Bjarmi - 01.01.1918, Blaðsíða 9
B JARMI
7
sínu, og svo veit fólkið ekki, liverju á að
trúa. Betta var gamla fólkið, kynslóðin
sem lifði í ungdæmi mínu, laustvið; þar
átti engin efablendni sjer stað; hitt mátti
heldur segja, að trúin væri dauð, dauð
án verkanna, köld játning með vörunum,
sem oft varð að beinni hræsni og skin-
lielgi.
Nýja guðfræðin, livað sem um hana
er að segja að öðru leyti, hefir áreiðan-
lega ruglað trúarmeðvitund almennings
og sannleiks sannfæringu; þarf sjálfsagt
langt að bíða eftir fastri niðurstöðu eða
óbifanlegri fótfestu um það, liver liafi
rjettast að mæla eða livað sje sannleikur.
Athvarf fiestra, þegar á hólminn kemur,
þykist jeg þó sannfærður um, að sje hið
eilífa hellubjarg, Jesús Kristur, og lengi
mega þeir vera að, þangað til þeim tekst
að slíta alt samband sálnanna á timum
neyðar og þrengingar við mannkynsfrels-
arann, og það er min von, að lengi muni
lifa í kolunum trúarsæðið, sem bestu
sálmaskáldin okkar hafa sáð i hjörtun.
Unglingurinn lærir nú yfirleitt miklu Heiri
sálma en áður átti sjer stað, og »Qvo est
imbuta recens servabit odorem testa diu«l.)
Guttonmir Vigfússön.
Raddir almennings.
---- ----ii'-.-:—
I.
Ur brjefi 28/«)- f*-á trúræknum bónda:
Ekki get jeg að því gert. að mjer kem-
ur ávalt i hug er jeg minnist guðspek-
innar og andatrúarinnar orð Jesú lijá
Matt. 24, 26. — Reir munu fullyrða að í
þeirra lærdómum sje eins gott og betra
hjálpræði en í Jesú Ivristi. Mjer finst og
að orðin um »eyðimörku« eigi býsna vel
heima um Thibet og Himalaya; þaðan á
»Theosofian« trúi jeg að stafa, og sumir
vænta þaðan ógn mikils fræðara og frels-
ara (þótt ekki sje í kristilegum skihiingi).
Um launkofa Spiritista þarf ekki að
tala, þá kannast allir við að nafni. Jafn-
vel heyrist nú að Spiritistar sjeu farnir
1) wSmekkurinn sú sem kemst i ker
keiminn lengi eftir ber«.
að lækna meinsemdir manna, og mun
það ekki þykja slök meðmæli með þeirri
»Religion«. En eitthvað verður það að
vera meir en minna villandi sem jafnvel
útvaldir, ef unt væri, ljeti villast af. Dýrið
af jörðunni — falsspám. — hefir líka tvö
lambshorn. Peir eru lika til sem halda
hæst á lofti umburðarlyndinu og kær-
leikanum, hvað sem nú yrði, ef þeir yrðu
í meiri hluta.
Hjegómagirnd og forvitni lield jeg sje
lielsta orsök þess að menn aðhyllasl þessi
dularfullu efni, en ekki sönn trúarþörf
nema þá hjá einstaka manni, en sem þá
vantar djúpa synda-meðvitund«.
II.
Hann hafði nýlega snúið sjer til Drott-
ins, þegar við kvöddumst í vor, og var
gagntekinn af gleði yfir ástgjöfum Drott-
ins. Bjóst liann við, eins og títt er um
nýafturhorfna menn, að allflestir m. k.
sinir vinir og kunningjar hlytu að opna
lijarta sitt fyrir Kristi jafnskjótt og þeim
væri sagt frá afturhvarfi og afleiðingum
þess, og mundu lusir viija kynna sjer
þau efni sem best. — En reynslan hefir
orðið önnur.
Nú skrifar hann (3. nóv.) meðal ann-
ars:
»í vor, þegar jeg var þarna syðra hjá
ykkur, þá gerði jeg mjer góðar vonir og
háar hugmyndir um það, að jeg gæti
gert svolítið til eflingar guðsríkis, sem
það að útbreiða hans heilaga orð á með-
al kunningja minna og fjelaga, en raunin
bar þess vitni, að jeg er ekki þeim starfa
vaxinn, þar sem árangurinn af iðju minni
hefir ekki orðið annar en sá, er jeg
nefndi; en það er samt ekki fyrir það að
jeg hafi ekki reynt að starfa, heldur er
það af því, að Satan hefir náð tangar-
haldi á svo mörgum, hann hefir lokað
augum og eyrum þeirra fyrir öllu því
sem er gott og fagurt og Guði þóknanTegt
og elur þá upp i því sem er gagnstætt
Guðs vilja. —
Já, hið andlega líf manna er mjög
bágborið hjer um slóðir. — Margir eru
andlega sofandi og hugsa elcki um annað
en munn og maga, segja alla velferð og
líðan manna byggjast á þvi, að raka sam-
an nógum auð, og njóta lífsins á meðan
hægt sje; og enn eru aðrir sem elcki trúa
á neitt líf eftir dauðann og afneita biblí-
unni og Kristi. — Svo úir lijer og grúir