Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.09.1921, Blaðsíða 6

Bjarmi - 15.09.1921, Blaðsíða 6
166 BJARMI Kennarar auk skólastjóra sr. Ásmund- ar Guðmundssonar voru: Guðgeir Jó- hannsson, Benedikt Blöndal, Sigrún Blöndal og Þórhallur Helgason. Fæði og þjónusta kostaði 3 kr. 60 a. á dag fyrir karla, en 3 kr. fyrir konur. í Hvitárbakkaskóla voru 23 í yngri en 13 í eldri deild. Hlutafjelag tók við skólanum í fyrra, en áformað er að hlutabrjefin sjeu innleyst smám- saman, með því sem græðast kann á búskapnum, svo skólinn verði sjer- stæð eign. Skólastjóri er sr. Eiríkur Albertsson og aðrir kennarar, Guð- jón Eiríksson og Björn H. Jakobs- son; nemendur voru 23 í yngri og 13 í eldri deild. Fæðiskostnaður pilta var kr. 2,23, en stúlkna kr. 1,91 á dag. Matreiðsla og þjónusta var kr. 125, fyrir pilla, en kr. 90, fyrir stúlkur allan veturinn. Áuk þess skólagjald kr. 120 á hvern nemanda. Skólaskýrslan ber með sjer, að talsverður trúarblær er á skólalífinu og er það mikil nýlunda og góð. Hver starfsdagur hófst með morgun- bæn, las skólastjóri ritningarkalla, útskýrði bann og flutti bæn; sungið var á undan og eftir. Kvöldbænir voru svipaðar. »Daglegar guðsþjónustur í skólum fela óefað í sjer mikinn mátt. Mun þar ekki ógreiðasta leiðin til að flytja þjóðinni göfgi og kraft kristindóms- ins«, segir í skólaskýrslunni, og er vafalaust alveg rjett. Morgunbænir og borðbænir þykja sjálfsagðar i flestum alþýðuskólum meðal evan- geliskra þjóða á vorum dögum, en þær mega aldrei verða dauður vani, líkt og hjer var í latínuskólanum. Bæn, beðin af skólastjóra eða öðrum trúræknum kennara, ætti að vera góð vörn gegn að svo fari. Ungmennaskólinn að Núpi, hefir og þann góða sið. Guðsþjónusta eða húslestur hvern helgan dag, og »dag- starfið byrjað jafnaðarlega með morg- unversi og stuttri útskýringu eða hug- leiðingu greinar úr guðspjöllunum. Kvöldvers og trúarjátning áður en gengið er til svefns«, segir skýrslan. Nemendur voru þar 31 og kennarar Björn Guðmundsson og Hjaltlína Guð- jónsdóttir auk skólastjórans sr. Sig- tryggs Guðlaugssonar, sem komið hefir upp skólanum og ber hann mjög á herðum sjer, líklega að fleiru en einu leyti, fremur en margur ann- ar skólastjóri sinn skóla. Hann gaf t. d. alt kennarakaup sitt 3000 kr. og 1000 kr. að auk til skólans, en tekur ótrúlega lítið skólagjald, einar 20 til 30 kr. af hverjum nemanda. Mötu- neyti sameiginlegt var við þenna skóla, eins og 2 þá fyrnefndu, og var kr. 2,53 fyrir pilta og kr. 1,90 fyrir stúlkur á dag. — Sje ekki óhætt að þrefalda eða fjórfalda kenslugjaldið, þurfa bæði sýslusjóður og landssjóð- ur að leggja verulpgt fje til skólans. það er ekki vansalaust að stofnandi skólans þurfi að gefa alt sitt starf og meira til, svo að jafngóður og þarfur skóli geti staðist. »Húsrúmið orðið ótæklega lítið«, segir skólastjóri, kenslan verður að vera í einu lagi til sparnaðar, og er auðvitað óhentugt mjög, bæði nemendum og kennur- um. wÞakklálir vinir« setja stundum vandaðan legstein á leiði þess, sem þeir oft sneru baki að i lifanda lífi. Pað væri óskandi, sjerslaklega vegna heimila, sem senda unglinga til skól- ans, að þakklætið fyrir starf síra Sig- tryggs kæmi greinilega fram fyr en þarf að hugsa um legsteininn. Evangelisk Fosterlands-Stiftelsen í Stokkholm hefir sent Bjarma þrjár nýútkomnar góðar bækur til umtals:

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.