Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.04.1919, Side 4

Bjarmi - 01.04.1919, Side 4
52 BJARMl t Guðmundur Guðmundsson skáld. Fæddur 5. september 1874. . Dáinn 19. mars 1919. Bjarmi flylur ekki líkræður, og hann tekur venjulega heldur ekki dánarminningar nema gegn fullu aug- lýsingagjaldi. En þegar merkir menn deyja, sem eitthvað hafa starfað að trúmálum, verður að geta þeirra að nokkru, þólt rúm sje lílið í lillu blaði. Við Guðmundur skáld vorum bekkj- arbræður í lærða skólanum i 6 ár. Skólapiltum þótti liann ekki eins mik- ill námsmaður og skyldi, en lljótt tókum vjer eftir þvi, hvað Ijóð hans" báru langt af venjulegum skólapilta- ljóðum. Hann var orðinn »skólaskáld« og nafn hans kunnugt fjölda manna löngu áður en nokkur óviðkomandi vissi nöfn hinna, sem hærri vitnis- burði fengu hjá kennurunum. Stúdentsárin voru honum erfið þrautaár að ýmsu leyti. Fátækt, ríkar tilíinningar og miklar trúarefasemdir opnuðu dyrnar fyrir þunglyndi og áfengisnautn. svo lítið varð úr fram- halds-skólanámi. Það var líkast því um líma sem hann mundi verða einn þeirra mörgu efnilegu manna, sem áfengið verður að fullkomnu gæfutjóni. Þá fluttist hann frá Reykjavík til ísafjarðar. Þar hitti jeg hann nokkrum árum seinna, og varð brátt var við að hann var orðinn meira en lítið breyttur. — Honn var orðinn einn af aðal starfs- mönnum templara og trúrækinn, hiðjandi maður. »Svona eru áhrif góðrar konu,« sögðu menn, og fer fjarri því að jeg vilji gera lítið úr þeim. Allir kunnugir vissu, að Guðmundur skáld var reglu- lega vel giftur. En vafalaust efldi trúræknin mjög viljaþrek hans1. Skömmusíðar, 1914, flutlisthann aft- ur til Reykjavíkur, og gekk þá brátt í flokk Guðspekinga og varð formaður eða »fulRrúi« fjelags þess sem nefn- ist »Stjarnan í austri, og var ritstjóri »Jólablaðsins«, sem það fjelag gefur út. Alt það besta í því blaði er eftir Guðmund skáld. Aðrir skrifuðu þar ýmislegt um trúarkreddur guðspek- innar, sem Bjarma hefir jafnan fund- ist vera fullar af fjarslæðum, en Guðmundur orli trúarljóð og samdi jólaliugvekjur, svo ahnent orðaðar víðast livar, að hver luistinn maður ætli að geta lesið þær sjer til ánægju og gagns. Það kann.að gleymast, að hann orti fögru trúarljóðin sum fyrir guð- spekisstefnuna, og hvort heldur sem verður, þælti rnjer ekki ólíklegt, að eitthvað af þeim kæmist inn í sálma- bækur kristinnar kirkju, og yrðu mörgum til blessunar. Því að Ijóð Guðmundar skálds Guðmundssonar geymast meðan íslensk tunga er töluð, og best eru þau, þar sem hann lyflir hug og hjarta i trú og bæn. En þjóð vor og þing þarf að muna ekkju hans, Ólínu Þorsteinsdóttur, hvað mikið það var henni að þakka, að arfurinn varð svo mikill og góður, sem þjóð vor fær eftir hann. S. Á. Gíslason 1) Að gefnu tilefni má bæta því við, að Guðm. skáld var orðinn stöðugur starfs- maður bindindismálsins nokkrum árum áður en hann kyntist guðspekisstefnunni, og því er það sprottið af ókunnugleik hjá Tímanum að ætlast til að þeirri stefnu væri þakkað í likræðunum bindindisáhugi hans.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.