Bjarmi - 01.02.1923, Blaðsíða 3
BJARMI
15
arvörgura, sem húðskömmuðust þvert
yfir götuna. — Við skulum flýta
okkur, því hjer óskar okkur enginn
gleðilegra jóla; þar sem jól eru ekki
haldin eru engin jól. y>Heims um ból,
helg eru jól« er bara hálfur sann-
leikur.
En nú hringja klukkurnar, og á
miðri leið mætum við vel búnum
Kinverja, sem bi'osandi heilsar: »Ping-
an, ping-an!« (kveðja kristinna manna
í Kína: Frið, frið). — Klukkan ómar
og friður, kyrð; hátíðablæ og helgar
tíðir finnur maður að eins í kirkj-
unni; og kirkjan ein getur skapað
jól í heiðnu landi, því henni einni
hefir verið trúað fyrir fagnaðarerind-
inu, jólaboðskapnum. — Við flýjum
í kirkju; preslurinn les guðspjallið:
»Dýrð sje Guði í upphæðum og frið-
ur á jörðu«. — En er unt að njóta
friðarins og gleðinnar án þess að
hugsa til hundrað þúsund íbúa
Lahokowborgar, sem ásamt tugum
miljóna út um alt land bafa aldrei
komið í kirkju, aldrei heyrt gleði-
boðskap jólanna? Nei. — Nú heyrist
aftur raust Drottins: »Hvern skal
jeg senda? Hver vill vera erindreki
vor?« (Jes. 6, 8). Og Guði sje lof!
Fyrirheitið óbrigðula segir: »Sú þjóð,
sem í myrkri gengur, sjer mikið ljós;
yfir þá, sem búa í landi náttmyrkr-
anna, skín ljós«. Ugglaust er hjer átt
við jólastjörnuna.
Skín þú, blessaða jólaljós, yfir
dimma dali jarðar! »Hafi jeg þig,
hirði jeg ekki um neitt á jörðu«; þú
ert mjer nóg.
Með einlægri kveðju og ósk um
gleðileg jól i Jesú na/ni.
Ólafur Ölafsson,
krislniboði.
r?— .... ^
Heimilið.
Deild þessa annast Guðrún LÉirusdóttlr.
v—— ■ 4
Brúðargjöfin.
Saga eftir Guðrúnu Lárusdótlur.
(Frh.)
Hún vissi að enginn var í her-
berginu annar en hún sjálf, og þó
gáði hún vandlega í kringum sig,
rjett eins og hún þyrfti að ganga úr
skugga um að svo væri. Freytuleg
og döpur settist hún í stólinn hjá
arninum, einmitt i sama stólinn, er
hún sat í þegar konan, veslings ólán-
sama drykkjumannskonan, kom og
truflaði hugsanir hennar og bætti við
þær örðugu viðfangsefni. Hún and-
varpaði þungan, og í þvi andvarpi
bjó meiri kvöl og kvíði en orð fá
lýst. Hún fól andlitið í höndum sjer,
en tárin tóku að renna ofan kinnar
hennar. Þannig sat hún stundarkorn.
Steinhljóð var í öllu húsinu, en
stundaklukkan þokaði vísunum sín-
um áfram jafnt og þjett og minti á
óaflátanlega tímans rás.
Hugsanir Helgu voru i ógurlegu
uppnámi, án þess að hún gæti stöðv-
að þær eða komið þeim í nokkurt
horf, þó vötðust þær sífelt um eitt
og hið sama, þetta ógnar orð, sem
fylti hug hennar skelfing og angist:
á/engissali. Og það var maðurinn
hennar, hann Hákon, sem hún hafði
ávalt álitið góðan dreng og sóma-
kæran mann, enda þótt hana hefði
grunað sitt af hverju upp á síðkastið,
— að hann skyldi vera áfengissali!
Hann fylti þá þann flokk manna,
sem byrlaði öðrum ólán og mæðu í
gerfi glittandi eiturvökvans! Gat það
verið satt? Voru þá dagleg þægindi
hennar keypt því verði? Kostuðu þau
tár, hugarkvöl, heimilisfrið og ham-
ingju lítilmagnanna, sem voru ofur-