Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.04.1918, Page 6

Bjarmi - 01.04.1918, Page 6
54 B J ARMI dögum, nema á sárfáum heimilum, helst um föstutímann; víða ekki einu sinni lesnir á stórhátíðum. Húsvitjanirnar ekki nærri pví eins rækilegar og áður, sum- staðar með höppum og glöppum, t. d. um leið og hörn eru skírð, án pess að söfn- uðirnir kvarti nokkuð yfir, auðvitað af pví, að alt slíkt er hætt að vera áhuga- mál safnaða. Barnauppfræðingin og barna- spurningar nær frá prestsins liálfu mest til fáeinna daga veturinn áður en fermt er, og síðan ekki við söguna meir. Lands- iögin hafa lagt mestan hlutann af krist- indómsuppfræðingu barna í hendur safn- aðanna og harnaskólanna, án þess að nokkurs samhands eða samræmis sje gætt i þeirri tvískiftu uppfræðingu, prests- ins og skólanna. í slað þess að hafa eitt lærdómskver löggilt fyrir alt land, eru nú þrjú eða fjögur á boðangi, og má nærri geta, livað það tefur hina stultu harnauppfræðingu og gjörir hana eríiðari fyrir kennendurna, en margfalt gagns minni fyrir börnin, þegar kverið er ekki hið sama, sem börnin mæla með til spurn- inganna; sum með Helga-kver, önnur með Klaveness-kver, þriðja með Ljóðakverið, fjórða með barnabiblíuna. Alt er það leyíilegt þar ofan að, og foreldrarnir kaupa þau kverin, sem næst hendi eru, eða eru ódýrust og þykja auðveldust, handa börnum sínum; og hjer ia prest- arnir, hversu góðan vilja sem þeir hafa til að fá einingu í uppfræðslu sina, engu tauti við komið, þvi að allur þessi vit- lausi glundroði er löggiltur. Pað var þá fyrst kirkjurækni safnað- anna fyr meir, sem jeg vildi nánar minn- ast á. Miklu meiri var hún þá, en nú. Varla nokkur helgidagur slapp svo úr, að ekki væri messað, nema þegar veður hönnuðu, presturinn veikur eða því um líkt. En það var fjarri því, að það, livað menn sóttu oft kirkjurnar, stafaði ein- göngu af löngun manna til að hlýða á messuna. Aukaerindin á kirkjustaðinn eða prestsetrið voru mýmörg. Par fóru nálega allir sveitarfundir fram, sem hrepp- stjórinn hafði boðað til eftir messu, eins og jeg áður gat um. Presturinn var lands- drottinn kirkjujarðanna, og það var helst einmitt á helgidögunum,. að leiguliðarnir færðu honurn landskuldirnar og leigurn- ar. Ein af tekjugreinum prcstsins, sem bændur áltu að lúka, voru heytollarnir; á vorin var þeim venjulega skilað á helg- um dögum; svo var og um fleiri gjöld, er bændurnir áttu að lúka presti sinum; þau voru færð lionum helst á sunnu- dögum. Ein kvöð leiguliða kirlcjujarðanna voru teigslættirnir í túni preslssetursins. Var það víða venja, t. a. m. alment í Fijótsdalshjeraði, að sá sem teiginn átti að slá, safnaði að sjer mönnum til að slá hann eftir messu einhvern lielgan dag. Komst hann ljett út af þessari kvöð, Alt sem hann þurfti að greiða fyrir til- hjálpina, var að hafa með sjer til kirkj- unnar 2—4 potta kút af brennivini til hressingar lianda mönnunum við teig- inn. En þá# var brennivín i lægra verði en síðar varð, frá 1 marki (32 a.) til ríks- orls (c. 50 a.) potturinn. Hjer við bættist, að margir liöfðu erindi beint við prest- inn og sóltu ráð lil hans, sem mentaðasta mannsins í sókninni og annars sveitar- höfuðsins með lireppstjóranum. Hve mikið draup af þessum nýnefndu veraldlcgu viðskiftum prests og safnaðar fyrir kirkjuræknina eða fjölda messanna getur hver maður skilið. Hið sama mundi enn drjúpa, ef þessi margbrotnu viðskifti hefðu lialdist, ef landslögin hefðu ekki höggvið á þessi bönd. Við þessi viðskifti má bæta þeim hálf-veraldlegu og liálf- kirkjulegu viðskiftum, sem af landslögun- um leiddi, en liöfðu mikla þýðingu fyrir kirkjuferðirnar, nefnilega hjónavigslurnar. Pá þurftu 3 lýsingar 3 sunnudaga i röð að ganga á undan hjónavígslunni, og til þess að hún kæmist á á tilteknum tíma, átti það sjer oft stað, að einungis fyrir það komst messa á, viðkomandi hjóna- efni fengu með sjer til kirkjunnar fáeinar liræður, svo lýsingin gæti komist á og ekki þyrfti að fresta brúðkaupinu. Nú eru lýsingarnar nærri dottnar úr sögunni fyrir hjónavigslubrjefin, sem llest hjóna- efni kaupa, oftlega af tómum hjegóma- skap, með því að það þykir eitthvað fínna, en lýsingarnar, að láta gifta sig eftir »konunglegu Ieyfisbrjefi((! Og hversu fátæk sem hjónaefnin eru, þá er ekkerl tillit tekið til þess, að hjónavígslubrjef þessi, sem sýslumennirnir hafa mikinn forða af til margra ára, kosta 15 kr. (áð- ur 30 kr.), en lýsingarnar ekkert, nema að ómaka sig til kirkjunnar; nú að eins einu sinni, í stað þrisvar áður. — Hinar hákirkjulegu athafnir, altarisgöngurnar og konuinnleiðslurnar, fyrirbænirnar fyrir sjúkum af stól, hefir aldarhátturinn og

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.