Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1928, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.07.1928, Blaðsíða 7
B J A R M I 151 skulum vita, hvað oss er af Guði gefiðn (I. Kor. 2: 12). Hið einkennilega við kirkjulegu visindin er þvl þetta, að þau leggja hina andlegu þekkingu til grundvallar öllum rannsóknum sinum, fyrir alla sína guðfræði, bæöi hina sögulegu, vísindalegu og verklegu. Nú er kristna söfnuðinum það einnig ljóst, að hinn yfirnáttúrlegi hluti sögu kynslóðanna og heimsins yfirleitt, hin heilaga saga, hjálpræðis- sagan, opinberunarsagan, hefir tvær hliðar, náttúrlega og yfirnáttúrlega hlið, aðra sem snýr að tímanum, og hina sem snýr að eilífðinni. Hin yfir- náttúrlegu öfl verka sem sje hjer í heimi, í sambandi við hin náttúrlegu öfl, bæði f lffi náttúrunnar og per- sónulffinu. Að því leyti sem hjálpræðissagan með sfnum sögulegu staðreyndum er tlmanleg, rennur hún inn í hina al- mennu veraldarsögu. Og þar er hún sem slík tekin til rannsóknar af hin- um venjulegu vísindum og frá venju- legum sjónarmiðum: sögulegu, stjórn- fræðilegu, siðfræðilegu, trúarsögulegu o. s. frv. Hinsvegar vill guðfræðin aðallega rannsaka þá hlið hjálpræðissögunnar, er veit ad eilifðinni. Og til þess getur hún lítinn eða engan stuðning fengið lrá vísindunum. Auðvitað geta ver- aldlegu vfsindin veitt henni margs- konar þekkingu, bæði í málvisindum, sögu, siðfræði og trúarsögu. En þá þekkingu verður guðfræðin að hag- nýta, samrýma og meta frá hinni þriðju og æðstu sjónarhæð veruleik- ans og í samræmi við sfna eigin nýju trúarsannfæringu, sem Andinn hefir gefið henni. (Frh). Lelðrjettiug. í síðasta tölublaði 141. bls., siðari dálk, 16. linu að neðan stend- ur: ósköpuðu, en á að vera: ásköpuðu. Kvöldlestrar. í húsi K. F. U. M. og K. í Vestmanna- eyjum voru fluttir kvöldlestrar nm föst- una siðastl. vetur, samtals í 43 kvöld. Á þeim leslrarsamkomum mættu sam- tals 3450 manns. Verður það til jafnaðar 80 á hverju kvöldi i 33 kvöld og 81 i lOkvöld. Aukþess bjelt undirritaður kristilega samkomu á langafrjádagskvöld, voru þá mættir 213 manns. Verður þá talan alls 3663 sem sólt hafa tjeðar kvöldsamkomur. Verða þá samkomurnar 44, og mættir til jafnaðar á hverju kvöldi 83 á 32 kvöldum og 84 á 11 kvöldum. Jeg hefi á hverju kvöldi skrifað tölu þeirra, er sótt hafa i það og það skiftið, og athugasemdir, sem sýna eða gera skiljanlegt hvað valdið muni hafa hvað aðsóknin hefir verið mis- jöfn. Fæst hafa mælt 21 á kvöldi og flest 141, að undanskildum föstu- deginum langa. Eins og sjá má hjer af hafa lestrasamkomurnar ekki far- ið fram á hverju kvöldi hina virku daga föstunnar, og eru ástæður til til þess sýndar í hinni áminstu skrá eða dagbók, sem jeg hefi haldið yfir samkomurnar — en ekki ástæða til að telja þær hjer. Gilsbakka i Vestmannaeyjum. Erlendur Árnason. Viöbót ritstjórans. Framan- skráð frjettagrein barst ritstjóranum þeg- ar júniblöðin voru fullprentuð og kemur því ekki fyr en nú. En hún er jafn eftir- tektarverð fyrir það. í brjefi sem fylgdi greininni getur hr. Erl. Árnason, sem er safnaðarfulltrúi i Vestmannaeyjum, þessa til viðbótar framansögðu: Lesnar voru föstuhugvekjur Pjeturs biskups Pjeturssonar, sungnir voru Passíu- sálmar. Pessi nýbreytni varð vinsæl og aðsókn góð þegar tekið er tillit til að föstutiminn er mesti annatimi í Vest- manneyjum, og þessir lestrar munu hafa stuölað að þvi, að farið var að lesa kvöld-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.