Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1921, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.02.1921, Blaðsíða 10
38 BJ ARMI Hvert sem litið er, ber hið sama fyrir augu vor og eyru. Innan vjebanda heimilisins er ó- gætilegt hjal haft um hönd, háð- glósur um aðra á bak og vægðar- lausir sleggjudómar. Á hinum marg- víslegu starfsviðum lífsins fer því sama fram. Og hvar eru þá geymd þessi orð frelsara vors: dæmið ekki? Mennirnir taka hart á brotum hver annars. Mennirnir, sem eiga að vera eins og bræður, eigandi einn og hinn sama föður á himnum, berast á bana- spjótum bæði í eiginlegum og óeigin- legum skilningi. Og þó segir Kristur við þá: dæmið ekki. Hann horfir beint inn í sálardjúpið og sjer þar hulinn gimstein, sem virtist lýndur innan um skarn syndarinnar. Sitt eigið lif hann Ijet til lausnar þessum gimstein; hann kom til þess að leila að hinu týnda og endurreisa fallið mannkyn. Fyrir það fórnaði hann sjálfum sjer. Og i þeirri fórn hans er fólginn dómur þinn, bróðir minn eða systir. Þigðu fórnina, gjöfina hans góðu, — og þú umfiýrð dóm þinn — hafnir þú henni, — þjer er frjálst að velja eða hafna eftir vild, — þá hef- urðu sjálfur kveðið upp þinn eiginn dóm, því Guðs orð segir ótvírætt: Sá, sem ekki hefir soninn, hefir ekki lífið. Nú erum við hjer að kveðja systur, sem fæst okkar þektu að visu, en sem jeg þekti nóg til þess, að mjer er óhætt að vilna það hjer við kist- una hennar, að hún lól Drotni sjálfa sig og málefni sín, og þáði að gjöf fórn Guðs sonar. Hún fann það vel, að sú gjöf er óverðskulduð náðar- gjöf. Hún fann það svo vel, af því að hún þekti syndina svo vel. Hún hafði verið á valdi hennar svo árum skifti, reirð fjölrum hennar, særð sárum hennar, þjökuð undir oki hennar lifði hún angistarstundir, sem engin orð fá lýst. Hún hafði leikið sjer að syndinni eins og leikfangi, uns syndin varð að bitru vopni í hennar eigin hendi, risti rúnir sínar á sálarlif hennar. — G'áleysi æskuáranna verða oftast svörtustu skuggar mannsæfinnar. Lálið þau víti yðar að varnaði verða, ungir menn og konur! Jeg væri ekki að segja yður þetta, ef það væri ekki satt, og jeg mundi heldur ekki tala nm það, ef hún hefði ekki beðið mig þess sjálf — öðrum til viðvörunar. Það var gleðilegl að sjá hana snúa við og finna friðinn, — friðinn, sem hún hafði farið á mis við svo undur lengi. Hún áttaði sig og leitaði í átt- hagana — heim. Og heima beið op- inn föðurfaðmur með fyrirgefning sakir Jesú Krist. Hún sá það að vísu seint, en þó ekki of seint. Og hinn liknsami frels- ari, sem hafði leitað, uns hann fann aftur týnda gimsteininn, reisti við reirinn brotna, og rjetti henni hönd sína. Og hún var hrifin burt frá valdi syndar og Satans, — hún varð frjáls i Jesú Kristi. Jeg veit það vel að bæði hún og hennar líkar, verða fyrir hörðum dómum almennings. En væri oss eigi sæmra, að horfa á vorn eigin sálar- hag og líta svo með nærgætni kær- leikans til aumingjanna, sem leiðast afvega? Og væri oss eigi ráðlegast, að losa oss sem fyrst við dómsýkina, sem til þessa helir um of eitrað líf fjöldans. — — En þú, sein hitlir á leið þinni afvega- leiddan bróður eða systur, — hrintu þeiin ekki frá þjer með köldum dómi, — stjakaðu ekki við þeim með oln- bogaskoti tortrygninnar. — Rjetlu þeim heldur hlýja vinarhendi. Leitaðu þess, sem horfið er mannasjónum, en sem lifir þó f djúpi bjartnanna, þar lifir þráin eftir samúð og kærleika. —

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.