Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.04.1919, Page 8

Bjarmi - 01.04.1919, Page 8
56 BJARMI Frœkorn, alla árgangana t bandi og Ljóðmœli Matth. Jochamssonar, 5 bindi, kaupir ritstjóri Bjarma. heillarík áhrif á hugi alls þorra lesenda þess. Meö heitri ósk um vellíðan blaðsins og öruggt starf þess í sömu stefnu áfram og bestu þökk til útgefandans fyrir blaðið Bjarma.« Hreppstjóri á Vesturlandi skrifar ritstj. Bjarma 20. jan.: »Leiðinlegt þætti mjer ef þjer hættuð að gefa út Bjarma og færuð af landi brott; er hræddur um að blaðið tæki þá einhverri breytingu til hins lakara, eða jafnvel hætti að koma út áður en langt um liði. Ef við, sem unnum þeirri trú- málastefnu sem þjer berjist fj'rir, erum svo óhepnir að missa yður af landi burt, kysi jeg heldur að þjer gæfuð blaðið út í Ameríku. Skaði mikill að þjer verðið ekki prestur lijer á landi. Mjer finst, að á þessum ljettúðar og trúleysis límum megi ísland ekki missa neinn, er trúir og boðar Guðs orð cins og það er kent í biblíunni, en verði Guðs vilji, og Guð styrki yður í starfi yðar, í hvaða landi sem þjer starfið.« Bóndí í Dalasýslu skrifar: «... Ekki finst mjer að við, sem kristn- ir erum, megum missa ykkur hjónin til Ameríku, því að jeg treysti engum eins til að hafa ritstjórn Bjarma, hvað sem öðru líður. Svo flnst mjer að þeir þyrftu heldur að fjölga en fækka, þeir sann- kristnu á landi hjer. Pað er mín von til Drottins, að hann fari að miskunna sig yfir íslands lýð, svo að hann ráfi ekki í þessu villu myrkri lengi úr þessu. Bví mjer finst þaö hafa verið svo í mannkynssögunni á liönum öldum, að þegar vantrúin hefir verið komin á hæstu tröppuna, þá helir Guð sent einhvern eða einhverja til að rjetta við aftur, og þá hefir alt farið vel.« g ..... . ■ =========» Hvaðanæfa. — ■ ..................—.....—^ Heima. Ljós og sannleikur lieitir nýtt mán- aðarblað, kristilegs efnis, verð 2 kr., sem hóf göngu sína i f. m. Utgefandinn er Guðmundur Páll Jóns- son prestur, nýkominn til Reykjavikur frá New-York. Hann er ættaður úr Dýrafirði, en dvaldi um hríð bæði hjer í bæ og á Siglulirði, aðallega við bakarastörf. Fyrir nokkrum árum fór hann til New-York og gekk þar í evangeliskan trúarflokk, sem kennir sig sjerstaklega við hvitasunnuna, og tók prestsvígslú hjá þeim flokki í sumar sem leið. »Hvítasunnuílokkurinn« leggur. áherslu á aiturhvarf og lífernisbetrun, eins og allir sannkristnir menn, en talar auk þess meira um skírn heilags anda, tungulal og lækningar með bænaáhrifum, en títt er um marga aðra kristna trúarflokka. Auk þess Iiafnar flokkur þessi barnaskírn og mun vilja að áharigendur sínir láti skírast að nýju, ef þeir hafa verið skírðir áður á ómálga aldri. Baptistar, aðventistar og ýmsir fleiri, t. d. Norðurljósið á Akureyri hafa sömu skoðun í þeim efnum, en Bjarmi telur það blátt áfram vantraust á Drottni, að ímynda sjer að hann geti ekki blessað sál lítils barns í skírninni alveg eins og fullorðna mannsins, sem skirn tekur, sje hann óskírður áður, en vitaskuld er það ekki visvitandi vantraust hjá alvörugefnu, trúuðu fólki. Stundum hafa vinir og andstæðingar barnasldrnar fordæmt hvorir aðra út af þessum skoöana mismun; þann ilokk vill Bjarmi alls ekki fylla enda hefir reynslan margoft sýnt, að Drottinn notar menn úr báðum flokkum til mikilla starfa í ríki sínu hjer á jörðu. Þess vegna getum vjer óskað þessum starfsmanni og blaði hans blessunar Drottins við vakningar og helgunarstarf, enda þótt vjer teljum endurskírn fremur afturför en framför. -A.Ö gelnu tiletui. Af því að ýmsir kaupendur Bjarma hjer á landi eru efna- litlir, er enginn krafinn um meira en 2 kr. fyrir hvern árgang hans, en þar eð pappír hefir sexfaldast og prentun nærri þrefaldast í verði, hækka ýmsir ársgjöld sín ótilkvaddir. Prontsmlðjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.