Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1928, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.07.1928, Blaðsíða 3
B J A R M I 147 harla ólíkt mannmergðinni og ann- rikinu í Horsens, þar sem hann var áður; hefir hann því góðan tíma til ritstarfa, þó hefir hann lítið unnið að þýðingu Passíusálmanna undan- farið ár, og valda því veikindi, er verið hafa á heimili hans. Er þeim nú afljett, sem betur fer, og því von- andi að hann fái lokið þvi mikla verki innan skamms. Ástúðleg gest- risni hans og ekki sist morgun- og kvöldbænirnar í skrifstofu hans, eru meðal björtustu minninga okkar frá öllu ferðalaginu. Fimtudagsmorguninn 31. maí fór- um við frá Vemmetofte til Hafnar aftur í bifreið. Var það bæði fljót- legra og þægilegra en járnbrautar- leiðin, og jafnvel ódýrara, þegar til- lit er tekið til þess, að bifreiðin tók okkur út i sveit, góðan kipp frá járn- brautarstöð, og flutti okkur að dyr- um gistihússins í Höfn. Heimatrúboðsþing Norðurlanda hófst þann dag í Kaupmannahöfn og stóð í 4 daga. Var það ærið fjölment — þótt ekki væru þar nema 2 frá Finn- landi og við hjónin frá íslandi — því að hinar þjóðirnar fjölmentu. Norðmenn voru hált á þriðja hundrað, Svíar um 130 og Danir alls um 700. Hafði öllum aðkomumönnum verið útveguð ódýr gisting, aðallega í Missions-hótellum borgarinnar, og allir mötuðust þeir saman tvisvar á dag í tveim sölum i húsi K. F. U. M. Varð viðkynningin meiri við það, ekki síst þar sem heilum degi var varið til skemtiferðar og samveru norður hjá Friðriksborgar-höll. — Eru alls konar listasöfn í höllinni og umhverfið fagurt við vötn og skóga, en tæp stundar för með járn- braut þangað norður frá Höfn. Þingið hófst með guðsþjónustu í Elíasar-kirkju, er prýdd var laufum og liljum. Ræðumenn voru: síra Fibiger, frá Khöfn, og síra Vislöff, framkvæmdastjóri norska heima- trúboðsins — síðasta daginn var altarisganga fjölmenn í dómkirkj- unni, hjá Ussing stiftprófasti. Fundahöldin sjálf fóru fram í »Bethesda«, slærsta trúboðshúsi Hafnar. Voru þar flögg allra Norður- landaþjóðanna fimm, og íslenska flaggið eins og hin á borðum í K. F. U. M., get jeg þess hjer sjerstaklega, af því að stundum annarsstaðar sakn- aði jeg íslenska flaggsins, þar sem öll hin 4 voru við hún, eins og t. d. á Skamlingsbanken hjá Kolding á Jót- landi, nokkurs konar þjóðfundarstað Dana. Fyrirlestrar voru margir og góðir fluttir á þinginu, en umræður sár- litlar, varla teljandi nema hálfaðra stund síðasta daginn. Forstöðunefndin danska rjeði því, og þótti sumum Norðmönnunum það miður, voru vanari við meira »frelsi« á sínum fundum. — Oft kom það i ljós, bein- línis og óbeinlínis, hvað fjöldi Svía og Norðmanna voru gersamlega ó- kunnugir trúmáluin vor íslendinga, og enda flestu hjer á landi. Danskir trúmálamenn eru þeim miklu kunn- ugri, líklega meðfram eða einkum fyrir starf »Dansk-íslensku kirkju- nefndarinnar«. — Já, meira að segja, einn ræðumaður gleymdi íslandi al- veg, hann talaði um »hin 4 norrænu lönd«, og nefndi þar til Danmörku, Finnland, Noreg og Svíþjóð, — enda þótt meiri hluta Finna sje engin þægð í að láta telja sig með »Norðurlöndum«, en halli sjer í aðra átt, sem síðar verður vikið að. — En skylt er að bæta því við, að hann svaraði vel, sem kristnum manni ber, er jeg fann að þessu á eftir. Hann mælti þá: »Jeg erkender,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.