Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 15.01.1929, Qupperneq 2

Bjarmi - 15.01.1929, Qupperneq 2
14 BJARMI stæki sinnar og hleypidóma, þar sem kappsamlega er unnið að því, að reka brott svörtustu fáfræðina frá áhangendum bennar. Fjölmennasta ríki jarðar, Kinaveldi, sem undanfarandi ár befir verið flak- andi í sárum af hryllilegum innan- lands styrjöldum, hefir liðið ár verið að gróa saman í lifræna heild og allflestir aðalleiðtogar þess nú eru mjög vinveitiir kristinni trú og sumir sjálfir kristnir, svo að útlit er þar gott fyrir úlbreiðslu kristindómsins. 1 viðlendasta ríki Norðurálfunnart Rússlandi, hafa aðalleiðtogarnir átt í 10 ára baráttu gegn allri guðstrú og hag- nýtt sjer öll vopn nútíðar vantrúar og margbreytta miðalda grimd. Það hafa verið ötulir menn og voldugir, og vafalaust hafa árásir þeirra á trúar- brögðin, valdið þjóðlífinu margbreyttu tjóni, en kristindómuiinn er kyr í Rússlandi engu síður en áður nema fremur sje. Miklu meiri eftirspurn þar nú eftir biblfum og eftir evan- geliskum prjedikunum en fyrrum meðan keisararnir sátu þar á stóli og hagnýttu sjer margoft ríkiskirkj- una sem nokkurskonar stjórnmála- ambátt. — Alla leið frá Eystrasalti austur að Kyrrahafi eru hjer og hvar smásöfnuðir evangeliskra manna, sem ýmist vanta ötula leiðtoga eða hafa svo mikil verkefni fyrir leið- toga sína að hvervetna er beðið um fleiri starfsmenn, segja nýkomin kristileg blöð frá Rússlandi. Suður-Ameríkuþjóðir, sem byggja ágæt lönd með ótæmandi auðsupp- sprettum, hafa langan aldur búið við afskræmdan kristindóm páfakirkj- unnar, blandaðan allskonar heiðinni hjátrú. — Uin þessar mundir eru þær að vakna til alvarlegra trúar- leitar, farnar að spyrja eftir öruggri leið til samfjelags við Guð og þrótt- mikils siðferðislifs. — Auðvilað leita þær þá jafnt líklega sem ólíklega eins og vjer ættum að kannast við að fólki hættir til, sem lengi hefir sofið. — Jeg hefi nýlega lesið ferða- sögu nafnkunnasta kristniboða, sem nú er uppi, þar sem hann segir frá ferðum sínum liðið sumar um Suð- ur-Ameriku og fyrirlestrahaldi við háskóla og aðrar mentastöðvar þar syðra. Hann segir, að þrátt fyrir al- ment vantraust mentamanna á þeirri kirkjudeild, sem þeir eru kunnug- astir, páfakirkjunni, og þiátt fyiir alskonar hindurvitni austrænnar heim- speki og dultrúar, sem þar eru land- lægar, — þá sje trúarþráin mikil og óteljandi útbreiðslutækifæri fyrir lif- andi, fórnfúsan kristindóm. — Kaldur gustur aðfinninga og toitrygni hefir staðið af efasemdastefnu ýmsra guð- fræöinga, sem hafa kent sig við ný- guðfræði, og hefir á ýmsan hátt lam- að framkvæmdir safnaðanna og eflt andvaraleysi i trúmálum. En nú er byrjaður annar andvaii, önnur ný guðfræðistefna risin á meginlandi Norðurálfunnar, er segir meðal annars: »í duftið fyiir heilögum Guði, þ|er syndug jarðarbörn. í óendanlegri fá- visku yðar hafið þjer dirfst að leitast við að setja Drottinn himnanna á fótstalla báskólakennaranna og loka hann inni í rannsóknarstofum þeirra. Með óhreinum höndum hafið þjer dirfst að reyna að klappa á öxiina á heilögum fieisara mannkynsins eins og hann væri stallbióðir yöar. Hei- lögum anda hafnið þjer, fávls börn fall valtleika, synda og dauða en bjóðið anda myrkranna velkomna. — Á knje fyrir heilögum Guðil Brott með allan vísinda, trúar og siðmenningar- hiokal« — Samtakaleysi, ósamlyndi og tor- tryggni milli ýmsra kirkjudeilda hefir löngum verið hinn mesti erfiðleiki i úlbreiðslustarfi kristninnar. í’jóðaríg-

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.