Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.09.1921, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.09.1921, Blaðsíða 3
ÐJARMI 163 að jafnaði flnsl vera betra að lesa hana en biblíuna, eða að þú betur getir án biblíunnar verið en postill- unnar, þá er hætt við að »galli sje á gjöf Njarðar«. Hafl notkun post- illunnar þannig drepið hjá þjer alla löngun eftir að lesa biblíuna, (i stað þess að styrkja hana og gera þig færan til þess) þá er mjer nær að halda, að þjer sje best að hætta gömlu húslestrunum og brenna postilluna. Já, biblían er þungskilin, svo þung- skilin, að bjálp alviturs Guðs þarf til að geta skilið hana. Langar þig verulega til að geta lesið bibliuna og til að skilja hvað þú lest? Verður löngunin svo mikil, að negð knýr þig á knjám til Drott- ins? þá fyrst fær Guðs orð »fram- kvæmt það, sem Drotni vel líkar, og komið því til vegar, er hann fól því að framkvæma«. Jes. 55, 11. Heilög ritning verður ekki skilin án jbænar; hún verður ekki skilin nema að hún sje lesin i sama anda og hún er rituð 1. Fái Guð gefið þjer þann anda, muntu skilja margt, er postillan eða presturinn gerði óskilj- anlegt með »skýringum« sínum. Lestu biblíuna, þólt þjer fyrst í stað finnist hún þungskilin. Ef við sneiðum hjá öllum erfiðleikum, verð- ur Guði ómögulegt að gefa oss náð til að gfuvinna þá, og þar að auki förum_við á mis við blessunina, er leiðir af sigursælli baráttu. íslenskri konu, mjög gáfaðri, kynt- ist jeg einu sinni erlendis, er ákveðið vjefengdi sannleiksgildi biblíunnar (bæði hins gamla og nýja testament- is), bara af því, að hún hafði hlust- að á nokkrar ræður sira N. N. i Reykjavik. Hvað var svo i þessum ræðum, er gerði þetta að verkum? Það skildist mjer fljótlega: Það var mannlegur samansetningur, iklæddur kristilegum orðatiltækjum, algjörlega andstæður öllu Guðs orði. Og svo vjefengdi vesalings konan sannleiks- gildi bibliunnar vegna þess, sem alls ekki stóð í hennil »Sá, sem talar í söfnuðinum tali sem Guðs orð«. Til að geta dæmt um það, verður maður að hafa svo litla sjálfstæða þekkingu i Guðs orði. Öruggast er að lesa bibliuna með eigin augum, máske þar standi margt er þú aldrei heyrðir prestinn eða postilluna minnast á einu orði. Má- ské biblían geti sagt þjer að þú þurfir afturhvarfs og endurfæðingar með, þótt þjer hafi aldrei skilist það á prestinum. Máske þjer með hjálp bibliunnar gæti skilist hversu þú þarfnast Jesú, friðþægingar hans og kraftar upprisu hans. Erfitt hefir verið að fá biblíur viða á íslandi; úr þeirri skömm er von- andi búið að bæta. Þá bók þarf eng- inn bóksali að skammast sin fyrir i búðarglugganum; enn þá er hún nú seld og lesin allra bóka mest (þó ekki á íslandi?). Hið breska og útlenda bibliufjelag hefir siðan 1804 jafnaðarlega gefið út 15 biblíur hverja mínútu, eða 900 hverja klukkustund i sólarhringnum; það verða 21600 daglega, alt árið. P. t. Elmore, Minn. 28. mai 1921. Ólafur Ólafsson. * * ¥ Athugasemd ritstjórans. Greinar pessar, sem orðið hafa að biða vegna þrengsla, eru harla íhugunarverðar, og væri æskilegt, að fleiri tækju til máls um þetta efni. t næsta blaði mun ritstjórinn segja sitt állt, en fúsir erum vjer til að gefa fleirum rúm, eftir því sem unt er. Grein um Kristindómsfræðslu, Minn- ingarorð um Önnu G. o. fl. o. fl., biður vegna þrengsla i blaðinu,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.