Bjarmi - 15.08.1920, Blaðsíða 2
122
B JARMI
urn eða húslestrum er ekki haldið uppi
og án »Jólakveðjanna« væri hjá földa
fullorðnu fólki eng-
in indæl bernsku-
minning um þessa
dýrðlegustu hátíð
kristindómsins eða
þýðingu hennar og
áhrif á barnshjört-
un, alt öðru vísi en
áður var, eins og
eldri menn muna,
þá er jólalestrar
tíðkuðust á hverju
heimili og menn
fjölmentu til hinnar opinberu guðsþjón-
ustu. Jeg hefi haft það fyrir reglu, síðan
byrjað var að senda Jólakveðjurnar, að
láta hvert býli fá að minsta kosti 1 ein-
tak, þótt þar væri að eins um ungbörn
að ræða, eitt eða fleiri. Geyma þá mæð-
urnar börnunum »Kveðjurnar« til þess,
er þau eru komin til vits og ára og geta
sjálf lesið þær. Hjer er það svo að börnin
hlakka til Jólakveðjanna, og það ár sem
þær ekki urðu sendar, varð jeg var við
almennan söknuð meðal þeirra. Er mjer
kunnugt um að mörg börn halda »Kveðj-
unni« saman, sem þeim hafa verið send.
Já, með Jólakveðjunum vinnið þjer gott
og blessunarrikt starf fyrir kirkju og
kristindóm þessa lands'). Jeg lít á þær
fyrir mitt leyti sem einskonar hrópand-
ans rödd i óbygðinni, á hinni andlegu
eyðimörku kirkju vorrar, sem nú virðist
yflrleitt eiga sjer stað, sjerstaklega hvað
áhuga almennings á kristindómsmálum
snertir, verkamennirnir að vísu ekki svo
fáir og áhugasamir sumir hverjir. en upp-
skeran tiltölulega lítil enn sem komið er«.
En þar sem Jólakveðjan er gefin
af svo góðum hug og svo kærkomin
oss, er eiginlega ófært annað en
senda eitthvað í staðinn, enda flestir
sammála um það.
Þess vegna keypti jeg og ljósmynd
af Þingvöllum, sem Magnús Ólafsson
Ijósmyndasmiður í Rvík hefir tekið
og síðan litað mjög vel svo litlu
munar og á málverki, en steinprent-
un hennar erlendis kostar um 1000
1) Pakklætið eiga danskir sunnudagaskólar. Jeg
er aðeins niilligðngumaður í þessu máli. Ritslj.
kr. og burðargjald og útsending í
Danmörku yfir 200 kr. Sjálf myndin
kostar 300 kr.
Úpp í þetta er innkomið alls 562
kr. 20 au. eða vantar með öðrum
um 900 kr. til þess að standast
kostnaðinn. En fyrir 1. oktobr. verð
jeg að síma litmyndaprentsmiðjunni
hvort hún á að prenta myndina, svo
þeir sem vilja styðja að þessu, verða
gð gera það sem fyrst.
Jeg legg ekki að neinum manni
hálfnauðugum um fjársöfnum í þessu
skyni meðal barnanna. Þeir sem kalla
það »betl« og fmst íslenskum börn-
um hollast að væru ekki mint á að
gefa aftur þeim sem gefa þeim, —
æltu ekki að gera sjer neitt ómak.
Og það er alls ekki bón mín að
prestarnir gefi fyrir börnin. Ef öll
börn, sem Jólakveðjuna fengu í vetur
sem leið og ekkert hafa gefið enn,
vildu gefa 10 til 15 aura hvert og
biðja prestinn sinn eða annan áreið-
anlegan mann að senda mjer þá sem
fyrst, þá er hægt að koma myndinni
fyrir jólin með kveðju frá íslensk-
um börnum í 1200 sunnudagaskóla
danska. Og geti ekki vönduð Þing-
vallamynd í 1200 samkomuhúsum
dönskum vakið holla eflirtekt á ís-
landi, veit jeg ekki hvað getur það.
En hvað sem þessu líður eru prest-
ar beðnir að láta mig vita sem
allra fyrst hvað margar fjölskyldur
eru í prestaköllum þeirra. Eftirspurn-
in er svo mikil eflir Jólakveðjunni
og fjölskyldur svo margar í Rvík og
öðrum kaupstöðum að fleiri en eina
»Iíveðju« handa hverri fjölskyldu get
jeg varla sent.
Sigurbjörn Á. Gíslcison.
P. S. Enginn skilji samskota beiðnina
svo að börnin geti ekki fengið Jólakveðju,
i þeim sveitum eða kaupstöðum þar sem
enginn heflr framkvæmd til að gangast
fyrir samskotunum, — siður en svo; enda