Bjarmi - 15.01.1918, Síða 4
12
B J ARMI
orðið þeim — hvað skal þá segja?
Er oss svo sem kristnum mönnum
og þjónum Guðs orðs ekki skylt að
gleðjast yfir því, ef menn, er áður
voru fjarlægir, taka að færast nær
Guðs ríki fyrir áhrif úr þessari átt,
taka að þokast inn í trúarinnar heim,
þar sem vjer vilum alla von lil þess,
að manns sonurinn, Jesús Iíristur,
verði fyr eða síðar á vegi þeirra i
óviðjafnanlegum yndisleik sínum og
geti orðið þeim vegurinn til Guðs —
til föðursins?«
Niðurlagsorð að brjeíinu eru þessi:
»Jeg kveð yður þá að þessu sinni
með þeirri bæn til Guðs, að hann
geíi oss öllum, yður og mjer, náð til
þess að hjálpa hvor öðrum til þess
að efla og útbreiða hans eilífa ríki á
ættjörð vorri hans nafni til dýrðar,
en þjóð vorri til blessunar, jafnframt
því sem vjer látum það vera vort
helgasta áhugamál sjálfir dagsdaglega
»að vaxa í öllu upp til hans, sem er
höíuðið — Kristur« (Ef. 4, 15) —
og lýk svo máli mínu, óskandi yður
öllum á þessum miklu alvörutímum
»fagnaðar og friðar í trúnni, svo að
þjer sjeuð auðugir að voninni í krafti
heilags anda« (Róm. 15,- 13)«.
Vinakveðju.r.
Bjarmi óskar öllum kaupendum
sinum og lesendum gæfu og blessun-
ar frá Drottni á þessu nýbyrjaða ári.
Þakkar blaðið fjölmörgum ásluifend-
nm sínum skilvísi og lilýleg ummæli
á lickiu ári, og óskar alla nýju áskrif-
endurnar velkomna í hópinn.
Með Guðs hjálp og góðra manna,
vonar blaðið að vinsældir þess fari
vaxandi og þeiin fjölgandi sem ólil-
kvaddir reyna að útbreiða það.
Mörg þakkar- og vinátlubrjef liafa
blaðinu borist á liðnu ári, bæði frá
prestum og leikmönnum; 18 prestar
hafa sent því dýrtíðaruppbót og marg-
ir fleiri skrifað, »að Bjarmi yrði um
fram alt að lialda áfram«. Og þótt
fáir þeirra hafi sent nöfn nýrra kaup-
enda, er sennilegt að margir prestar
liafi vakið eftirtekt á blaðinu í söfn-
uðum sínum, og þaðan stafi kaup-
endafjölgunin meðal annars.
Frá leikmanna hálfu er stuðning-
urinn engu minni. Að visu kvarta
áhugamennirnir flestir yfir kæruleysi
almennings um trúmál, og fullyrða
að ekkert mark sje takandi á þvi,
þótt menn fjölmenni til að lilusta á
ferðaprjedikara, sem hefir einhverjar
nýungar á boðstólum, það sje af ein-
tómri forvitni og nýungagirni. Þær
systur sjeu t. d. aðal orsök þess hvað
fjöldi fólks hafi verið fúst að lieyra
og lesa um andalrú og guðspeki síð-
ustu árin. Áhrifin sjeu oftast engin,
og stundum verri en engin, því að
margir þykjast þar fá enn meiri á-
stæður en áður til kæruleysisfullyrð-
inganna: »Það er ekki til neins að
vera að gruíla út í þessi trúmál, tóm-
ar andstæðar kreddur og fjarstæður
hjá þeim, sem mest um þau fullyrða
og ábyrgðarmiust að skifta sjer ekk-
ert af öllu saman«. — —
En þvi meira ánægjuefni er að
iðulega koma brjef frá nýjum vinum
blaðsins, fólki sem livorki deyfðin
nje »nýju raddirnar« hafa liertekið.
Með jólapóstinum skrifar t. d. kona
á Vesturlandi um leið og liún sendir
3 nýja áskrifendur, þóll liún sje ný-
farin að kaupa blaðið: »Jeg óska
Bjarma af öllu lijarta gleðilegs nýárs
og góðrar framtíðar. — Já, Guð gefi
að hann verði sem allra ílestum til
trúarstyrkingar, þess gjörist fullkom-
in þörf nú, því að margir falsspá-
menn koma fram og afvegaleiðir
marga«.
/