann liefir gjört? Þú talar
svo af því, að þú hefir ekki enn lagt
það á þig, að lesa biblíuna þína lil
þess að komast að raun um, hve
heitt hann elskar þig. Ef þú tækir
biblíu-orðabók og alhugaðir orðin
»ást«, »elska« og »kærleikur« — live
oft þau koma fyrir í biblíunni, þá
mundir þú komast að raun um, að
hún er í raun og veru öll ein sam-
feld sönnun þess, að Guð elskar þig.
Guð er óaílátanlega að auglýsa þjer
þetta og sannfæra þig um það —
leiða þig og laða lil sín með kær-
leika. Alt mótlæli, sem okkur mætir,
það leggur hann á okkur o/ kœrleika,
til þess að leiða okkur til sín.
Sá, sem ekki trúir þvi, að Guð er
kærleikur, hann er undir áhrifavaldi
hins illa, — blindaður og blektur af
ósannindum hans.
Alt alferli Guðs er einber kærleikur
— alt í frá syndafalli Adams og til
þessarar stundar. Fall Adams dró
kærleik Guðs niður til vor. í sömu
svipan sem fregnin um það barst til
himna, kom Guð niður til Adams
með sinn kærleika. Röddin, sem
heyrðist í Edens-garðinum, það var
rödd kærleikans, sem var að leita
hins fallna manns: »Adam, hvar erl
þú?« Og um allar aldir síðart liefir
þessi rödd kærleikans ómað gegnum
tima og rúm niður til vor. Af kær-