Bjarmi - 01.06.1919, Page 6
86
B JARM I
gyðinglegum og kristnum trúarbragða
hugmyndum. í þessum trúarbragða-
graut eru mörg siðfræðileg gullkorn,
sem flest eru tínd úr kristindóminum.
En að öðru leyti ægir þar saman
hinum fáránlegustu heilaspuna-liind-
urvitnum, rangfærslum og afbökunum
á sannsögulegum heimildum fyrir
kristindóminum og alskonar lilbún-
ingi, sem á sjer engan slað nema í
höfði guðspekinganna sjálfra.
Guðspekin kveður frásagnir guð-
spjallanna um Krist því nær tóman
tilbúning. Krislur lifði 100 árum fyr
en guðspjöllin greina. Hann var upp-
alinn meðal Essea3) í eyðimörk Júdeu.
19 ára að aldri gekk liann í klauslur
þeirra á fjallinu Sínai. þar var bóka-
kostur góður í hinum leyndu fræðum
austan úr Indlandi og Tíbet. IJessi
fræði nam hann. Síðan fór hann til
Egyftalands. I}ar var hann um 10 ár
og varð meðlimur »Hvítu stúkunnar«.
I’egar liann kom heim aftur, var hann
orðinn þaullærður guðspekingur og
tók opinberlega að kenna lýðnum.
I3að mislíkaði Esseum, og leiðtogar
Gyðinga fengu líka hatur á honum
sökum þess, hve liann hændi múginn
að sjer, og ljetu krossfesla hann. Eftir
dauða sinn kom hann aftur til læri-
sveina sinna og kendi þeim í hjer um
bil 50 ár hin leyndu fræði guðspek-
innar. Postularnir, einkum Pállj urðu
því handgengnir þessum fræðum.
I guðspjöllunum, sem eru hin einu
sannsögulegu rit um líf Krists, er
enginn fótur fyrir þessum samseln-
1) Essear voru sjerlrúarllokkur eða
nokkurskonar gyðingleg munkaregla á
Itrísts dögum. Þeir hjeldu íram ókvæni
og höfðu óbeit á kvenfólki. Sjerkenningum
sínum lijeldu peir slranglega lcyndum, og
pví er ókunnugt um, hvað sjerstaklega
greindi þá frá öðrum Gyðingum. En guð-
hræddir og vandaðir menn voru þeir
almcnt taldir.
ingi. Þau dæmi úr kenningum Krists
og postulanna, sem guðspekingar færa
máli sínu til sönnunar, eru gripin úr
lausu Iofti og bygð á algerðum mis-
skilningi.
Samkvæml kenningum guðspekinn-
ar var Kristur hvorki Guðs sonur
nje gyðinglegur spámaður heldur að
eins egyptskur guðspekingur. Hinn
upphaflegi krjstindómur var hrein og
óblönduð guðspeki, sem kirkjunni
tólcst síðar að kæfa niður.1 *)
Um »Hvítu slúkuna« eða þessa
Himalayaspekinga vantar allar sann-
sögulegar heimildir, enginn maður í
heiminum hefir orðið þeirra var,
nema fáeinir útvaldir guðspekingar.
Mest likindi til að þeir hafi aldrei
til verið nema í imyndun guðspek-
inganna sjálfra.
Helena P. Blavatsky fædd 1831,
dáin 1891, aðalfrömuður og spámað-
ur guðspekinnar á öldinni sem leið,
var rússnesk að ætt. Þegar í barn-
æsku var hún hinn mesti kenja og
dullungakrakki og vandræðabarn
foreldra sinna. Hún gekk í svefni og
sá ofsjónir í vökuhni, stundum vildi
hún helst vera niðri í kjallara og
tala þar í myrkrinn við álfa og huldu-
fólk, slundum uppi á húsþaki og
dáleiða þar dúfurnar. Stundum hjelt
hún sig tíinum saman í náttúrugripa-
1) Um það cr skritin saga eftir aðal-
spámann guðspeldnnar Ilelenu I’. Blavat-
sky: A kirkjuþinginu í Nicea árið 325 e.
Kr. lóku fundarmenn það til hragðs að.
sctja um 100 bækur upp á rönd. Pær sem
sjálfkrafa fjellu úr þcim stellingum voru
úrskurðaðar villutrúarbækur, þær sem
stóðu eftir voru laldar góðar og gildár.
Guðspjöllin l'jögur voru svo heppin að
detta ekki og urðu þannig heimildarril
kirkjunnar. En meðal föllnu bókanna
voru guðspekisguðspjöllin, og það reið
baggamuninn. — Pað er liægurinn hjá að
»saniia« málstað sinn með svona samsetn-
ingil