Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.06.1919, Qupperneq 14

Bjarmi - 01.06.1919, Qupperneq 14
94 B JARMI »Aldreí mæst í síðsta sinni sannir Jesú vinir fá, lirelda sál, það haf í minni harmakveðjuslundum á.« Guðrún Lárusdóltir. Ferð á annexíu. Jeg er nýkominn úr annexíuferð. Leiðin er vond vetur og sumar; yfir mýrarílóa að fara og á, sem er oft ill yíirferðar á vetrum og stundum ófær. Marga skompu er jeg búinn að fá á þessum ferðalögum. Gil otl full af snjó og krapa, svo að reiðhestur minn verður þar að brjótast um, skurðir og pyttir, sem yfir þarf að slökkva; þó er áin verst og liætlu- legust; stundum veikur ís, svo að brakar í, jafnvel fer niðrum, þó eigi liafi að verulegu tjóni orðið; stund- um svo vatnsmikil, að áin er lítt eða ekki reið, og er þá mjög straumhörð. Þegar jeg_nú líl yfir ferðalög mín, hæði þessi og önnur, má jeg sann- arlega þakka Guði mikillega fyrir vernd hans og varðveislu á mjer á liðnum árum, því að oft hefir vissu- lega legið nærri, að jeg yrði fyrir slysi, en liönd Drotlins hefir ætíð lilíft mjer og haldið verndarliendi sinni yfir mjer. Á annexíuna verðjeg að fara annan hvorn helgidag; nú er jeg farinn að eldasl og lýjast og þreytast á vetrarferðalögunum, er jeg þarf að fara snemma í frostveðri og jafn vel dimmu af stað. Samtals verða kirkju- eða annexíferðir og extra- embættisferðir margra presta á borð við og enda oft mikið fleiri, en ferðir ýmsra lækna. Erfiðlei^ar ferðanna bætast mjer oft eða oflast upp með allmörgum kirkjugestum og þeirri á- nægju, sem jeg hefi af að hitta kæra sóknarbúa mina að máli, jafnl utan kirkju sem innan, og í hóp þeirra finst mjer, að mjer líði besl og eiga lielst heima, því að það er ætíð un- un að því, að hitta kæra og einlæga vini, og þar sem tekið er á móli manni með fullri alúð, gestrisni og vináttu. Væri eigi svo, mundi jeg með öllu gefast upp við prestsþjónustuna, þar sem launin eru svo ólífvænleg, og ofan á bætist máske tortryggni eða lítilsvirðing á æðri stöðum, þar sem fundið er prestum til foráttu of mörg messuföll o. fi. Tíðarfar, færð, fólksfæð, vegalengd og ýmsar heim- ilisástæður gera að verkum, að fólk kemur því ekki við, oft og einatt, að sækja tíðir. Meslur hluti launanna gengur til að gefa 1 — 2 reiðhestum, því að naumast er hægt að búast við, að preslur fari fólgangandi og vaði ár og læki. Jeg á úr vöndu að ráða, að fara eða vera í þjónuslu kirkjunnar, undir þessum kjöruin og kringumstæðum, en líklegasl lafi jeg við fyrst um sinn, vegna safnaðar míns, er mig tekur sárt að skilja við, og sje, hverju fram vindur. Ritað í apríl 1919. Sveitaprestur. Mínningarorð. Einvíg lif og helja liáði, liörð og Iöng var sjúkdómspraul. Sigri ljúfum lííið náði, leirinn að eins dauðinn lilaut. Sálin glöð til sigurhæða sveif á lífsins dýrðarbraul. Fyrir Jesú blóðið bjarta brustu fjötrar, leystist önd, og við Drottins heilagt hjarta hvlld var góð er slitust bönd; frjálsum anda í föðurhendur fögur blöstu sólarlönd. Fr. Fr.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.