Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1923, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.10.1923, Blaðsíða 14
186 BJARMI höfum«, og svo beygði hann vísi- fingur til að sýna, að Danmörk væii svipuð að stærð og fremsti köggull- inn. Þess vegna þykir okkur það ný- stárlegt og ekkert viðfeldið, að heyra nokkurn annan telja sig með fámenu- inu fremur en okkur. Við komum einnig hingað sem full- trúar frá smávöxnum bróður ykkar, fámenna indverska söfnuðinum, sem við erum i, á Indlandi, — og vjer biðjum hinn stórvaxna íslenska bróð- ur um að minnast þessa safnaðar i kærleika. — Hann er ekki gallalaus, fjarri þvi, en þar eru þó sannkristnar ínanneskjur, sem ljúft er að minnast. Jeg man í svipinn best eftir ind- verskri kenslukonu, sem er svo vel lagið að skýra og heimfæra bibliu- orð, að óvíst er að nokkur okkar bjer i kvöld stjórnaði betur bibliu- samkomu en hún, ef hún væri hjer og gæti talað íslensku. En kirkjan indverska er í bættu stödd. Þjóðernisaldan indverska er afarsterk, og er þá alt indverskt lof- að, en erlent lítilsvirt. Auðvitað er eðlilegt og sjálfsagt að kirkja Ind- lands fái þjóðlegan blæ, en sá »blær« má ekki raska grundvallarsannindum kristindómsins. Frá skynsemistrúarmönnum heyr- ast þær raddir siðustu árin, að forn- rit Hindúa og gamla testamentisins geti jafnt leiðbeint mönnum til Guðs, og stutt meun til samfjelags við Krist. En reynslan hefir sýnt, að þar var farið á hálan ís, og næsta skrefið var ýmsar vefengingar á nýja testament- inu, og að það væri rangt að kalla Jesúm Guðs son fremur en aðra; og svo sáu menn ekki annað en á- gætan mann, fagra fyrirmynd, þar sem Kristur var. En hefði kristindómurinn ekki annað að flytja Indverjum en frá- sögn um mikinn og eftirbreytnisverð- an mann, þá ætti hann ekki að vera að ómaka sig svo langt. — Og ef vjer kristniboðar getum ekki flutt boðskap um eingetinn son Guðs og frelsara syndugra manna, þá værum vjer aumastir allra, — að vera að fórna lífi og kröftum alveg ófyrirsynju þar sem Indverjar sjálfir eiga nóg af frásögnum um mikia og eftirbreytnis- verða menn. Þessi skynsemistrú er að vísu ekki í smásöfnuðum vorum, en því miður ber mikið á benni víða annarstaðar. Fess vegna eru það tilmæli okkar við kristinn söfnuð þessa lands, að bann rjetti litia bróður sínum á Ind- landi hjálparhönd með því að biðja fyrir honum, biðja að hann standi öruggur á gamla grundvellinum og láti aldrei tælast af þeim röddum, er skerða vilja biblíuna og taka alla guðdómsdýrð af Kristi svo að ekki sjáist annað en farand-prjedikari frá Nasaret. Athugasemd. Herra Póröur Sveinsson á Kleppi hefir i 4. tbl. Tíraans neðanmáls, skrifað mjög stórorða grein, erhann kallar »Skilagi ein«. Er pað svar til hr. S. Á. Gislasonar, rit- stjóra Bjarma. Það er nú ekki tilgangur minn með pessum fáu línum að bera hönd fyrir höfuð S. Á. Gíslasonar, eða svara fyrir hann. Til pess er hann fyllilega fær sjálf- ur. En pað er málefnið sjálft sem grein hr. P. Sv. fjallar um, sem mjer virðist ástæöa til að minnast á i sambandi við rithátt hans og rökfærslu, sem með sönnu má segja um, að er hvorttveggja mjög bágborið, og virðist svo óendanlega fjarri pvi að greinin geti verið eitir mentaðan mann. Inn í petta háalvarlega mál, p. e. eilífð- armálin og um lífið hinum megin grafar- innar, blandar Þ. Sv. háðsögum um ein- hvern »lúsa« karl á Austurlandi, og háð- glósum um Höfðabrekku-Jóku,Aðrar»sann-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.