Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1919, Síða 3

Bjarmi - 01.06.1919, Síða 3
BJARMI 83 tala eins og fólk vill heyra. Á anda- trúarmiðlunum þurfi að liafa hinar sterkustu gætur, að þeir ekki ruglist og alt lendi í óreiðu og skynvillum. Líka verði nákvæmlega að gæta sín gegn loddarabrellum og öðrum vís- vitandi hrekkjabrögðum frá miðlun- um sjálfum. Að þessum vankvæðum kveður svo ramt að eftir nær 30 ára reynslu, kveðast hinir hálærðu spek- ingar Sálarrannsóknafjelagsins enska ekki hafa fundið nema eina tvo miðla, er aldrei liafi hneykslað þeirra vísindalegu skarpskygni með einhverj- um lijegóma eða brögðum.1) Af þessu er augljóst, að menn eiga hjer ekki tal við anda sannleikans, heldur við allskonar ruslaralýð úr öðrum heimi samkvæmt vitnisburð- um andatrúarmanna sjálfra og það fyrir meðalgöngu misviturra og oft óvandaðra manna, miðlanna, sem aulc þess eru stundum alveg á valdi þessara dularafla. Á fundum anda- trúarmanna koma þessi öfl oft af stað hinum mestu ærslum og gaura- gangi; minna þau læti ofl á galdra- trú 16. og 17. aldarinnar með öllum hennar draugagangi. En þrátt fyrir þetla, eru sumir andatrúarposlularnir svo einurðargóðir, að telja þessi fyrirbrigði sem nokkurskonar guð- lega opinberun, lil stuðnings og árjett- ingar guðlegri opinberun í Jesú Kristi. Það er vissulega margt misjafnt á seiði í þessum fj'rirbrigðum og í hönduin athugalítilla og miður sam- viskusamra manna gela þau orðið slórhættulegt viðfangsefni fyrir trú, siðgæði og lieilsufar einfaldra og trú- gjarnra manna. Andatrúannennirnir íslensku laka víst fulldjúft í árinni með fullyrðingum sinum um vísindalegl sönnunargildi þessara dularfullu fyrirhrigða. Þær t) Eimreiðin XIV bls. 193. eiga fremur lieima á svæði trúarinn- ar en vísindanna. Hjer er um trú að ræða og ekkert annað enn sem komið er, þótt andatrúarmennirnir vilji ekki við það kannast og þykist vera að styðja kristindóminn með vísindaleg- um röksemdum. Það vanta enn vís- indalegar sanuanir fyrir því, að rjett sje að setja þessi fyrirbrigði á hekk með opinberun Guðs í Jesú Kristi eða að gjöra ýms höfuðalriði kristin- dómsins svo sem upprisu Krists að andatrúarfyrirbrigðum og telja þau eins mikils eða meira virði fyrir andlega og eilífa velferð mannanna, en upprisuna, eins og hún liingað lil hefir verið skoðuð í ljósi kristnu trúarinnar. Kirkjan fær meir en litið olnboga- skol hjá andatrúarmönnunum íslensku fyrir tómlæti silt gagnvart þessari nýju opinberun. Það á að vera órækt vitni um fáfræði, heimsku og áhuga- leysi liennar á eilífðarmálunum. Þær ásakanir bera fremur votl um trúar- ofstæki lijá þessum góðu mönnum en um rólega vísindainensku. Ætli íslenska kirkjan nokkurt ámæli skilið í þessu máli, þá væri það fyrir það, hve sumir þjónar hennar hafa gefið þessari nýju skynsemislrúarstefnu mikið undir fótinn með hóflitlum vefengingum á allmörgum höfuð- atriðum lcristnu trúarinnar. En al- menl munu þeir þó ekki telja það vænlegasla ráðið lil eflingar sönnum kristindómi, að kirkjan að dæmi Sáls i Endor leili sjer halds og trausls hjá öndum framliðna. Sál tók það ráð ekki fyr en andi Drottins var vikinn frá honum. Það var andlcg þrotalýsing hins ógæfusama manns, er mist hafði trú sína og traust á Droltni. Enginn vinur kirkjunnar mun kjósa þá þrolalýsing henni til handa meðan hann trúir því, að Jesús Kristur sje með henni alla daga

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.