Bjarmi - 15.04.1922, Side 4
76
B JARMI
þröngsýni nje »sleggjudómum« að í
límaritinu, og því eftirtektarverðari
eru orðin.
Takið ofan lituðu gleraugun og lítið
á trúmálaumhverfið fjær og nær, og
þjer munuð sjá, að »hræðilegu spor-
in« liggja brott frá biblíunni en ekki
lil hennar.
V.
Erindi H. N. pró/essors.
Misjafnir vöru dómar manna, er
Har. Níelsson auglýsti að liann ætl-
aði að flytja. 2 erindi gegn 3 kr.
inngöngueyri í »Nýja bíó«, er hann
nefndi Svar til biskups og Biskups-
kvarðinn lagður á. Þótti það ný aðferð
og ekki viðfeldin, bæði að nota trúar-
ágreining í gróða skyni fyrir sálarrann-
sóknafjelagið og að guðfræðiskennari
og þjóðkirkjupreslur færi að halda
slík ádeiluerindi gegn biskupi sínum
út af einni stuttri blaðagrein. Sögðu
sumir að rjetta svarið frá bæjarbúum
væri að lofa H. N. að tala þar við
auða stóla, en auðvitað litu fylgis-
menn hans öðru vísi á það og fjöl-
mentu.
Senuilega veröa erindin prenluð, og
spáum vjer, að þá virðisl sumum
þau allskorinorð. Enda þótt að
ýmsum áheyrendum þætti þau »furðu
bragðdauf« eftir allan storminn í trú-
málavikunni, en gæflyndur málrómur
verður eins og lognmolla í eyrum
þeirra, sem búast við og eru vanir
stórviðri.
Bjarmi hefir ekkert rúm fyrir ræki-
legt ágrip þessara erinda, en þar eð
fæstir lesendur hans munu hafa
heyrt þau, verður hjer sagt dálftið
frá þeim. Er freistandi að gera at-
hugasemdir um leið, en þær verða
að bíða.
»Sjá hversu lítill neisti getur kveikt
i miklum skógi« (Jak. 3., 5.) var
»textinn«,
Þótti H. N. missagnir danskra blaða
og þá einkum Kristilegs Dagblaðs,
sem eitt allra þeirra hefði bendlað
dr. J. H. biskup við spíritisma,
vera furðu lítið tilefni til leiðrjett-
ingar. Fór hann mörgum orðum um
afstöðu og ummæli danskra blaða
um sálarrannsóknaþingið liðið sum-
ar og erindi sín í Danmörku. Hafði
hann búist við hríð og slæmum við-
tökum hjá krislna fólkinu út af þeim.
Hallgrím biskup Sveinsson kvaðsl
hann hafa nafngreint í sambandi við
spíritisma, honum til sæmdar, »þegar
hin nýja þekking hefir sigrað alla
ljósfælni«, og sfst komið í hug að
nokkur mundi niðra honum látnum
út af því. í annríkinu ytra hefði
hann ekki lesið blöðin nema við og
við og ekkert vitað um greiniua i
Kristilegu Dagblaði 27. sepl. fyr en
liann nokkru síðar sá það borið til
baka í sama blaði að dr. J. H. væri
spíritisli. Kvaðsl hann hafa hlegið
að, því að þá hefði hann ekki vitað
að »svo Ijósfælnar og þreklausar
sálir« væru út á íslandi, að þær
lækju þelta nærri sjer. Reyndar hefði
hann »kynst einum karlmanni hjer
heima«, sem ofl hefði verið boðið að
koma á tilraunafundi, »en alt af af-
sakað sig með: »Það er enginn
kendur sem hann kemur ckki«. —
Hálfdán Helgason kand. theol. hefði
seinna sagt sjer á götu, að hann
hefði leiðrjett þessa missögn í Nat-
ionaltidende, og síra Bjarni Jónsson
hefði hjer heima sagst hafa átt leið-
rjettinguna í Krislilegu Dagblaði.1)
1) Ekkert mintist liann á að sira
Pórður Tómasson ljet þess getið i 1. tbl.
al' aMeddelelser fra Dansk-Islansk Kirke-
udvalg« 1920, að það væri ekki átt við
Jón biskup tlelgason þegar dönsk blöð
væru að segja frá andalrúarfundum á
heimili »biskupsins á íslandi«. Þau höfðu
fregnina þá eftir enskum spíritista-blöð-
um, sem H. N. skrifaði i.' Ritstf.