Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1919, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.06.1919, Blaðsíða 10
90 BJARMI Um menninguna segir hann: »Eng- ir eru hjer lærðir menn á meðal vor, þar af leiðir að engir gegna embætt- um. Engir vinna lijer lieldur við verslun, eða þvi sem næsí engir. En handverksmenn eru margir ágætir og skara í sumumtilfellum langt fram úr annara þjóða mönnum« — »og mestu hannyrðakonurbæjarinseruíslenskar«. »Til æðri skóla hafa fáir getað komið hörnum sínum vegna fátæktar. Kennarastaða við barnaskóla er það liæsta, sem nokkurt barn af íslensk- um ættum hefir komist« — Tvæi- slúlkur og einn karlmaður vorubarna- kennarar árið 1915. IJetla er þá öll dýrðin hjá Mor- mónum, og því eftirtektaverðara sem kunnugir segja landkosti og veðráttu miklu betri í Utah en í ísl. hygðum í Canada. — Úr ýmsum öðrum ísl. bygðum hafa margir stundað háskóla- nám, og »gegnt embættum«. Ókunn- ugir geta ekkert fullyrt um orsakirn- ar, en manni deltur ósjálfrátt í hug, að Mormónskan hafi ekki ekki hænl að sjer ölulustu vesturfarana, og það kvað vera erfitt fyrir aðra en Mor- móna að njóta sín þar í fylki nema afl og efni sjeu í-hesla lagi. Það eru vafalaust ýmsar ástæður að því að islenskan stendur þarna ver að vígi cn í öðrum íslendingabygðum. Eng- inn innílutningur frá íslandi í 25 ár, sárlitlar samgöngur við aðra íslend- inga vestan hafs, og siðasl en ekki sist: Fólkið flesl í þarlendum söfn- uðum (mormónskum), og enginn ísl. söfnuður nje annað íslenskt fjelagslíf nema örfá ár, og í lillum blóma. íslenska kirkjufjelagið í Vesturheimi heíir gert ómetanlega mikið að því að varðveita íslenskl þjóðerni og ís- lenska lungu, enda sýnir það sig að þar sem það hefir ekki náð fólfeslu, þar er íslensk tunga á förum. S A. Gíslason. ............-- ^ Heimi 1 ið. Deild þessa annast Guðrún Lárusdóttlr, ^.............■...... Páskaliljan. Umhverfið var autl og lómlegt. Eyðing, vegsummerki slyrjaldarinnar hvar sem lilið var, — liúsin voru í rústum, vegirnir voru umrólaðir, trjen fallin og brunnarnir ónýttir; það var auðsjeð á öllu að óvinurinn, ær og óður á ílótla, hafði gjöreytl öllu, er á vegi hans varð. Fet fyrir fel hafði hann haldið undan, en íbúar lands- ins lóku eign sína aflur í sínar liendur. »Eign«! Var nokkur eign í auðn- inni og rústunum? — Hann var dauðþreyllur. Hann var búinn að liorfa á ógnir og ham- farir ófriðarins, og nú átti hann ein- ungis eina ósk, eina þrá, franski hermaðurinn, og það var að hvíla sig rækilega. Gömul kona tók á móti honum. Gleði hennar vefður eigi fremur lýst, en hinna þorpsbúanna, sem eftir voru í þorpinu, er þeir heilsuðu heim- komnum, sigrandi löndum sinum. Hún ýmist þrýsti hönd hans, eða hún kysti hana, hún sagði lionum frá öllu, sem á daga þorpsbúa — og hennar sjálfrar hafði drifið, og dró engar dulur á hvílíkri mcðferð þeir hefðu orðið að sæta af hendi Prússa. »Ekki þarf jeg reyndar að kvarla hvað sjálfa mig snertir«, sagði hún, »þessi ungi þýski hermaður, sem hjó hjá mjer um líma, var alveg ólíkur öllum binum. Hann svaf þarna inni í stofunni minni; — liann var svo þreytulegur og þunglyndislegur, hann brosti sjaldan, en þegar hann brosli, þá var brosið svo undur fallegl. Ilann sagði mjer frá heimilinu sínu og

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.