Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1922, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.11.1922, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ XVI. árg. Reykjavík, 1.—15. nóv. 1922. 24. tbl. »Frœð pu sueininn nm veginn, seni hann á að halda«. (Orðskv. 22, 5.). „3arnalærdómskverin“ eru enn á dagskrá,— sem betur fer, — og um þau deilt, sem eðlilegt er. Barnakenslan hefir verið, og er lík- lega enn víða hvar, í mesta ólagi, og þá bafa »kverin« verið illa kend eins og flest annað. — Þó er ekki ráðist á aðrar kenslubækur á svipaðan hátt og kverin, heldur er þar reynt að bæta bækurnar og bæta kensluna. Það er sagt, að kverin hafi tæmt kirkjurnar, þó voru kverin miklu lak- ari fyrir 100 árum — og fólkið miklu kirkjuræknara en nú er — svo auð- sætt er, að aðrar ástæður eru að »tómum lcirkjum« en kverin okkar. Nokkrir gamlir prestar segjast ekki liafa sjeð verulegan árangur af ferm- ingarundirbúningi hjá fjölmörgum ungmennum, — og kenna það »kver- inu«. En hvað segja þeir um áhrif af ræðum sínum? Voru þau sýnileg að jafnaði? — Hafa ekki allir samvizku- samir kennarar þá sögu að segja, að margir nemendur þeirra hafi tekið of litlum frainförum? Hvað sýna próíin? Unglingaskólar kvarta yfir, að fjöl- margir, sem þangað koma úr barna- skólum, sjeu ekki sendibrjefsfærir, og margur »mentamaður« fer bæði með ritvillur og málvillur alla æfi. Ætli það reyndist meinabót í því efni að banna að kenna ritreglur og málfræði? Allir vita að ekki eru þær bækur vinsælar hjá flestum börnum, svo is- lenzku-kennurum yrði ekki eríitt að fá þau til »að hrópa húrra« fyrir því banni. — — Mótspyrnan gegn kverkenslu er af tveim rótum runnin. Sumir telja kverin of þung börnum, þótt þeir vilji, alveg eins og vjer, að kensla f kristnum fræðum stefni að þvf að gera nemendurna að sannkristnum fjelagsmönnum í söfnuðum kirkju vorrar. Við þá vill Bjarmi ekki deila. Geti þeir komið með betri kver, en þau, sem nú eru á boðstólum, þá er það ágætt. En þangað til ættu allir vinir lúterskrar kirkju að vera sam- laka í að nota þau kver, sem fyrir hendi eru, vel og skynsamlega. — Væri t. d. ágætt, að prestar tækju þau til meðferðar á samtalsfundum æskumanna. — Síra Fr. Friðriksson hefir reynt þá aðferð i Ií. F. U. M. í Rvík og gefist prýðilega. Aðalmótspyrnan er frá þeim kom- in, sem eru leynt og ljóst að reyna að grafa fætur undan öllum ákveðn- um kristnum játningum, og efast um margar sögulegar staðhafnir úr æfisögu Ivrists sjálfs og þá sjerstak- lega jóla- og páskasögurnar. Reir tala um »að bera börnin út á kenninga- klakann«, ef þeim sjeu kend lútersk fræði, en vilja fá sjálfir fult frelsi til að gera trúarbragðakenslu í opinberum skólum að trúboðssamkomum fyrir guðspeki, andatrú og allskonar ann- arlegar trúarskoðanir. Gagnvart þeim verða allir sannir vinir kirkju vorrar að vera á verði,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.