Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.04.1918, Side 8

Bjarmi - 01.04.1918, Side 8
BJARMI 56 Afbrota fjöld, ódáða gjöld, af náð þinni niður lát falla Ijós dýrðar sanna lausnarinn manna leið til þin alla, já alla. BJjúgur jeg bið, blessun og frið gef öllum og iðrunar anda, að græðir þú sárin og gráts þerrir tárin, og fallinn upp fái að standa. fí. G. Bið þú. Bið þú þinn Drottin, hann bæti öli mein. Bið þú þinn Drottin, hann heyri þitt kvein. Bið þú af alhug með barnslegri lund. Bið þú, þá kemstu á lausnarans fund. Bænin er iðja er eykur þjer dug. Bænin er iðja er friöar þinn hug. Bænin er iðja er beinir þjer leið Og byrðina ljeltir í sjerhverri neyð. Björn Árnason. Hvaðanæfa. Erlendis. 75 ára afmæli átti aðalkristniboðs- fjelag Norðmanna í sumar sem leið. Arið 1842 áttu 200 kristniboðsvinir frá 65 smá- fjelögum fund með sjer i Stavangri, og þá var kristniboðsfjelagið stofnað, og litlu síðar var guðfræðiskandídat að nafni Schreuder, er seinna varð biskup, sendur til Zulu í Afríku. En ekki veitti af þolin- mæði; 6 ár varð liann að bíða »við dyrn- ar« í Suður-Afríku, áður en hann fengi að taka sjer fastan bústað í Zulu, og 8 ár liðu eftir það þangað til fyrsti þar- lendi maður ljet skírast. Nú eru þeir orðnir alls um 10 þúsund, Zulukaifarnir, sem norskir trúboðar hafa skírt. 25 árum síðar, eða áriö 1867, fór norska fjelagið að boða kristna trú á Mada- gaskar, og þar hafa, þrátt fyrir marga eríiðleika, um 160 þús. látið skirast. Árið 1902 tók fjelagið að senda trúboða til Kína, og liafa sendimenn þess skírt þar um 2500 manns. Fáein önnur miklu yngri kristniboðs- fjelög eru í Norvegi. Öllugast þeirra er »Kínatrúboðið«, sem íslenski kristniboðs- neminn Ólafur Ólafsson er í sambandi við. Thomas Spurgeon, sonur og eftir- maður C. H. Spurgeons, andaðist í haust. Hann er talinn mjög merkur kristindóms- starfsmaður. Tveimur dögum eflir að Bandarik- in höfðu fullgert kaupsamninga við Dani um Vesturheimseyjarnar, sendi ameríska biblíufjelagið marga kassa með biblíur til úthlutunar meðal eyjarskeggja. Skýrslur um kristniboð eru lengi á leiðinni og sjaldan búið að safna þeim saman fyrri en þær eru ársgamlar.' Árið 1916 var hagur evangeliska kristniboðsins á þessa leið talinn í tölum: Kristniboðar og konur þeirra . . 25,000 Parlendir starfsmenn........... 111,862 Kvöldmáltiðargestir........... 2644,170 Aðrir skírðir menn............ 1605,453 Áhangendur (í undirbúningi). . . 1805,802 Æðri skólar...................... 2,475 Námsfólk í þeim............... 128,881 Almennir barnaskólar............ 32,320 Nemendur í þeim .............. 1541,286 Sunnudagaskólar................. 30,505 Nemendur i þeim............... 1488,019 Árstekjur alls kristniboðsins 142 milj. kr. Út og inn. Timotluj Cooj) (kúpp) var því nær eins dæmi að því er gjafmildi snerli. Einu sinni var hann spurður, livernig hann gæti hal't ráð á að gefa svona mikið. Þá svaraöi hann: »Eg moka út, en Ðrottinn mokar inn, og Droltinn hefir stærri reku en eg«. »Pað er þrenl«, segir Mott, »sem eg hefi fyrir stafni og hið fyrsta metegmest af öllu, og það er, að vinna að því að uppbyggja sjálfan mig, efla meðfædda hæfileika mína og auka mjer andlega krafta, þar næst er slarfið að boðun fagn- aðarerindisins, en hið þriðja er, að konia skipulagi á þá starfsemi«. SAMEININGIN, mánaðarrit hins ev.lút. kirkjuí. ísl. í Vesturheimi. Ril- stjóri: Björn B. Jónsson í Winnipeg. 24 ar.kir árg. Verð hér á landi 2 kr. Um- boðsm. á íslandi S. Á. Gíslason, kand. theol. Box 62 Rvík. Sími 236. Prentsmiðjan Gutenberg,

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.