Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1921, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.02.1921, Blaðsíða 4
ÖJAftMÍ M Leyfið mjer að segja yður, að jeg j fer innan fárra daga frá Reykjavík, eftir tveggja mánaða dvöl, og tek jeg með mjer margar fagrar endurminn- ingar, sem jeg mun varðveita til elli- ára. En fegursla endúrminningin staf- ar frá fundarkveldi í K. F. U. M. Það var fermingardrengjahátíð og salurinn var fullur unglinga. Vjer höfðum sung- ið sálm, sem endaði á nokkrum orð- um um Jesúm og helgan kross hans. Þegar vjer litum upp úr sálmabókinni, stóð síra Friðrik í ræðustóinum með krossmark í höndum sjer. Hann þagði nokkrar mínúlur, en loks mæltihann: »Með þessu muntu sigra«. —Já, með því hefi jeg einnig unnið sigra í lífi mínu. En það er engin guðmannleg vera í mjer. — Og að þvi er snertir þessa góðu og guðhræddu menn, sem vitnað er til, þá þætti mjer gaman að spyrja »únítarismann« einnar spurn- ingar: Hefir yður hepnast að fá nokk- uð að vita um Guð, sem vjer vissum ekki áður? Spyr þú Buddha, — þú færð margt fagurt og salt að vita hjá honum um manninn, — en ekkert um Guð. Spyr Sókrates, — það er þess verl að spyrja hann margra hlula —, en það, sem hann segir þjer um Guð, er lítils virði að vita. SpyrMúhamed, — ílest það, sem hann segir, hlýlur þú að vona að sje rangt. Og þannig gæti jeg haldið áfram að telja. — Þú veizt t. d., hvernig guðspekin spyr allskonar menn ráða. En eigi hefir henni tekist að bæla við nokkrum nýjum drætti í þá mynd, sem Jesús frá Nazaret hefir gefið oss. — Jú, ein- um: — að Guð sje meinlaus (»skik- kelig«). En það er eigi Guð Krists eða kristinnar kirkju. Guð Jesú Krisls og Guð kristinnar lcirkju er heilagur Guð, voldugur og óltalegur Guð. . . . Spyr þú Jesúm! Orðin hans »i dag« eru enn í gildi. Þegar hann kom, varð vegurinn greiður lil Guðs. »Enginn þekkir föðurinn nema sonurinn«, segir hann, og þau orð eru sönn enn i dag. Síðasta kvöldið báðu þeir hann: »Sýn oss föðurinn . . .« og Jesús svaraði: »Hver, sem hefir sjeð mig, hefir sjeð föðurinn«. Má jeg spyrja þig? Vjer munum allir telja sjálfsagt, að sje Guð til, þá hljóti hann að vera kærleikur. En hvaðan er þjer komin sú vissa? — Frá norðurljósunum? Frá guð- spekinni? — Nei, eingöngu frá Jesú. Ef guðspekin veit það, stafar sú þekk- ing frá Jesú. Jesús var sjálfur kær- leikurinn. Það er auðfundið, hverjum sem um hann les, að sá, sem hefir sjeð hann, hefir sjeð föðurinn. Þess vegna er faðirinn, er Guð, kærleikur. Og þannig má halda áfram. Mynd Guðs í meðvitund vorri er í raun og veru eiginlegleikar Jesú, sem vjer til- einkum óþektum Guði. Hvernig er þessu varið? Það er leyndardómurinn, sem kristindómur- inn hvílir á, trúin á Jesúm sem Guð af Guði, ljós af ljósi, sannan Guð af sönnum Guði. Vjer komumst eigi að dýpslu rótum leyndardómsins, því að vjer ströndum á þeirri mikilvægu hugsun, að eins og engir þekkir föð- urinn nema sonurinn, eins þekkir enginn soninn nema faðirinn. Það er ráðgáta, sem vjer ráðum ekki, en trú vor haggasl ekki: Hann er vegurinn, eini vegurinn til Guðs. Þessi trú verð- ur eigi sönnuð, en þrátt fyrir það er hugsun hennar góð og gild; um það talaði jeg seinast er jeg prjedikaði hjer. Jeg talaði um krossinn og meðal annars um vizku krossins, — því ætla jeg eigi að endurtaka það. En hvernig líður þessari trú nú á dögum? Jesús sagði við Filippus: »Suo langa stund hefi jeg verið með gður, og þii Filippus, þekkir mig ekkF- Skyldi hann eigi hugsa svipað um mannkynið á vorum dögum? — »* 1900 ár hefi jeg verið meðal yðar,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.