Bjarmi - 01.06.1919, Síða 12
92
BJARMI
þína gleði, þá var alveg eins og það
væri orðið of seint, jeg gat ekki
trúað. En þá var það einn dag,
mamma, jeg var á gangi um sundur-
tætt cngin. Jeg kom þá i kirkjugarð,
sem nú var bústaður dauðans í tvö-
földum skilningi. Leiðin voru rifin og
lætt, blómin troðin ofan i sorpið og
alt var í auðn og eyðing.
Jeg sellist á leiði og fór að hugsa
um þig, mamma, og um það að nú
værir þú líklega að biðja fyrir drengn-
um þínum.
Jeg vissi að þú biður Guð um að
leiða mig heilan heim, heilan bæði á
sál og líkama. Já jeg veit að þú
biður um frelsun sálar minnar.
En hvað álli jeg til bragðs að
laka, því nú fanst mjer öll sund lokuð?
Mjer varð lilið á leiðið fyrir fram-
an mig, því hafði verið umrólað, og
legsleinninn lá á hliðinni, en undir
brolnum krossinum, skein á eitlhvað
gulleilt.
O, mamina, það var páskalilja,
eins og þær sem vaxa í garðinum
heima. Veistu hvað, elsku mamma,
stóri drengurinn þinn lárfeldi, þegar
hann kom auga á blessaða litlu
páskaliljuna, þá fór jeg líka að hugsa
um þig.
Og þarna var hjálpin! Jeg sat kyr
og horfði á hana, horfði á visin
slöngulblöðin og Jjómandi fögur
krónublöðin, lifandi og fersk. Og svo
fór jeg alt í einu að hugsa um það,
að þella væri mynd af okkur, þjer
og mjer. Visnu blöðin voru eins og
jeg. Alt líf mitt hefir verið visið og
dault. En lifandi blöðin voru eins og
J)ú, mamma mín, eins og trúin þín
á Guð og gleðin þín yfir náð hans,
gleðin, sem altaf Ijómaði á elskulega
andlitinu þínu, jafnt í sorg og gleði,
einnig þegar þú slóðsl við líkkistuna
hans pabba, og eins þegar þú kvadd-
ir mig, eina drenginn þinn.
Og mjer varð það ljósl að jeg
málti einnig verða aðnjótandi þeirrar
gleði, og að Guð vildi gleyma öllu
visnu og dauða í lífi mínu, sakir
Jesú Ivrists, og gefa mjer lifandi von
um fyrirgefningu syndanna og eilífl
líí heima á landi lifenda.
Mamma, jeg týndi blómið og jeg
ætla að senda þjer það með þessu
brjefi. Og svo ætla jeg að segja þjer
það, blessuð mamma mín, að bæn-
irnar þínar fyrir mjer eru heyrðar!
Jeg sje þig ef til vill aldrei framar
hjer á jörðu. En vertu viss um það,
elsku inannna, að þakklátssemi mín
og kærleikur er þín eign, og öll
hugsun mín til liinstu stundar verð-
ur þjer helgað, alt til þeirrar dýrð-
legu stundar er við hittumst aftur i
borginni með gullnu slrætunum, sein
þú sagðir mjer frá, Jiegar jeg var
lítill drengur.
Mamma, blessuð elsku mamma
mín! Ó, að jeg mætti aftur leggja
kollinn í kjöltu þína, eins og jeg
gjörði þegar jeg var lítið barn! Það
gjöri jeg kannske aldrei framar —
en þá fel jeg þig forsjón lians, sem
huggaði sorgmæddu konuna við
borgarliliðin í Nain; hún átti ekki
nema einn son, eins og þú, og hún
var ekkja eins og þú. Það er alveg
eins og það værum við tvö, þú og
jeg, mamma. En ef þú áll •eftir að
missa mig — ó, mamma mín, mjer
kemur í hug orð úr bókinni minni
litlu: — »Ef til vill verðurðu að
skilja við liann um stundarsakir, lil
þess að hann verði eign þín um alla
eilífð« — því við mælumsl aftur, þar
sein all dauft og dapurt hverfur, en
all fagurl og fritl ber ávexti um eilífð,
þar sein all Ijómar af lífi!
Iljartans mamma, þökk fyrir all«.
Drengurinn þinn.
Franski hermaðurinn las brjelið
innilega hrærður. Ilann skoðaði biblí-