Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.09.1921, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.09.1921, Blaðsíða 2
Í62 BJÁRMÍ ef vera skyldi Mynstershugleiðingar, sem þó er ef til vill besta bókin, sem við eigum; gengur aldrei úr gildi; ú kannske jafnvel best við þessa tíma. En ritningartextarnir mættu auðvitað vera miklu lengri, en útleggingin aft- ur Styttri. En mjer finst, að jeg verði að treysta lærðum guðfræðingum jafn- betur til þess að útskýra textana heldur en misjafnlega mentuðum mönnum á smábæjum, þá kannske nýkomnum inn úr illveðrinu, fjós- inu eða fjárhúsinu, en þó getur orðið fallið í eins góðan jarðveg hjá fá- fræðingum sem hinum menntaðri. Þegar Pjetur biskup safnaði hug- vekjum presta, seldust þær strax upp, og nú fyrir löngu ófáanlegar, enda nú ekki lengur nýjar, en það þart að leika fyrir mannsandanum, láta hann fá nýtt og nýtt. Síra Haraldur hefir lagt út af sum- um helgidagaguðspjöllunum. Hvers vegna ekki öllum? Það er eins og flestar raddir, sem til sín láta heyra, kveði nú einum rómi: niður með allan guðsorðalest- ur. Þeir sem bestir eru, segja að hver eigi að biðja fyrir sjer sjálfur. Er það auðvitað salt, en reynslan hefir sýnt, að margir hafa fengið styrk og hughreystingu af orðum annara. Nú standa sakir þannig, að við hefðum heldur þurft hjálp til að glæða og lífga upp lestrana, en ráð- leggingu til að hætta við þá. Oft er þörf, en nú er nauðsyn. Jafnvel biskupinn sjálfur, ætti að muna eftir því, þegar faðir hans söng: »Þitt orð er Guð vort erfða- fje«. Ætli sálmasöngurinn falli ekki lika niður, ef lestrarnir falla niður. Ynd- islegt væri, ef hægt væri, að glæða biblfulestra, en ekki að fella hitt nið- ur. Biblíulestrar, húslestrar og kirkju- ferðir er vant að standa og falla hvað með öðru. A. D. II. B. J. á þakkir skilið fyrir grein sína um þetta efni i 7. tbl. Bjarma þ. á. Eins og ástatt er nú á íslandi er ekki vanþörf á að hreyfa máli því. Tvent ber til þess fyrst og fremst að mínu áliti: 1. Að hræðilega vanrækt er að lesa biblíuna, (það ætti maður ekki að gera hvað sem postillum eða prest- um líður) og 2. Að erfitt er að gera greinarmun sannleika og lýgi, ef maður enga sjálfstæða þekking hefir í biblíunni. f*egar jeg var að alast upp heima, var talið sjálfsagt að gleypa við öllu, sem presturinn sagði, og synd var að efast um sannleiksgildi postillunnar, stóð á sama eftir hvern hún var. En nú ætti öllum að vera orðið ljóst, að þjóðinni stendur stór hætta af öllum þeim hrærigraut sannleika og lýgi, er mikill hluti prestanna ber á borð, ef maður sjálfur getur ekki dæmt um hann af bragðinu. Lesið bibliuna! Ætli það sje ekki öruggast? Jeg vildi óska, að jeg gæti hrópað inn í eyru hvers einasta ís- lendings: Lestu bibliuna; hæltu að reiða þig á skeikula menn, er um eilífðar velferð þína er að ræða. »Bölvaður er sá, sem reiðir sig á menn og gjörir hold að armlegg sin- um, en hjarta hans vlkur frá Drotni«. Jer. 17,5. »Biblían er svo þungskilin«, er al- vanalegt viðkvæði þeirra, er minst lesa í henni. Almenningur kýs því heldur að lesa skýringar eða prjedikunarbækur. En hafi postillan þau áhrif, að þjer

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.