Bjarmi - 01.04.1918, Page 2
50
BJARMI
Ó, ver þú oss, vor herra, hjá,
að hverfi myrkrið sálum frá.
í hjörtun lýsi ljós þitt inn,
þú ljósið heims, — með unað sinn.
r
A föstudaginn langa.
»Rú, minn Drottinn, þyrnum krýndi,
þann er heiður veröld sýndi.
Krans jeg vil um kross þinn festa.
Kenn þú mjer að gjöra þetta,
Drottinn minn, til dýrðar þjer«.
Ivrans jeg vii um kross þinn festa,
Drottinn ininn og frelsari. En hvaðan
fæ jeg efnið í þann krans, sem verða
má þjer til dýrðar? Af þyrnum er
jeg nógu ríkur, hvössum þyrnum,
svörtum syndum. Ekki langar mig
til að bæta þeim við þjáningar þínar,
og veit þó engin önnur ráð, en koma
með þær til þín. En syndir mínar
eru ekki efni i þann krans, sem jeg
vildi geta fært þjer.
Mjer er slundum sem jeg lieyri
frá Golgata:
»Jeg ljet mitt lil' fyrir þig,
mitt lífsins hlóð út rann;
frá kvíða og kvalastig
jeg keypti syndarann.
Jeg ljet, jeg Ijet mitt líf fyrir þig.
Hvað leiðstu fyrir mig?«
— Og jeg hefi eiginlega ekkerl liðið
fyrir þig, krossfesli Jesús Kristur. En
ólal margar blessunargjalir hefir þú
gefið mjer og varðveitl mig frá þján-
ingum oftar en jeg sjálfur veit. Sorg
og eríiðleikar liafa stundum heimsótt
mig, en það var fremur ótrúmenska
mín en trúmenska við þig, sem opn-
aði þeim dyrnar. Og hafi það komið
fyrir, að heimurinn liafi varpað að
mjer steinum, af því að honum þótti
jeg tala ofmikið um þig, þá var það
eins og þú bærir fyrir mig traustan
skjöld, svo að þeir skyldu ekki geta
sært mig. Hefði jeg verið þjer líkari
að lunderni, átt meira af meðaumk-
un með blinda fólkinu, sem hæddi
sjálfan þig og varpaði steinum að
lærisveinum þínum, þá hefði jeg reynt
að fá þaðan blóm í krans um kross-
inn þinn. En þú veist hvað jeg er fá-
tækur í þeim efnum, og því diríist
jeg ekki að minnast á það við þig,
sem þekkir betur hjarta mitt en jeg
sjálfur.
Jeg sje þig í anda með útbreiddan
faðminn gagnvart mannkyninu, gagn-
vart syndugu mannkyni, sem rak
nagla gegnum hendur þínar og fætur.
Mjer heyrist þú segja:
)>Retta gjörði jeg fyrir þig.
Hvað gjörir þú fyrir mig?«
En það er sama og ekkert, sem jeg
heli gert. Mig heíir langað til að
benda á krossinn þinn, benda á sjálf-
an þig svo greinilega, að margir sann-
færðust um og fengju að reyna, að
það er Iif, að líla þig krossfestan, að
Iækning streymir frá benjum þínum,
friður og sálarró frá baráttu þinni,
björtuslu kærleiksgeislar Guðs frá
svartasla verki mannkynsins. Og það
veistu, Drottinn, að stundum hefi jeg
í fullri alvöru tekið undir versið:
»Hve indælt væri’ að aftni,
ef inna mæltum vjer:
Sjá, herra, lijer er sauður,
sem hraktist langt frá þjer.
Vjer fundum hann á hjarni,
við hungur, frost og nauð.
Vjer tókum hann á herðar
og hirtum týndan sauð«.
En hitt veistu enn betur en jeg, hvað
miklu minna hefir orðið ágengt en
orðið hefði, ef jeg hefði treyst þjer
betur og sótt slöðugt til þín kærleika
og verklægni. Nei, jeg diríist ekki að
ætla, að þaðan geti jeg komið með
blóm handa þjer, Drottinn minn, þótt
jeg feginn vildi.
Blóm úr iðrunartárum? — O, þau