Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1917, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.12.1917, Blaðsíða 5
B J A R M I 181 mín«, sagði hann og hjelt áfram að skrifa. Stúlkan kom að vörmu spori inn aftur. »Hann vill óvægur tala við yður sjálfan«. »Láttu hann þá koma«. Hurðinni var ýlt hægt upp, og Sveinn litli læddist á tánum inn fyrir dyrnar. Hann horfði feiminn í kringum sig. Undur var fallegt í þessu herbergi! Og hlýindin og birtan! Lögreglustjórinn sat lijá skritborð- inu sinu og gaf honum engan gaum, og Sveinn þorði varla að hreyfa sig. Loksins fór hann að hósta; þá leit lögreglustjórinn við. »Er það reikningur, eða livað?« sagði hann. Þögn. »Hvað er það þá, drengur minn?« »Drengur minn« sagt með þýðri rödd hafði þau áhrif, að Sveinn herti upp hugann. »Jeg þarf að tala við yður«, sagði hann. »Jæja, og livað er það?« sagði lög- reglustjórinn og virti Svein fyir sjer. »þjer þekkið mig víst ekki, en það gjörir ekkert, — en — en hann pabbi minn er í fangelsi. Og — og jólin eru á morgun«. »Ertu sonur hans Jóns frá Brennu?« »Já, — og við getum ekki hugsað til þess að hann pabbi þurfi að sitja þarna um jólin, — og svo datt mjer í hug, hvort þjer gætuð ekki leyft honum heim um jólin«. — »Jæja, lagsmaður, svo þetta var erindið. En veistu þá af hverju hann pabbi þinn fór i varðhald?« »Já, sagði Sveinn svo lágt, að varla heyrðist. »þá veislu það sjálfsagt líka að hann verður að bæta úr gjörðum sínum, á þennan hátt. Þú litur út fyrir að vera skynsamur drengur, og þá skilurðu það, að þegar maður brýtur lögin og rjettvísin dæmir mál mannsins, þá er maðurinn skyldug- ur til að hlýða dóminum. Ef pabbi þinn væri efnaður, þá gæti hann losn- að strax í dag, með því að borga peninga, en nú er hann það ekki, eins og þú veist, svo hjer er ekkert undanfæri«. Drengurinn horfði alvörugefinn í bragði á lögreglusljórann. »Já, jeg veit það«, sagði hann. »En jeg ætlaði líka að spyrja yður um annað. Má jeg ekki hafa skifti við hann pabba? Jeg get ekki unnið fyr- ir heimilinu, og við förum að verða bjargarlítil heima, ef pabbi missir vinnu lengi, — jeg gæti verið helm- ingi lengur en hann, eí með þarf«. Hann beið svars, en lögreglustjórinn horfði forviða á hann. »Veistu hvað þú ert að biðja um, vinur minn?« spurði bann loksins. »Þú vilt fara i fangelsi, silja þar al- einn dag og nótt, fá ekkert annað en vatn og brauð að borða. Ertu ekkert myrkfælinn?« »Ójú — ónei, — jeg reyni að lierða upp hugann, — og svo veit jeg að Guð verður hjá mjer, og — og þá fá þau heima brauð, — jeg skal fara strax þegar jólin eru búin, — bara ef — ef hann pabbi þarf ekki að fara aftur«. Drengurinn mændi tár- votum augum á lögreglustjórann, sem gekk hröðum skrefum fram og aftur um gólfið. »Veit mamma þín um þetta?« spurði lögreglustjórinn og nam staðar frammi fyrir Sveini. »Nei, jeg ætla ekki að segja henni það, svo hún geli verið kát á jólun- um, og það verður hún áreiðanlega ef pabbi fær að koinast úr fangelsinu«. »Við skulum hugsa um þelta, dreng- ur minn«. sagði lögreglustjórinn vin- gjarnlega, þegar hann kvaddi Svein lilla i skrifstofudyrunum og stakk 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.