Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1923, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.02.1923, Blaðsíða 1
BJARMI E KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XVII. árg. Reybjavík, 1. febrliar 1923. 3. tbl. Höndlaðu eilift líf, sem pú erl kallaður til. (1. Tím., 6, 12 ). Læknar og kristindómur, Svenskur læknir, sem var á kristi- legum læknafundi í Hróarskeldu í Danmörku í haust sem leið, skrifaði á eftir í »Svenska Morgonbladet« í Stockhólmi á þessa leið meðal annars: »Árið 1897 sneri dr. Krohn sjer til nokkurra lækna, sem hann vissi að voru trúaðir menn, til að vita, hvort þeir vildu ekki stofna sjerstakt kristi- legt læknafjelag. Árangurinn varð sá, að fjelagið var stofnað haustið 1897. Formenn þess hafa verið læknarnir: Joh. Brodersen, N. Chr. Smidt og P. D. Koch. Fjelagsmenn eru nú ekki færri en 124, og auk þess er í »sam- bandi« við það læknanemaflokkur með 143 fjelögum. Þessar tölur sýna hvað kristindómur lætur mikið til sin taka meðal Dana, þótt Daumörk sje ekki hálfdrættingur móts við Svíþjóð að íbúatölu. Kristnu læknarnir dönsku tóku þegar að hugsa um kristniboð. Síðan fjelag þeirra var stofnað, hafa 25 læknar danskir gjörst kristniboðar, 7 konur og 18 karlmenn; af þeim höfðu 8 numið læknisfræði í Eng- landi og Ameríku, en hinir 17 við háskólann í Kaupmannahöfn. Þessir læknar hafa farið til Sýrlands, landa- mæra Afganistan, Kina, Súdan og Java. Auk þess hefir fjelagið látið halda fjölda fyrirlestra heima fyrir, til að vekja áhuga trúaðra manna á læknatrúboði og stofnað kristilegt fjelag læknisfræðinema. Læknafundurinn var að þessu sinni í gistihúsinu »Prinsinn« í Hróars- keldu. Það var hátíðablær á öllu. Þegar jeg kom þar inn í fundarsal- inn, var þar einstaklega myndarlegur hópur lækna og kvenna þeirra. Þar sá jeg 4 svenska lækna: Rumars (Ty- ringe), Lövenhjelm (Löth), Idar (Vest- eraas) og Sardin (Krippefjeld). í danska hópnum voru: Saugmann prófessor (heilsuhælið við Vejle), Ingerslev (Friðrikshavn), Schou (Dí- analund), Götshe, Balslev, Vester- gaard og margir aðrir, bæði gráhærð- ir öldungar og nýútskrifaðir lækna- gyðjubræður. Umræður um fjelags- mál voru skemtilegar; rætt var og um ýms stefnuskrármál. Læknarnir kristnu ætla að ráðast gegn efnis- hyggju samtímans, styðja bindindis- mál og siðgæði í kynferðismálum, og hafa áhrif á trúarstefnur starfsbræðra sinna. Stungið var upp á, að trúaðir læknar svenskir skyldu fá að verða áskrifendur að timariti fjelagsins; nafni þess, »Meddelelser«, bæri að breyta, og talið eðlilegast að það hjeli »Nordisk krislelig Dagblad«. Tilætl- unin var, að vekja jafnframt athygli trúaðra lækna í Noregi á þessu blaði. — Að öllum líkindum verður innan skamms stofnað kristilegt læknafjelag í Svíþjóð, er vafalaust verður bæði

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.