Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1922, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.11.1922, Blaðsíða 2
186 B JARMI einkum þar sem ýmsir þeirra sigla undir fölsku flaggi, veifa um sig kristilegum orðatiltækjum og eru ekki nærri eins hreinskilnir og Haraldur prófessi Níelsson, kennari prestaefn- anna í lúterskri þjóðkirkju. Hann lýsti því á safnaðarfundi í Reykjavík 7. f. m., »að hann skammaðist sin fyrir að vera lúterskur«! — Það er skilj- anlegt, að þeir, sem svipað hugsa og hann, sjeu andstæðingar allra lút- erskra fræða, og kjósi að hver kenn- ari kenni það, sem honum sýnist úr ritningunni og útskýri það á sína vísu. En yrði það reglan, mætti sann- arlega tala Um að börn væru borin úl á hálan ís »kenningaklakans« og þeim gefnir steinar fyrir brauð. Enginn láti blekkjast, þótt flaggað sje með »víðsýni« og »frjálslyndi« frá þessari hlið. — Það er ekkert annað en auglýsingaskrum. Það sjest bezt á því, að þeir vilja láta harðbanna að kenna lútersk fræði, þótt bæði kenn- ari og börn æski þess. Og þótt þeir beri í vænginn, að prestar geti kent kver »ef þeim sýnist«, þá vita þeir jafnt sem aðrir, að eins og presta- kallaskipun er nú, þá er prestum víð- ast hvar hjerlendis lítt fært, ef ekki ómögulegt, að annast þá kenslu, ef barnakennarar í sóknum þeirra eru þeim ekki samhentir. Deilan um kverin er þvi aðallega trúarbragðadeila, einn þáttur árekst- ursins milli »nýju stefnanna« og lút- erskrar kirkju. Það er ekki úr vegi að minnasl þess, þegar næsta áhlaup verður gert á kverin »í nafni heil- brigðrar skynsemi«. Nýl. skrifaöi barnakennari, að börn ættu fremur að Iesa Páisbrjef en læra slðari hluta 9. kafla Helgakvers. Sá hluti er þó perla kversins sannkristn- um mönnum, og orðið blessunarrík- astur þeim er þetta ritar. Yara er eykst við útflutning. Hið merka, heimskunna kristni- boðsfjelag »American Board« var stofnað árið 1810 í Massachusetts- ríki. Eftir tillögum þeirra tíma varð fjelagið að leita opinberra staðfesting- ar, meðal annars til þess að geta á löglegan hátt verið eigandi að fast- eignum og lausafje o. s. frv. Mála- leitun fjelagsins var rædd í þingi rikisins af miklu kappi og mætti eigi lítlum mótbyr. Pingmaður einn kvað svo að orði, að fjelagsskap, sem flytti út krislindóm, gæti ríkið ekki viður- kent, kvað hann flesta mundu sam- dóma um að »framleiðslan« væri svo lítil að ríkisbúar hefðu ekkert aflögu. Var því umsókninni neitað. Málaleitun fjelagsins var borin fram nokkrum árum seinna í þinginu, og fjekk þá staðfestingu, af því sagt var einróma, að kristindóm væri óhætt að »flytja út«, þvi meira, sem flutt væri út, því meira yrði eftir til heima- notkunar. Leiðtogi innratrúboösins i borg einni vestan hafs segist aldrei biðja þá söfiuði um peningastyrk til starfs síns, er ekkert gefi til heiðingatrú- boðs. Hann kemst svo að orði: »Eftir 30 ára reynslu þori jeg að fullyrða, að án undantekningar gefa þeir söfnuðir mest til heima-trúboðs, sem best slyrkja heiðingja-trúboðið. Það er áreiðanlega almennur en alger misskilningur, að með þvi að styrkja gott málefni minki getan lil að gæta annara skyldna. Því ekki er svo að skilja að ekki sje um annað að ræða en mjög takmarkaðar fjár- upphæðir vorar. Auk peninga upp- hæðarinnar verðum vjer að taka a. in. k. tvö atriði andlegs efnis til greina: Það eykur ábyrgðartilfinning- una hjá oss og styrkir viljann til að

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.