Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1919, Síða 1

Bjarmi - 01.04.1919, Síða 1
BJARMI E KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XIII. árg. Reybjavík, 1. apríl 1919. Hver sem heflr soninn, hefir lífið. (I. Jóh., 5). .7 tbl. Vestan um haf. v. Erfið voru fyrstu ár landnáms- mannanna íslensku vestan hafs, fyrir og eftir 1880. Flestir komu efnalausir, skildu enga lungu aðra en íslensku, kunnu ekkert til akuryrkju og fátt til annarar atvinnu, sem þar var fyrir hendi, og komu víða að eintómum óbygðum. í almanökum Ólafs Þorgeirssonar, ræðismanns íslendinga og Dana í Winnipeg, eru stuttar en glöggar lýsingar landnámsáranna í flestum íslensku nýlendunum, og eru þær harla átakanlegar sumar. Pað liggur við að vera vítavert tómlæti vort, sem heirna sitjurn, utn liag frænda vorra, að þau almanök skuli hafa Hutt landnámssögur og æfiágrip með myndum af fjöldamörgum Vestur- íslendinguin um 20 ára skeið, en vera þó sama sem alveg ókunn öllum þorra fólks á íslandi. — Þau ættu að Vera til öll í hverju lestrarfjelagi vor a meðal, þó ekki væri til annars en að sýna unga fólkinu hvað einlægur asetningur og þrautsegja fær kotnið til vegar. Auk þess mundi margur sJa þar getið um frændur sína eða sveilunga, sem hann vissi ekki annað áður, en að »þeir væru einhvers- slaðar í Ameríku.« Kn þrátt fyrir fálæktina og trúmála- ^yfðina, sem þeir komu úr hjer á Iftndi, fóru landnámsmenn að hugsa um kristilegan fjelagsskap á undan flestum öðrurn fjelagsskap. Ófullkominn var hann að vísu framan af, eins og eðlilegt var. Víða voru engin efni til að reisa kirkju eða launa presti, og þó þau væru fyrir hendi, fjekst víða enginn prestur. Þjóðkirkja vor á þar stóra vanrækslu- synd á baki, að hjer skyldu engin samlök myndast meðal kirkjunnar manna á þeim árutn um að útvega bláfátækum íslendingum í Ameríku présta og hjálpa til að launa þeim á meðan erfiðleikar nýlendumanna voru mestir. Það gerðu' nágraunaþjóðir vorar gagnvarl sínum landnámsmönn- um vestan hafs, og urðu ekki fátæk- ari fyrir. Þjóðkirkja vor helði sannar- lega átl að sýna meiri fórnfýsi og umhyggjusemi en hún gerði, gagnvart þeim þúsundum, sem vestur llullust, eða stundum bókstaflega hröktust nauðugir vestur um haf, um og fyrir 1880. Sem betur fór, var ekki þá orðið alsiða á þessu landi að sleppa öllum húslestrum, og þeiro góða sið hjeldu margir landnámsmenn áfram vestra. Sumir lásu á sunnudögum húslestra í skólunum eða öðru samkomuhúsi fyrir sveitunga sína, áður en kirkjur komusl upp. Því miður mun sá siður víðast horfinn nú. Kirkjurnar standa tómar á sunnudögum, ef enginn prestur kemur »að messa«, þar sem hjer. Tók jeg eftir því í einu prestlausa

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.