Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.1924, Qupperneq 10

Bjarmi - 01.12.1924, Qupperneq 10
198 B JARMI Bækur. Fosterlandsstiftelsen í Stocholm hefir sent lil umtals þessar nýjar bækur: Guds Frálsningsuág, pistlaprjedik- anir, eftir sr. Fr. Hammarsten, 544 bls., verð: 8,50 sænskar kr. Andan i Apostelkyrkan, leiðbeiningar við lestur postulasögunnar og brjef- anna í n. testam., eftir Olfert Ricard, 400 bls., verð: 6,50 kr. 1 Dalen dár Guldet fanns, góð, kristileg saga, eftir C. Fr. Peterson, 250 bls., verð: 4 kr. sænskar. Barnens Religiösa Svárigheter, eftir Edith E. R. Mumford. Þessi bók er þýdd úr ensku, og flytur fjölmörg ihugunarverð dæmi um trúarefasemdir barna og ráð gegn þeim, — er ágæt bók fyrir foreldra, 112 bls., v. 2 kr. Julgávan 192í, er stórt og vandað jólahefti, verð: 1,75, og Julottan 1924 er annað minna, ætlað unglingum, verð: 55 aura, bæði með fjölda mynda. Vita Hjáltinnor i A/rica, eftir Con- stance Padwick, 78 bls. 1,50 kr. sv. Segir þar frá þrem kristniboðakonum í Afríku á 19. öld, Mary MolTat, Önnu Hinderer og Kristínu Coillard, og öll frásögnin miðuð við samlestur ungra kristniboðsvina og því einkar vel fallin til lesturs á saumafundum í K. F. U. K. eða svipuðum fundum. — Islendingar hafa sneytt sig of mikið hjá sænskum bókum; þeir, sem skilja vel danskar bækur, komast fljótlega »í gegnum sænskuna«, enda þótt þeir kunni ekki rjettan framburð, lakast er um gengið, en það fer vonandi að lagast. rP .............—- ................- : —^ Hvaðanæfa. Afmæli kristniboösfjelagsins. — Kristniboðsfjelag kvenna í Rvík varð 20ára snemma í fyrra mánuði og bauð hinu kristniboðsfjeiaginu í afmælisfagnað sinn 9. f. m. Frú Kirstin Pjetursdóttir, kona sra Lárusar Halldórssonar fríkirkjuprests, stofnaði þelta fjelag með 4 öðrum ná- komnum vinkonum sínum og voru þær aliar þá litt kunnar kristniboði og óvan- ar að stjórna trúmálafundum. Pær ljetu ekki mikið bera á sjer, en fengu þó háð- glósur í einu stjórnmálablaðinu, sem aftur varð til þess, ef mig minnir rjett, að sra Jóri Bjarnason skrifaði ákveðin eggjunar- orð til ísl. safnaða vestra, að taka kristni- boðsmál á dagskrá sína. Framan af sendi þetta fjelag skerf sinn til styrktar dönskum trúboðskonum á Indlandi, ungfrú Larsen og ungfrú Mariu Holst, en síðustu árin styður það sra Ólaf Ólafsson trúboða í Kína. Allmörg ár hafa fjelagskonur verið 40 til 50 og vita kunnugir að fjelagsfundirnir hafa orðið þeim mörgum til mikillar and- legrar blessunar, enda kom það greini- lega i ljós á afmælisfundinum. Par stóðu þær upp konurnar hver á eftir annari og töluðu skýrt og skipulega um trúar- reynslu sína. Er þar eitt dæmi margra, að »kristindómur eykst þegar af er tekið«, eða að hann eflist heima fyrir hjá hverj- um sem kappkostar að útbreíða liann. f stjórn fjelagsins eru nú frú Anna Thoroddsen, forstöðukona, frú Ingileif Sigurðsson, fjehirðir og frú Kristjana Pjetursdóttir, skrifari. A fundinum voru ílutt 2 góð afmæliskvæði og hið þriðjn sem hugsað var þá, ef ekki orkt, birtist hjer nú. Vel er það er vinir finnasl, við það eflist ráð og dáð. Pá er æ á margt að minnast, mest af öllu: Drottins náð. Pá er beðið, þakkir tjáðar, þeim, sem skilur alt og veit — þá er kvatt lil dygða’ og dáða, Drotni unnin fögur lieit. Peir, sem Guðs í verki vaka, velja sjer því eítthvert kvöld — Guðs í holla hönd að taka,

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.