Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1923, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.10.1923, Blaðsíða 11
B JARMI 183 í kirkju á Spáui, eftir S. P. Sivert- sen prófessor. Sálmur, eftir Bernharð frá Clairvaux1), þýddur af Valdimar Snaevarr. Kristniboðið í Kína, eftir Ól. Ólafsson kristniboða, með eftir- mála eftir S. A. Gislason. Ávarp til presta, um safnaðarsöng, eftir síra Halldór Jónsson. Um meðferð sálma- laga, eftir Pál ísólfsson organleikara. Píslarsjónleikarnir í Oberamergau, eftir sira Eirík Albertsson. Ritdómar, eftir ýmsa. Prestafjelagið, eftir Magnús Jónsson dócent. Kirkjusameiningar- starfsemin, eftir F. J. R. Frá Fosterlandsstiftelsen í Stokk- bólmi er Bjarma sent: De tusen Barncns Hem, 104 bls., verð 2,50, er 25 minningarrit frá barnaheimili i Chhindwara í Indlandi, sem sænskir kristniboðar hafa stofn- að. Er þar fjöldi mynda og átakan- legar frásögur um eymd munaðar- lausra barna í heiðnu landi, og hæli þeirra við kross Krists. Over saltan Sjö, eftir Vilh. Rasch, 320 bls., verð 4,50, þýdd úr dönsku. Höfundurinn er mörgum Reykvíking- um góðkunnur, og sjómannasögur hans, bæði í þessari og öðrum bók- um hans, eru einkar skemtilegar. E. B. Arnold: Pompejis Ödestimma, 272 bls., verð 3,50, þýdd úr þýsku, er átakanleg skáldsaga frá rikisstjórn- arárum Títusar keisara. Markús guð- 1) Pannig í efnisyfirlitinu; en pessi sálmur, »Salve caput cruentatum«, eöa »Pú, minn Drottinn pyrnum krýndia, er ekki eftir Bernhard frá Clairvaux. Sjá Kirkelexikon for Norden I, bls. 282, og Katólska kirkjusögu eftir Rauschen, Kbh, 1914, bls. 88. Margir hafa samt eignað Bernhard þenna sálm, og góö er þýðing Snævarrs. spjallamaður er einn af persónum sögunnar. Korsets Gáta, af H. Ussing, úr dönsku, 80 bls., verð 1,50. Korsets Válsignelse, av E. Moder- sohn, úr þýsku, 56 bls., verð 1,50. Góðar bækur, eftir góðkunna höfunda. En svensk Missionsgift i Öst-Africa, av Ivarson kristniboða, 72 bls., verð 1 kr. Glöggar frásögur með mörgum myndum frá kristniboði Svía í Austur- Afríku. Frá Færeyjum. í sumar var haldinn leiðtogafund- ur í Pórshöfn til að ræða trúmála- störf; voru þar ýmsir prestar Færey- inga, leikprjedikarar og aðrir áhuga- menn urn trúmál. Einn fundarmanna hefir tjáð oss, að þar hafi meðal annars verið les- in frjettagrein úr Bjarma, sem allir hafi skilið. Þó las hana danskur prestur, síra Hermansen, ritstjóri »Fær- eyskra kirkjutiðinda«, er hefir aldrei komið til íslands, — en kann vel færeyisku og skilur pvi islensku. — Svo lík eru málin, — og bækur vel skiljanlegar á víxl, ef lesið er með aðgæslu. »Kirkjutiðindin« (»Færösk Kirke- tidendi«) koma út tvisvar i mánuði, 4 bls. í hvert sinn, brotið heldur stærra en Bjarmi. Mestur hluti þeirra er á dönsku, en þó slundum færey- iska. — Það er margt gott í blaðinu og fróðlegt þeim, sem vilja kynnast trúmálum Færeyinga. Sálmarnir úr gamla testamenti, týddir av J. Dahl, í varðveitslu hjá

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.