Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1923, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.10.1923, Blaðsíða 15
BJARMI 187 anir« og »röksemdir« hans eru k borð við þetta. Og þessar »dæmisögur« eiga víst að vera gulikornin i grein hans. Pó hr. P. Sv. tali drýgindalega um visku sina viðvikjandi lifinu hinum megin graf- arinnar, og gefi jafnvel í skyn að hann viti hvernig umhorfs er í myrkraríkinu, þá getur hann ekki ætlast til að vjer hin- ir leggjum trúnað á slíkt hjal hans. Vjer álítum það sem aðra markleysu. Pað sann- ast vist á honurn o. fl., sem segir í vísunni: »Prestar hinum heimi frá hulda dóma segja, en skal þeim ekki bregða í hrá blessuðum nær þeir deyja?« Ekki er ólíklegt að svo verði. Hvort það nú er Höfðabrekku-Jóka eða aðrir sem liafa gagnstæðar skoðanir á trúmálum, við það er hr. P. Sv. hefir, þá er það ósýnt hvorir rjettara hafa fyr- ir sjer, þegar ásíðan verður farið að gera upp reikninginn. Margir þessir »skrittlærðu« menn nú á dögum þykjast ekki vera upp á það komn- ir að »trúa« hinu opinberaða guðsorði. Peir þykjast geta »sannað« margt eða flest er snertir annað líf, og íleira viðvíkjandi trúarmálunum. Og þegar þessir menn eru að tilfæra ýmislegt eftir einstaka menn og hvað »kirkjan« kenni, og rífa þetla niður, — því nefna þeir þá ekki það, sem Kristur sjálfur sagði um þessi efni: Utskúfunar- kenninguna og áframhald lífsins hinum tnegin grafarinnar og margt ileira snert- andi trúarmálin? Gæti maður ekki freist- ast til að halda, að þeir álitu eigi frem- ur takandi mark á orðum hans en ann- ara? Eða álita þeir ekki orð Krists nógu ótvíræð og ákveðin? Hvað finst hr. Þ. Sv. um dæmisöguna af ríka og fátæka manninum? Um það djúp er staðfest væri milli þeirra sælu og vansælu hin- um megin, er þeir megnuðu eigi yfir að komast? Marga fleiri staði mætti tilfæra úr Nýja testamentinu, er benda á þetta sama. Um þetta alvarlega mál mætti margt fleira segja i sambandi við grein hr. P. Sv. en jeg sleppi þvi hjer. Ekki heldur vil jeg reyna til að sannfæra hann um sannieiksgildi þess sem andstætt er skoð- unum lians í trúarefnura. Pað væri aónýtt erviði«. Baldv. Eggertsson. 'r ------ Hvaðanæfa. Frá löndum vestra. Lúterska kirkju- fjelagið hjelt 39. ársþing sitt í Winnipeg 15.—20. júní. 15 prestar kirkjufjelagsins og 51 safnaðarfulltrúi sóttu þingið. Síra Páil Sigurðsson frá Garðar (áður i Bol- ungarvík) var og viðstaddur og fjöldi annara gesta. Er ráðgjört að söfnuður hans gangi inn í kirkjufjelagið i sumar eða haust. Forseti fjelagsins, sira Steingrímur Por- láksson í Selkirk, prjedikaði i þingbyrj- un, og voru þá um 100 manns til altaris. Prír fyrirlestrar voru fluttir: Guðsríki (sr. B. B. Jónsson), Kristileg og kirkjuleg vakn- ing (sr. H. Leó) og Síra Valdimar Briem 75 ára (sr. Jónas Sigurösson). Sunnudag- inn 17. júní voru hátíðlegar guðsþjón- ustur í kirkjunni, kom Ostenfeld Sjálands- biskup til síðdegismessunnar og ávarpaði söfnuðinn. Bar hann íslendingum hina hlýjustu bróöurkveðju danskra trúbræðra, og taldi sjer vegsauka að vera forseti dansk-íslenska kirkjufjelagsins. Er auð- sjeð í Lögberg, að þinginu hefir þótt vænt um komu hans og litist vel á hann. 15 starfsmál hafði þingið til meðferð- ar, og var þar meðal annars samþykt að reisa Jóns Bjarnasonar skólanum mynd- arlegt hús fyrir 25,000 dollara, og smá- bæta deildum við hann, er það mikil framför og góð. Forseti var kosinn sr. Kristinn Ólafs- son, en allir aðrir embættismenn fjelags- ins endurkosnir. Alls telur kirkjufjelagið 7744 meðlimi, af þeim eru 2375 ófermdir; altarisgestir innan kirkjufjelagsins árið 1922 voru 1375, fjórði hver fermdur með- limur að meðaltali. Einn íslendingur, ný- lega kominn frá Fróni, er að búa sig undir prestsstarfið og ies guðfræði á norskum prestaskóla i Minnesota. Hann heitir Valdimar Ejdands. Kirkjutjelagið styður hann til náms. í Eistlandi við Eystrasalt heíir verið áköf deila um kristindómskenslu í barna- skólum ríkisins. Löggjafarþingið samþykti að hætta henni með öllu, en bar þó málið undir þjóðaratkvæði á eftir, og þá fór svo í vor sem leið að 2 þriðjungar ailra atkvæða urðu með því að Iialda henni

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.