Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1918, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.01.1918, Blaðsíða 5
BJARMI 3 »Hvað þetta dæmi er þungt! Ó pabbi minn, vilt þú ei hjálpa mjer við reikninginn?« Og þannig kem jeg, góði Guð til þín, því gátur lífsins þungar reynast mjer, og eríið líka eru dæmin mín og ónóg svörin — styrk jeg bið frá þjer. Sem barn jeg »spjaldið« fæ þjer, faðir minn, í fullu trausti að lagir reikninginn. Sig. Jál. Jóhannesson ísl. (»Lögberg«). Hirðisbrjef biskupsins. Efnisríkt hirðisbrjef frá nýjum biskup er kirkjulegur viðburður sem Bjarmi telur sjer skylt að minnast rækilega á, livað sem öllum stefnu- mun líður, og vill ekki gjöra athuga- semdir við fyr en lesendurnir hafa kynt sjer aðalinnihald þess eftir föng- um. Sjálft er brjefið 2 arkir þjettprent- aðar og því oflangt til þess að Bjarmi geti flutt það alt en aðalatriði þess skulu hjer rakin, og sum meginatriði tekin orðrjett, jafnt þau sem Bjarmi er sammála biskup og hin sem hann er honum ósammála um. í innganginum minnir biskup prest- ana á að þeir sjeu þjónustumenn Guðs og samverkamenn hvor annars og samverkamenn Guðs, og bendir svo á að horfurnar sjeu alvarlegar bæði í tímanlegum efnum, vegna ó- friðarins, og í andlegum efnum. »Viðrjetting liins kirkjulega lífs með þjóð vorri hefir nú rúma tvo áratugi verið mitt Ijúfasta áhugamál sem mest alt starf mitt hefir lotið að, og fyrir þetta sama áhugamál vildi jeg feginn lifa það sem er ólifað æfi minnar, hvort sem það verður langt eða skamt«, segir biskup (bls. 7). Þar til telur liann starf sitt að því að ryðja nýguðfræðinni braut með þjóðinni, og tekur svo mjög ótvírætt fram að liann sje sami nýguðfræð- ingurinn eins og að undanförnu. Von- ar þó að það þurfi ekki að spilla samvinnu við prestana, því að hið mikla meginatriði fyrir sjer liafi aldrei verið guðfræðilegar skoðanir, heldur afstaða hjartans til Guðs í Jesú Kristi. »Þar sem hjarta-afstaðan er hin rjetta, þar getur á sama staðið hvort guðfræðin er gömul eða ný. Þar verða hinar guðfræðilegu skoðanir aukaatriði. Því að hið mikla trúar- andlag er hvorki gömul nje ný guð- fræði, heldur Guð í Drottni vorum Jesú Iíristi. Trúin er aðalatriðið; guð- fræðin aukaatriði. Lífið í Guðs syni' er aðalatriðið; útlistanir mannanna á persónu lians og starfi aukaatriði. »Dauður« nýguðfræðingur ermjer jafn- ógeðfeld stærð og »dauður« gamal- guðfræðingur« (bls. 9). Prestar, sem fylgja gömlu guð- fræðisstefnunni eiga að halda henni hiklaust áfram, sjeu þeir sannfærðir um að hún hafi orðið trúarlífi sjálfra þeirra til blessunar og engin hindrun verið þeim við starfið i söfnuðunum. En haíi þeim ekki tekist að vinna áheyrn safnaðanna, telur biskup skylt að þeir alhugi hvort það stendur ekki í einhverju sambandi við það snið kenningarinnar og rökstuðningu trúarstaðreyndanna sem þeir hafi tamið sjer. Og því'meiri ástæða sje til slíkra sjálfsprófana sem »eitt af mestu meinum kirkjulffsins hjer hjá oss á nálægum tíma er það, hve söfnuðir víða um land afrækja kirkj- • urnar« (bls. 10). Telur hann svo þrjú atriði sem öðru fremur þurfi að vinna að til að koma í veg fyrir ókirkjurækni safn- aðanna.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.