Bjarmi - 01.04.1918, Qupperneq 1
BJARMI
E KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ =
XII. árg. Reykjavík, 1. apríl 1918, 7. tbl.
Jcsús sagdi: »Jeg e /• upprisan og li/ið, hvev sem Irúir á mig mun iija þóll hann degiv.
Á skírdagskvöld.
»Hjartanlega hefir inig lang-
að til að neyta þessarar páska-
máltíðar mcð yður«.
Ef jeg hefði fengið að vera með
þjer á skírdagskvöld, Drottinn Jesús
Kristur, og hlusta á ræðu þína og
neyta með þjer kvöldmáltíðarinnar,
hefði það orðið mjer ógleymanleg
blessunarstund. — Svo hugsa jeg
stundum.
Jeg hefi tekið eflir því, að skiln-
aðarræðan þín flytur enn i dag liugg-
un og þrek mörgum sjúkling og sorg-
bitnum manni, jafnvel þótt jeg eða
einhver annar með óhreinar varir
lesi þeim liana. Og því hefir það
hlotið að vera dýrðlegt, að heyra
sjálfan þig segja: »Hjarta yðar skelf-
ist ekki nje hræðist«, og margt og
margt annað í.þeirri ræðu. Drotlinn
minn og Guð, láttu anda þinn minna
sál mína á þau orð á hverri rauna-
stund, og hvísla þeim um fram alt
að mjer hinsta kvöldið mitt á þess-
ari jörðu. —
En kvöldmáltíðin hefði orðið próf-
steinn fyrir traust mitt á þjer. »Þetta
er líkami minn«, »þetta er blóð mitt«.
Að heyra þig tala þau orð og sjá þig
sitja sjálfan við borðið, það hefði
verið skilningi mínum ofvaxið, og
jeg veit ekki hvað jeg hefði hugsað.
En jeg veil hvað jeg hugsa nú um
þau orð.
Jeg minnist annara orða þinna:
»Sæll er sá, sem ekki hneykslast á
mjer«, og segi við þig:
»Jeg skil ekki hvernig sambandi
þínu við brauðið og vinið í kvöld-
máltíðinni er varið, og lield að mann-
leg orð fái ekki skýrt það til hlítar,
af því að þú, sem ert ofar mannleg-
um skilgreinum, átt þar hlut að máli.
En hitt veit jeg, að þú bauðst oss að
neyla þeirrar máltíðar til minningar
um þig, og liafðir svo slerk orð um
brauðið og vínið, að hún hlýtur að
vera mikið meira en eintóm minn-
ingarmállíð. — Ljóst er mjer og, að
ekki veitir mjer af að styrkja sam-
band mitt við þig, með þvi að hag-
nýla mjer náðarmeðulin, sem þú hefir
bent oss á. En fyrirgefðu mjer, hvað
oft jeg hefi vanrækt að koma að
borði þinu og hvað lítið jeg hefi
þakkað þjer fyrir öll þau skifti, sem
jeg hefi hlotið blessun við kvöldmál-
tíðina. —
Sárt er um það að hugsa, hvað
náðarborðið þitt er vanrækl vor á
meðal. Láltu það breytast, líknsami
Drottinn. Jeg bið ekki um að fólkið
komi þangað af tómum görnlum vana.
Jeg bið um trúarvakningu, sem leiti
sjer styrks og næringar við kvöld-
máltíðarborðið. Láttu anda þinn
minna trúaða fólkið í hverjum söfn-
uði á að gjöra samtök uin »að fara
til altaris« minsta kosti 5 til 8 sinn-
um á ári, svo þeim vaxi þrek til
vitnisburðar og barátlu gegn allri synd.