Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.07.1919, Qupperneq 12

Bjarmi - 01.07.1919, Qupperneq 12
116 BJARMI nú farin að skálda um sig og aðra. En þetta getur varla staðið lengur en meðlætis-víman, sem sjaldnast stendur mjög lengi. Og þegar mót- lætið, sem er æði títt og þrálátt, heimsækir mann og setst að, og mannlegur veikleikur og breyskleik- ur, og þar með allskyns bágindi, eru miklu eða mestu ráðandi í lífi manns, eða þegar syndafall og syndaneyð, eða íaunir og nauðir sjálfs manns dauða eða ástvinanna sækja á og að, þá mun hið mannlega sannlega segja til sin, og lála sálina, sam- viskuna, hjartað og hugann fmna, að maður er enginn Guð, og Guð er ekki maður; og að þá er einskis framar þörf en alls liins undarlega og óskiljanlega, en óumræðilega dýr- mæta, dýrðlega og guðdómlega, sem skrifað stendur um Drottin vorn Jesúm Krist; og geti menn þá eigi trúað á hann, og leitað til hans, treyst orðum hans og fyrirheitum, og álitið sönn og trúanleg öll lrans máltar- og miskunnarverk sem Guðs eingetins sonar, þá sökkva þeir með sál og líkama niður i bolnlaust hyl- dýpi hinnar mestu eymdar og nauð- ar. — En lof sje Guði, sem gaf oss sinn eingetinn son, að í íleslri eymd og neyð mannlegs lífs legst ílestum það til, að þeir geta gripið, og hald- ið fasl með trúar og vonarhendi öll- um eða mestöllum fagnaðarboðskapn- um um Jesúm Krist og í honurn; og að það þá er hans guðdóms vilji og máttur, og trúin á lrann, sem styrkir og göfgar liið mannlega, og hjálpar til »að sigra hverja synd og neyð, er særir mann um æfiskeið«. — Ekki vil jeg þó með þessu, eða neinu öðru, gera lítið úr guðlegu ætterni sálar vorrar, eða þvi, sem poslulinn segir, að vjer sjeum allir Guðs æltar. Nei, fjarri fer því; heldur vil jeg sem allra mest og best inn- ræta sjálfum mjer og öðrum þá trú, að vjer erum allir Guðs börn, og eigum hann allir að algóðum og al- máttugum föður. En hitt meina jeg, og fæ ekki betur fundið eða sjeð, en að rjett sje, samkvæmt öllum vilnis- burðum um Krist, og orðum lrans og öllu verki, að vjer erum Guðs börn svo smá og veik, svo tilorðin og þannig sett, að vjer gætum aldrei komist til föðursins nje orðið full- komnir eins og hann, eða sannar- lega elskuleg börn hans, ef faðirinn hefði ekki sent og gefið oss fullkom- lega elskulegan son sinn, sem var í- mynd hans veru og ljómi hans dýrðar — fullkomlega eitt með hon- um í sannleik, rjettlæti og kærleika, til að sýna oss föðurinn og hjálpa oss til hans; og að slíkur fullkom- inn elskulegur Guðssonur kæmi í heiminn, væri í heiminum og hyrfi úr heiminum, eins og vitnað er urn Frelsara vorn Jesúm Krist, öðru vísi og á undursamlegri hátt en allir aðrir, það væri síst af öllu ólíklegt eða ótrúlegt. Og þannig hefur líka alföðurnum alvitra, algóða og almáttuga þóknast að verða skyldi, og með því opin- berað sjálfan sig sem elskuríkan og elskulegan föður, er kannast við oss alla sem elskuð börn sín, og vill gera oss alla að elskulegum börnum, sælum um siðir í og af elskunni fyrir meðalgöngu og tilverknað liins eingetna elskulega sonar. En með öllu því yfirnáttúrlega, guðdómlega, dýrðlega, sem gjörðist í og með Jesú Kristi, hefur liann sýnt það og gerl trúverðugt, er engillinn sagði: »Að ekkert orð frá Guði mun verða ó- máttugt«, og þar með gefið öllum í öllum kjörum lífs og dauða vissa von og trú þess, að hann »vantar livergi vegi, hann vantar aldrei mátt, hans bjargráð bregðast eigi, til bóta’

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.