Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.04.1922, Page 1

Bjarmi - 15.04.1922, Page 1
BJARMI = KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XVI. árg. Reybjavík, 15. apríl 1922. 10. tbl. Lœrisveinarnir nrðn þá glaðir er þeir sáu Drottin. (Jóh. 20., 20.) Páskahugsanir. Drollinn ininn og Guð minn, mig langar til að lala við þig, og lofa þig, en mjer vefst tunga um tönn, þvf að hönd er slutt og hjartað kalt og hugurinn reikar víða. Rjettu mjer þína hönd, Jesús Kristur, svo að vermandi lífskraftur frá þjer streymi um mig, og öll mfn hugsun beinist að upprisu þinni og áhrifum hennar. Hjálpaðu mjer til að koma að gröf þinni með konunum, sem grjetu þig páskadagsmorguninn forðum, hlusta með þeim á engla vitnisburð, sjá tóma gröf, og undrast með þeim. — Jeg veit þú ert ekki fjarlægur, en fyrir- gefðu, þótt jeg ef til vill kannist ekki við þig þegar í stað. — Enginn nefnir nafn mitt sem þú, og því vil jeg nema staðar hjá Maríu Magdalenu, ávarpa þig eins og hún og fara sem hún og segja bræðrum mínum og systrum að þú sjert upprisinn, og jafnvel jeg hafi hitt þig, lærisvein- arnir þurfi ekki að vera hræddir nje hikandi, því að frelsarinn sje lifandi og hafi sigrað sjálfan dauðann. Leyf mjer að verða samferða lil Emaus. Jeg þarf þess með að hlusta á orð þfn, svo að mjer verði heitt um hjartað eins og samferðamönnum þfnum þá. — Má jeg ekki segja við þig eins og þeir: »Verlu hjá mjer, þvf að kvölda tekur.« — Vel má vera að kvöldskuggarnir sjeu í nánd, — og aldrei þarf jeg fremur en þá að vera í nálægð þinni. Drottinn minn og Guð minn, endur- tek jeg með Tómasi; jeg mun ekki standa að haki hans — í efasemdum, en hógværð þin og kærleikur er óbreyltur, og því dirfist jeg að biðja þig um að fylla hjarta mitl með sigurfögnuði postulanna er þeir sann- færðust um sigur þinn, svo að jeg verði fær um að greiða veg hugg- unargeislum páskasólarinnar til ein- hverra sem stynja í myrkri dauðans. Minn þú mig á ótal lærisveina þfna fyr og siðar, sem dauðinn gat ekki skelft, af því að þú hafðir vakið eilíft líf í hjörtum þeirra. Kendu mjer að syngja með þeim lofsöngva í húsum saknaðar og dauða. Fylg mjer, herra, út að gröf sjálfs min, að jeg kvíðalaust geti horft á staðinn þar sem líkami minn verður lagður, minnugur þess að þá er likaminn eiginlega orðinn svipaður gömlum fötum, sem jeg þarf ekki framar. Og þótt engin sjeu efni mín, þá er faðir minn nógu rfkur lil að gefa mjer nýjan fatnað. — Pjer sje lof og dýrð, ástkæri frelsari minn fyrir það að þú hlustar á þetta ófullkomna hænakvak mitl, skilur |)örf hjarta míns betur en jeg sjálfur og bætir úr henni og blessar mig rikulegar en jeg kann að biðja. Lof sje þjer um aldir alda. Amen.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.