Bjarmi - 15.01.1918, Síða 5
B JARMI
13
Verslunarmaður skrifar 27« f- á.:
»Mjer fellur blaðið vel og er yður
þakklátur fyrir útgáfu þess, og mundi
mjer sárt þykja ef blaðið yrði að hætta
göngu sinni, þótt jeg því miður geti
lítið stutt tilveru þess«.
Ungur bóndi sem fjekk blaðið til
sýnis, skrifar 7/12 f. á.: »Jeg hefi
ekkert farið síðan jeg fjekk Bjarma
og því ekki liaft gott tækifæri til að
tala við menn, (sendi því samt strax
2 nýja áskrifendur.) Annars eru menn
fremur áhugalitlir fyrir því að lesa
bækur og blöð kristilegs efnis. Jeg
fyrir milt leyti hefi haft mikla ánægju
af blaðinu, því að jeg hygg að sá
andi, sem það stefnir í, ætti að kom-
ast inn að bjarta íslensku þjóðarinn-
ar. JÞá mun hún verða hraust, reglu-
söm og sjálfstæð þjóð. —
Jeg minnst ætíð samfunda okkar
með ljúfum hugsunum, það er fagurt
að hitta menn sém hafa áhuga fyrir
útbreiðslu kristindómsins. Jeg vilda
að allir íslendingar liefðu áhuga fyrir
því máli, þá mundi ísland eiga bjarta
framtið. »Þá munu bætast harmasár
þess horfna, hugsjóriir rætast, þá mun
aflur morgna«.
Jeg er ekki í vafa um það, að blað
yðar er og verður til blessunar þeim
er les það«.
Þar sem slíkum kveðjum fer fjölg-
andi, ber hvorki að óttast kæruleysi
nje dýrLíð.
En til þess ætlumst vjer að liver ein-
asti kaupandi sem telur blaði gagnlegt
kirkju og kristindómi vor á meðal reyni
að útvega því nýja áskrifendur og les-
endur, ekki í gustukaskyni við blaðið,
heldur til þess að gefa því fleiri tæki-
færi til þess að vinna gegn kæruleysinu
og trúarskortinum meðal almennings.
Ef trúmenn reynast trúir, þá eru
framtíðarhorfurnar jafn bjartar og
fyrirheili Drottins.
liilstjóri Bjarma.
'r ' .............= ^
Raddir almennings.
----------—........—4
Nýárskveðja.
Jeg var að liugsa um íslensku kirkjuna
núna með morgunsári nýja ársins og
leita fyrir mjer um fagrar framtíðarvonir
lienni til handa á þessu nýbyrjaða ári.
Jeg tók þá hirðisbrjef liins nýja biskups
vors og fór að leita þar að einhverju,
sem jeg gæti bygt á mínar góðu vonir.
Og síst er fyrir það að synja, að þar
fann jeg ýmsar bendingar, nýjar og gaml-
ar, sem að góðu haldi gætu komið, ef
Guð væri liafður með í verkinu, því að
án hans megnar enginn neitt að gjöra
kristni Guðs til eflingar. Mannleg ráð eru
að öðrum kosti ekki annað en nýjar bæt-
ur á gamalt fat.
E11 þegar biskupinn' fór að lýsa'afstöðu
sinni til gaðspekinnar og andatrúarinnar,
þá þótti mjer hann livorki heill nje hálf-
ur, og þá skildu leiðir með okkur. Sú
liugsun stríðir sem sje á liann, að svo
kunni, ef til vil), að fara, að andatrúin —
og því þá ekki guðspekin líka? — leiði
einhvern vantrúarmanninn eða veraldar-
barnið til sáluhjálplegrar trúar eða sannr-
ar kristni. En auðsjeð er, að biskupinn
veit eigi sjálfur nein dæmi til þess, að
þessum nýju leiguliðum kirkjunnar hati
tekist að gera nokkurn mann sannkrist-
ins. Hann spyr að eins hvað eigi ?ð
segja, ef það kæmi fyrir.
Biskupinn veit, að fyrir utan kirkjuna
standa margir, sem henni hefir enn eigi
tekist að ná til, og er því ekki fjarlægur
því að vona, að andatrúin með öllum
sínum lijegómlegu tilraunum og villu-
kenningum kunni að geta bjargað þeim.
En jeg spyr: Ef það er ekki vonlaust, að
andatrúarfarganið geti leitt menn til sálu-
hjálplegs afturhvarfs án Krisls, hversu
miklu fremur ætti þá ekki kirkjan að
geta það mcð Kristi, með því að rækja í
nafni Krists þá sjálfsögðu skyldu að leita
uppi hina týndu og frelsa þá?
En er kirkjan trú þeirri skyldu sinni?
Jeg efast um það. Hana vantar kraftinn:
kœrlcika Krisls.
Ilvað mælti segja um þá móður, sem
ætti fjölda barna, sum liraust en sum
heilsuveit, og fengi góða lækna handa
I hinum hraustu, en legði vanheilu börnin