Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.07.1928, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.07.1928, Blaðsíða 4
156 ’ B J A R M I Kirkjan á Hólum í Iljaltadal. væri fólgin«, og var að því loknu aftur horfið að handbókarendurskoð- unar-málinu. Nefndin, sem kosin hafði verið daginn áður bar fram svohljóð- andi tillögu: »Nefndin álítur, að varlega beri að fara í öllum breytingum á helgi- siðum kirkjunnar og treystir því að ekki sje hraðað fullnaðarúrslitum handbókarmálsins án enn rækilegri undirbúnings«. Gaf tillaga þessi tilefni til allræki- legra umræðna um handbókarmálið í heild sinni og fóru umræður yfir- leitt í sömu ált og tillagan, enda var hún að lokum samþykt. F*á bar Ólafur próf. Magnússon fram tillögu út af lögunum frá síð- asta alþingi um Strandarkirkju og sandgræðslu í Strandarlandi að reif- uðu þvi máli með nokkrum inn- gangsorðum, þar sem hann skýrði frá hversu hjeraðsfundur Ámesinga hefði tekið í það mál fyrir skemstu, og talið lögin brot á friðhelgi opin- berra sjóða og eignarjetti. Urðumikl- ar umræður um þetta mál og að lokum samþykt svolátandi tillaga frá flutningsmanni: »Synódus lýsir því yfir, að hún telur ráðslöfun síðasta alþingis á sjóði Strandarkirkju brot á friðhelgi opinberra sjóða og eignar- rjetti. Felur hún biskupi að gera það, sem i hans valdi stendur, til þess að lög nr. 50, 1928 um Strandarkirkju og sandgræðslu 1 Strandar- landi komi ekki til fram- kvæmdar fyrr en þess hefir verið farið á leit við næsta alþingi að nema þau aftur úr gildi«. í sambandi við þetta mál vakti próf. S. P. Sívertsen atbygli á tveimur atriðum í nýjum lögum um menlamálaráð íslands, þar sem til hlut- verka iáðs þessa teldist »að leggja samþykki á teikningar af kirkjum þjóðkirkjusafnaða bæði nýbyggingum og breytingum, svo og hvar kirkja skuli standa«, og »að kaupa altaris- töflur handa kirkjum þjóðkirkjusafn- aða, eftir því sem fje er til þess lagt frá hlutaðeigendum«. Pólti mönnum með þessu fullnærri höggið löghelg- uðum ákvæðisrjetti safnaða i þessum efnum, en ályktun var engin tekin um þetla mál á prestastefnunni. Eftir nokkurt fundarhlje til borð- Prestar ganga til kirkju á Hólum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.