Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.04.1922, Blaðsíða 5

Bjarmi - 15.04.1922, Blaðsíða 5
BJARMI 77 Eu sjer hefði virst þetta smámunir innan um allar rangfærslur danskra blaða; sjálfur hafði hann og búist við hinu versta af þeim, »einkum kristilegu blöðunum«, Bjarmi hefði og flutt sum af ósannindum dönsku blaðanna um erindi sín, hafði H. N. þá boðið ritstjóranum heim til sín til þess að sýna honuin og segja hið sanna, ritstj. hefði verið sjer sam- mála um, að dr. J. H. mundi ekki ætla að hann (H. N.) hefði sagt í Danmörku, að hann (J. H.) væri spíritisti.1) »Geðstillingar-grein biskups« hefði því komið sjer óvart. Greinin i »Evangelisten«, 14 linur, í áþekkum anda og greinin í Innri-Missions- tiðindum, sem þýdd er í Morgni, hefði verðskuldað annað svar. H. N. las, hvernig hann hefði kosið það væri. En leiðrjetling biskups hefði farið í aðra ált, hann lalið »sæmd sína i hættu sladda« í augum norskra heima- trúboðsmanna, »gleymt codex ethicus prestasljettarinnar«, bjóst við að »óhreinindi mundu falla á biskups- embættið« og doldorsnafnbótina. Sneri H. N. nú mjög að biskupi persónulega, lalaði um »tvent ósalt« i greinum hans, sagði þýðingu hans sumpart ranga, sumpart illa orðaða og nefndi þar til þýðinguna á »usmage- lig«, »Uvæsen«, »Tilhængere«, Med- delelser« og »rene Banaliteter«, sagði ræðumaður að biskup hefði »ekki farið ráðvandlega með orð Páls«, sem hann hefði vitnað til í norsku greininni. 1) H. N. glcymdi samt aö segja frá, að vjer hefðum síðar leiðrjett það sem rangt var i fyrri greininni, og eins hitt að vjer bentum H. N. á, að ónærgætni væri að *tlast til að danskir blaðamenn myndu utanhókar biskupaskifti á íslandi, flestir bjerlendis mundu t. d. ætla, ef talað væri um nokkra ára gömul störf »biskupsins á Fjóni«, að átt væri við »núverandi Fjónsbiskup«. Las H. N. kafla úr biblíuskýringu W. Busche því til sönnunar að orð Páls ættu við sýn hans við Damaskus. »Þarf nú ekki dirfsku til að taka sjer þessi orð Páls i munn?« Pví segir dr. J. H. ekki frá þvi, ef honum hefir viln- ast svipað og Páli, og sje svo ekki, því »dirfist hann að taka sjer þetta i munn?« Svipað hefði áður hent biskup, er hann í hirðisbrjefi sinu hefði talað um wsönnun anda og kraftar«, raunar hefði hann þá verið sanngjarn og víðsýnn í garð spiritisla, en postulaorðin hefðu átt við alt annað en dr. J. H. hefði látið i veðri vaka. Las H. N. aftur úr W. Busche því til sönnunar og bætti við svipuð- um orðum um kraftaverk í garð biskups og áður um sýnina. Kvað hann þetta eitt dæmi þeirra, er »mist hefðu skilning á staðreynd- um frumkristninnar«, en »fleipruðu svo með orð postulanna.« Væri þar »frámunanleg grunnfærni« á ferð eða »TiIsnigelse«, orð, sem H. N. kvaðsl ekki vilja þýða. Biskup liefði whlaupið á sig af gáleysi í hirðisbrjefinu« og svo annað sinn í greininni i Evan- gelislen, er hann ætlaði að hugnasl heimatrúboðinu norska. Annars væru orð hans í greininni í litlu samræmi við framkomu hans hjer á landi gagnvart spíritisma, »athafnaleysið hjer heima« og ummælin í norska blaðinu ættu illa saman. Norðmenn mundu halda »að hann hefði marga hildi háð« við spíritismann, en þó hefði hann ekki reynt að stöðva slarf sitt "hje koma sjer, þjóðkirkjuprestin- um, frá, enda þótt hann (dr. J. H.) tilkynti útlendingum að hann teldi spirilisma óhæfu. (Niðurlagsorðum allmörgum náð- um vjer fáum, vegna lasleika — enda hafði erindið þá staðið nærri hálfa aðra klukkustund — og sleppum þeim því alveg. Sje eitthvað misritað

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.