Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1918, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.01.1918, Blaðsíða 8
6 BJARMI Ijósberi þjóðarinnar og vísa öllum börnum þjóðar vorrar veg trúar og sáluhjálpar í Jesú nafni. Fj'rir hönd kirkjufjelagsins. Björn B. Jónsson, /orseii. Winnipeg, 31. okt. 1917. (»Sameiningin«). Um kristnihald eftir 1850. [Bjarmi lieílr mælst til aö fá að ilytja endurminn- ingar skilrikra og minnugra manna um kristniliald seinni liluta siöustu aldar. IJefir blaðið þegar feng- iö tvær greinar frá sira Gultormi Vigíússyni i Stöð i Stöövaríiröi um þaö efni, og býst við aö fleiri vilji taka til máls. Slikar minningar eru bæöi fróð- legar og íliugunarvcröar]. I. Þjer talið um að jeg vildi senda yður endurminningar frá æskuárum mínum um kristnihaldið. Endurminningar á jeg talsverðar, alt frá 1850 að minsta kosti og þangaö til jeg fór í skóla, en þær ná aðeins til fárra safnaða í Fljótsdal, Fell- um og á Völlum. Kirkjuræknin margfalt meiri en nú, á hverjum færum helgum degi messað; voru það viss heimili, scm aldrei ljetu sig vanta, þau lielst, sem voru nálægt kirkjustaðnum, ella hefði án efa sjaldnar verið prjedikað. Undantekningar- lítið voru allir fermdir einu sinni til alt- aris á ári, frá nokkrum heimilum tvisvar, haust og vor. Ytri trúrækni var áreiðan- lega meiri en nú, en siðferði manna yfir- leitt miklu verra. Ofdrykkjan og dýrkun Bakkusar spilti ávöxtum trúarinnar. Fólkið var þá yfirleitt margfalt óupp- lýstara en nú i öllum fræðigreinum, nema barnalærdóminum og sjálfri biblíunni, sem margir lásu rækilega, og var slikur lestur skoðaður sem sáluhjálparatriði út af fyrir sig, líkt og tíðar kirkjugöngur og altarisgöngur. »Synd og náð« hvorutveggja viðurkent, og svo syndguðu menn »i lcrafti upp á náðina« með drykkjuskap og laus- læti. Sem sagt; ofdrykkjunni var þá um ílest ilt að kenna. Útreiðar og slark á helgum dögum, eilíft ráp út og inn undir sjálfri guðsþjónustunni, einkum karl- mannanna til að wsnapsa sig« undir kirkju- veggnum, ennfremur illur munnsöfnuður, blót og formælingar, deilur og ryskingar og klám. Margir voru kallaðir, »fáir útvaldir«, já aðeins sárfáir. Sem betur fór voru til ein- stöku menn, sem sköruð fram úr í trú og síðgæðum og voru yfir höfuð ágætis- menn; en þeirra gætti alt of lítið innan um fjöldann. Ræður prestanna voru mest þur trúar- mælgi, sem hin óupplýsta alþýða að visu virti nokkurs, en skildi lítið í. Barnaupp- fræðing prestanna skildist mjer ganga meira út á það að vekja trúartilfinning- ar, en glæða skilninginn. Oskaplegt tára- flóð hjá börnunum undir fermingunnij en þau tár þornuðu fljótt. Eins var víð altarisgönguna, þá þótti jafnvel eiga við að menn sæjust gráta. Þá var og flestra siður að neyta lítils matar á undan altar- isgöngum. Bænrækni var miklu meiri þá en nú, en aðeins utan að lærðar bænir, sem menn þuldu. Flestir voru þá lesandi eins og nú, en lestrarlagið hjá ílestum hefði hneyxlað nú á tímum; allsliáttar tilgjörð, seimur og tafs, einkum þegar Guðs orð var lesið. Aftur var miklu áheyrilegra, er menn lásu sögur eða einhvern veraldleg- an fróðleik. Jeg tek það upp aftur: Drykkjuskap- urinn og þar næst fáfræðin og svo ilt eftirdæmi hinna eldri spiltu mjög góð- um ávöxtum af liinum tíðu kirkjuferð- um og altarisgöngum. Lestur auk barna- lærdóms var hið eina sem kent var. Landafræöi, náttúrusaga, mannkynssaga vissi almenningur varla hvað var. Auð- vitað voru lijer fáeinar heiðarlegar und- antekningar. Jeg gæti sagt margfalt meira um þetta efni. En þessi uppryfjun er mjer að sumu leyti ógeðfeld; gallarnir voru vissulega margir á kirkju- og trúarlífi gamla fólks- ins. Tímarnir og aldarhátturinn þá og nú á öllum sviðum lífsins, það er alt svo ólíkt, að mjer virðist næsta erfitt, ef ekki ómögulegt, að gjöra þar á nokkurn sam- anburð svo í lagi sje. Pað er orðin lirein gjörbreyting á skoð- unum manna og háttum, kenningum o. s. frv., frá því sem áður var. Að menn neiti nú sannleika liins opinberaða orðs, er ekki svo alment. Flestir kannast við að menn hafi þar leyndardóm fyrir sjer og ganga því ekki í beint berhögg við trú- arbrögðin, en efinn á því, hvað sje sann- leikur (innri efablendnin) er því meiri. Sitt kennir hver, og tala vel fyrir máii

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.